„Það er verið að reyna að gera mig að einhverri þýskri vél“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. apríl 2021 16:30 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er spennt fyrir leikjunum tveim gegn Ítalíu Vísir/Vilhelm Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sat fyrir svörum í dag fyrir leikina tvo gegn Ítalíu. Karólína fór um víðan völl og ræddi meðal annars um tíma sinn hjá FC Bayern, en hún gekk til liðs við þýska stórveldið í janúar. „Dagarnir á Ítalíu hafa gengið mjög vel. Það er spennandi að fá nýjan þjálfara, þó að einhverjar okkar þekki hann mjög vel,“ sagði Karólína á fundinum í dag. „Það vilja allir sýna sig og þetta er búið að vera mjög skemmtilegt.“ Sara Björk og Dagný Brynjarsdóttir verða ekki með í leikjunum, en Karólína hefur ekki áhyggjur af sér og liðsfélögum sínum. „Það er erfitt að missa svona reynslumikla leikmenn, en ég hef engar áhyggjur af okkur. Það eru bara aðrir leikmenn sem stíga upp og axla meiri ábyrgð. Þetta er bara tækifæri fyrir okkur hinar.“ Karólína þekkir nýráðinn þjálfara landsliðsins vel, en hann var þjálfari Breiðablik áður, þar sem Karólína spilaði. „Ég er búinn að sakna hans mikið,“ sagði Karólína og hló. „Það er búið að vera mjög skemmtilegt að heyra aftur í þessum góðu þjálfurum sem maður var orðinn vanur.“ „Það er ekkert verið að slaka á hjá Steina. Hann er með frábærar áherslur og nú er það bara að fylgja þeim eftir og ná í góð úrslit á móti Ítalíu og byggja svo ofan á það.“ Krefjandi en lærdómsrík byrjun hjá Bayern „Það er búið að vera rosalega lærdómsríkt og skemmtilegt, en líka mjög krefjandi. Ég er að búa ein í fyrsta skipti, nýtt tungumál, nýjar stelpur og nýtt lið. Þetta er búið að vera krefjandi en ég er búinn að læra rosalega mikið á þessu. Það verður skemmtilegt að sjá hvað gerist í framtíðinni, ég þarf bara að vera þolinmóð.“ Karólína gekk til liðs við stórveldið FC Bayern í janúar.Linnea Rheborg/Getty Images „Það er alltaf verið að kenna manni eitthvað nýtt. Ég hef aðallega verið að bæta styrktarþáttinn, það er verið að reyna að gera mig að einhverri þýskri vél hérna úti. Maður er með heimavinnu hérna á Ítalíu frá gymminu. Auðvitað er mikið af fótboltalegum þáttum sem ég hef verið að reyna að tileinka mér. Ég á margt eftir ólært, Þjóðverjarnir ætla að kenna mér mikið, ég er búinn að sjá það.“ EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir „Aldrei draumastaða að missa lykilmenn“ Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Ítalíu í tveim vináttulandsleikjum á næstu dögum. Báðir leikirnir eru spilaðir á Ítalíu, sá fyrri á morgun klukkan 14:00, en sá seinni á þriðjudaginn. Þorsteinn Halldórsson, nýráðinn þjálfari íslenska liðsins sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. 9. apríl 2021 14:01 Stöð 2 Sport sýnir leik Íslands og Ítalíu á þriðjudaginn Vináttulandsleikur Íslands og Ítalíu á þriðjudaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þetta er seinni vináttulandsleikur liðanna af tveimur. 9. apríl 2021 13:30 Blikaáherslur í landsliðinu Alexandra Jóhannsdóttir er ekki ókunn þeim áherslum sem Þorsteinn Halldórsson hefur komið með inn í íslenska landsliðið. 8. apríl 2021 16:00 „Þakka guði að vera úti í Svíþjóð þar sem allt er frekar afslappað“ Landsliðskonan Hallbera Gísladóttir segist vera sátt að vera úti í Svíþjóð á þessum tíma frekar en á Íslandi þar sem æfingar og keppni í íþróttum eru bannaðar. 8. apríl 2021 13:02 Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
„Dagarnir á Ítalíu hafa gengið mjög vel. Það er spennandi að fá nýjan þjálfara, þó að einhverjar okkar þekki hann mjög vel,“ sagði Karólína á fundinum í dag. „Það vilja allir sýna sig og þetta er búið að vera mjög skemmtilegt.“ Sara Björk og Dagný Brynjarsdóttir verða ekki með í leikjunum, en Karólína hefur ekki áhyggjur af sér og liðsfélögum sínum. „Það er erfitt að missa svona reynslumikla leikmenn, en ég hef engar áhyggjur af okkur. Það eru bara aðrir leikmenn sem stíga upp og axla meiri ábyrgð. Þetta er bara tækifæri fyrir okkur hinar.“ Karólína þekkir nýráðinn þjálfara landsliðsins vel, en hann var þjálfari Breiðablik áður, þar sem Karólína spilaði. „Ég er búinn að sakna hans mikið,“ sagði Karólína og hló. „Það er búið að vera mjög skemmtilegt að heyra aftur í þessum góðu þjálfurum sem maður var orðinn vanur.“ „Það er ekkert verið að slaka á hjá Steina. Hann er með frábærar áherslur og nú er það bara að fylgja þeim eftir og ná í góð úrslit á móti Ítalíu og byggja svo ofan á það.“ Krefjandi en lærdómsrík byrjun hjá Bayern „Það er búið að vera rosalega lærdómsríkt og skemmtilegt, en líka mjög krefjandi. Ég er að búa ein í fyrsta skipti, nýtt tungumál, nýjar stelpur og nýtt lið. Þetta er búið að vera krefjandi en ég er búinn að læra rosalega mikið á þessu. Það verður skemmtilegt að sjá hvað gerist í framtíðinni, ég þarf bara að vera þolinmóð.“ Karólína gekk til liðs við stórveldið FC Bayern í janúar.Linnea Rheborg/Getty Images „Það er alltaf verið að kenna manni eitthvað nýtt. Ég hef aðallega verið að bæta styrktarþáttinn, það er verið að reyna að gera mig að einhverri þýskri vél hérna úti. Maður er með heimavinnu hérna á Ítalíu frá gymminu. Auðvitað er mikið af fótboltalegum þáttum sem ég hef verið að reyna að tileinka mér. Ég á margt eftir ólært, Þjóðverjarnir ætla að kenna mér mikið, ég er búinn að sjá það.“
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir „Aldrei draumastaða að missa lykilmenn“ Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Ítalíu í tveim vináttulandsleikjum á næstu dögum. Báðir leikirnir eru spilaðir á Ítalíu, sá fyrri á morgun klukkan 14:00, en sá seinni á þriðjudaginn. Þorsteinn Halldórsson, nýráðinn þjálfari íslenska liðsins sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. 9. apríl 2021 14:01 Stöð 2 Sport sýnir leik Íslands og Ítalíu á þriðjudaginn Vináttulandsleikur Íslands og Ítalíu á þriðjudaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þetta er seinni vináttulandsleikur liðanna af tveimur. 9. apríl 2021 13:30 Blikaáherslur í landsliðinu Alexandra Jóhannsdóttir er ekki ókunn þeim áherslum sem Þorsteinn Halldórsson hefur komið með inn í íslenska landsliðið. 8. apríl 2021 16:00 „Þakka guði að vera úti í Svíþjóð þar sem allt er frekar afslappað“ Landsliðskonan Hallbera Gísladóttir segist vera sátt að vera úti í Svíþjóð á þessum tíma frekar en á Íslandi þar sem æfingar og keppni í íþróttum eru bannaðar. 8. apríl 2021 13:02 Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
„Aldrei draumastaða að missa lykilmenn“ Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Ítalíu í tveim vináttulandsleikjum á næstu dögum. Báðir leikirnir eru spilaðir á Ítalíu, sá fyrri á morgun klukkan 14:00, en sá seinni á þriðjudaginn. Þorsteinn Halldórsson, nýráðinn þjálfari íslenska liðsins sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. 9. apríl 2021 14:01
Stöð 2 Sport sýnir leik Íslands og Ítalíu á þriðjudaginn Vináttulandsleikur Íslands og Ítalíu á þriðjudaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þetta er seinni vináttulandsleikur liðanna af tveimur. 9. apríl 2021 13:30
Blikaáherslur í landsliðinu Alexandra Jóhannsdóttir er ekki ókunn þeim áherslum sem Þorsteinn Halldórsson hefur komið með inn í íslenska landsliðið. 8. apríl 2021 16:00
„Þakka guði að vera úti í Svíþjóð þar sem allt er frekar afslappað“ Landsliðskonan Hallbera Gísladóttir segist vera sátt að vera úti í Svíþjóð á þessum tíma frekar en á Íslandi þar sem æfingar og keppni í íþróttum eru bannaðar. 8. apríl 2021 13:02