Styrkur til að bæta fiskveiðistjórnun í Viktoríuvatni Heimsljós 8. apríl 2021 14:01 Ljósmynd frá Viktoríuvatni gunnisal Fyrirtækið Intellecon hf. fær 30 milljóna króna styrk til þess að bæta fiskveiðistjórnun í Viktoríuvatni. Samstarfssjóður utanríkisráðuneytisins við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna hefur veitt íslenska fyrirtækinu Intellecon hf. 30 milljóna króna styrk til þess að bæta fiskveiðistjórnun í Viktoríuvatni. Verkefnið er til tveggja ára og verður unnið með Fiskveiðistofnun Viktoríuvatns sem hefur það hlutverk að samhæfa stjórnun og þróun fiskveiða í þessu stærsta stöðuvatni Afríku. Sú stofnun er rekin af Austur-Afríkusambandinu. Þrjú ríki eiga land að Viktoríuvatni, Úganda, Tansanía og Kenía, en höfuðstöðvar Fiskveiðistofnunar Viktoríuvatns (Lake Victoria Fisheries Organization, LVFO) eru í Jinja í Úganda. Að sögn Gunnars Haraldssonar hagfræðings og framkvæmdastjóra Intellecon hafa fiskveiðar í Viktoríuvatni aukist hratt á síðustu árum og sífellt fleira fólk hefur lífsviðurværi sitt af því sem vatnið gefur. „Fiskveiðarnar í Viktoríuvatni eru ekki reknar á sjálfbæran hátt fremur en víða annars staðar. Þær fela í sér bæði efnahagslega sóun og valda umhverfisskaða og framlag þeirra til velsældar fiskveiðisamfélaganna umhverfis vatnið er miklu minna en það gæti verið. Þar sem fiskveiðarnar í Viktoríuvatni eru miklar og verðmætar nemur tjónið af þessum sökum háum fjárhæðum á hverju ári,“ segir Gunnar. Grunnmarkmiðið með verkefninu er tvíþætt að sögn Gunnars. Það er í fyrsta lagi að hanna stjórnskipan fiskveiða fyrir Viktoríuvatn sem nær því að hámarka efnahagslegan ávinning af fiskveiðunum og samtímis að styrkja fiskveiðisamfélögin, vernda umhverfisgæði umhverfis vatnið og bæta lífríkið í vatninu. Annað meginmarkmið er að útfæra áætlun um innleiðingu þessarar stjórnskipunar fiskveiða í vatninu og meta viðkomandi kostnað, ábata og áhættu. Verkefnið hófst í byrjun aprílmánaðar. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Úganda Kenía Tansanía Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent
Samstarfssjóður utanríkisráðuneytisins við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna hefur veitt íslenska fyrirtækinu Intellecon hf. 30 milljóna króna styrk til þess að bæta fiskveiðistjórnun í Viktoríuvatni. Verkefnið er til tveggja ára og verður unnið með Fiskveiðistofnun Viktoríuvatns sem hefur það hlutverk að samhæfa stjórnun og þróun fiskveiða í þessu stærsta stöðuvatni Afríku. Sú stofnun er rekin af Austur-Afríkusambandinu. Þrjú ríki eiga land að Viktoríuvatni, Úganda, Tansanía og Kenía, en höfuðstöðvar Fiskveiðistofnunar Viktoríuvatns (Lake Victoria Fisheries Organization, LVFO) eru í Jinja í Úganda. Að sögn Gunnars Haraldssonar hagfræðings og framkvæmdastjóra Intellecon hafa fiskveiðar í Viktoríuvatni aukist hratt á síðustu árum og sífellt fleira fólk hefur lífsviðurværi sitt af því sem vatnið gefur. „Fiskveiðarnar í Viktoríuvatni eru ekki reknar á sjálfbæran hátt fremur en víða annars staðar. Þær fela í sér bæði efnahagslega sóun og valda umhverfisskaða og framlag þeirra til velsældar fiskveiðisamfélaganna umhverfis vatnið er miklu minna en það gæti verið. Þar sem fiskveiðarnar í Viktoríuvatni eru miklar og verðmætar nemur tjónið af þessum sökum háum fjárhæðum á hverju ári,“ segir Gunnar. Grunnmarkmiðið með verkefninu er tvíþætt að sögn Gunnars. Það er í fyrsta lagi að hanna stjórnskipan fiskveiða fyrir Viktoríuvatn sem nær því að hámarka efnahagslegan ávinning af fiskveiðunum og samtímis að styrkja fiskveiðisamfélögin, vernda umhverfisgæði umhverfis vatnið og bæta lífríkið í vatninu. Annað meginmarkmið er að útfæra áætlun um innleiðingu þessarar stjórnskipunar fiskveiða í vatninu og meta viðkomandi kostnað, ábata og áhættu. Verkefnið hófst í byrjun aprílmánaðar. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Úganda Kenía Tansanía Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent