Aðstoðardómari fékk eiginhandaráritun Haalands eftir leik Sindri Sverrisson skrifar 7. apríl 2021 08:30 Það sást á sjónvarpsmyndum þegar Erling Braut Haaland gaf aðstoðardómaranum eiginhandaráritun eftir leik. Stöð 2 Sport Stuðningsmenn Manchester City vonast til þess að Erling Braut Haaland skrifi undir samning hjá félaginu í sumar. Hann var vissulega með penna á lofti á Etihad-leikvanginum í gærkvöld en það var þó í öðrum og undarlegri tilgangi. Haaland er aðeins tvítugur en þegar orðinn stórstjarna. Svo mikil stórstjarna reyndar að annar aðstoðardómarinn í leik Manchester City og Dortmund í gærkvöld bað Norðmanninn um eiginhandaráritun. Haaland lagði upp mark Dortmund í leiknum en City vann að lokum 2-1. Liðin mætast að nýju í Þýskalandi á þriðjudaginn. Eftir leikinn í gær vatt annar af rúmensku aðstoðardómurunum sér að Haaland í leikmannagöngunum og fékk hann til að skrifa nafnið sitt á gul og rauð spjöld sem hann dró upp úr brjóstvasanum. Guardiola lét sér fátt um finnast „Svona lagað á maður ekki að gera,“ sagði Owen Hargreaves, sérfræðingur BT Sport. „Dómararnir höfðu í nógu að snúast og áttu erfiðan fyrri hálfleik. Þeir klúðruðu ýmsu. Það er í lagi að vera stuðningsmaður en þú mátt ekki gera svona lagað fyrir framan hina leikmennina. Það kemur illa út,“ sagði Hargreaves. A referee s assistant should not be asking a player for autographs after a match in the tunnel as happened with Haaland.UEFA won t want to see this surely pic.twitter.com/nA94n3k27W— Rob Harris (@RobHarris) April 6, 2021 Pep Guardiola, stjóri City, virtist ekki kippa sér mikið upp við það sem gerðist. „Kannski er hann aðdáandi Haalands. Eða kannski var þetta fyrir son hans eða dóttur,“ sagði Guardiola. „Ég hef aldrei séð svona lagað áður en dómarinn og línuverðirnir stóðu sig vel. Það er allt og sumt,“ sagði Guardiola. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sáttur með hvernig liðið hefur brugðist við áskorunum tímabilsins Kevin De Bruyne skoraði fyrra mark Manchester City í 2-1 sigri á Borussia Dortmund í kvöld er liðin mættust í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Þá var De Bruyne ein aðalástæða þess að Phil Foden skoraði sigurmark leiksins undir lok leiks. 6. apríl 2021 21:25 Foden hetja Manchester City í torsóttum sigri Manchester City lagði Borussia Dortmund 2-1 í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hinn ungi Phil Foden reyndist hetja City en sigurmarkið kom í uppbótartíma leiksins. 6. apríl 2021 20:55 Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Haaland er aðeins tvítugur en þegar orðinn stórstjarna. Svo mikil stórstjarna reyndar að annar aðstoðardómarinn í leik Manchester City og Dortmund í gærkvöld bað Norðmanninn um eiginhandaráritun. Haaland lagði upp mark Dortmund í leiknum en City vann að lokum 2-1. Liðin mætast að nýju í Þýskalandi á þriðjudaginn. Eftir leikinn í gær vatt annar af rúmensku aðstoðardómurunum sér að Haaland í leikmannagöngunum og fékk hann til að skrifa nafnið sitt á gul og rauð spjöld sem hann dró upp úr brjóstvasanum. Guardiola lét sér fátt um finnast „Svona lagað á maður ekki að gera,“ sagði Owen Hargreaves, sérfræðingur BT Sport. „Dómararnir höfðu í nógu að snúast og áttu erfiðan fyrri hálfleik. Þeir klúðruðu ýmsu. Það er í lagi að vera stuðningsmaður en þú mátt ekki gera svona lagað fyrir framan hina leikmennina. Það kemur illa út,“ sagði Hargreaves. A referee s assistant should not be asking a player for autographs after a match in the tunnel as happened with Haaland.UEFA won t want to see this surely pic.twitter.com/nA94n3k27W— Rob Harris (@RobHarris) April 6, 2021 Pep Guardiola, stjóri City, virtist ekki kippa sér mikið upp við það sem gerðist. „Kannski er hann aðdáandi Haalands. Eða kannski var þetta fyrir son hans eða dóttur,“ sagði Guardiola. „Ég hef aldrei séð svona lagað áður en dómarinn og línuverðirnir stóðu sig vel. Það er allt og sumt,“ sagði Guardiola. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sáttur með hvernig liðið hefur brugðist við áskorunum tímabilsins Kevin De Bruyne skoraði fyrra mark Manchester City í 2-1 sigri á Borussia Dortmund í kvöld er liðin mættust í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Þá var De Bruyne ein aðalástæða þess að Phil Foden skoraði sigurmark leiksins undir lok leiks. 6. apríl 2021 21:25 Foden hetja Manchester City í torsóttum sigri Manchester City lagði Borussia Dortmund 2-1 í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hinn ungi Phil Foden reyndist hetja City en sigurmarkið kom í uppbótartíma leiksins. 6. apríl 2021 20:55 Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Sáttur með hvernig liðið hefur brugðist við áskorunum tímabilsins Kevin De Bruyne skoraði fyrra mark Manchester City í 2-1 sigri á Borussia Dortmund í kvöld er liðin mættust í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Þá var De Bruyne ein aðalástæða þess að Phil Foden skoraði sigurmark leiksins undir lok leiks. 6. apríl 2021 21:25
Foden hetja Manchester City í torsóttum sigri Manchester City lagði Borussia Dortmund 2-1 í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hinn ungi Phil Foden reyndist hetja City en sigurmarkið kom í uppbótartíma leiksins. 6. apríl 2021 20:55