Fótbolti

Valencia gengu af velli eftir meinta kynþáttafordóma

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Mouctar Diakhaby, leikmaður Valencia, og liðsfélagar hans gengu af velli eftir meinta kynþáttafordóma.
Mouctar Diakhaby, leikmaður Valencia, og liðsfélagar hans gengu af velli eftir meinta kynþáttafordóma. Alex Caparros/Getty Images

Leikmenn Valencia gengu af velli þegar liðið mætti Cadiz í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Þegar rétt rúmur hálftími var liðin af leiknum lenti Juan Cala, varnarmanni Cadiz, og Mouctar Diakhaby, varnarmanni Valencia saman. Diakhaby ásakaði Cala um kynþáttafordóma og gekk af velli ásamt liðsfélögum sínum.

Staðan var 1-1 þegar atvikið átti sér stað. Juan Cala hafði komið heimamönnum í Cadiz yfir á 14. mínútu, en Kevin Gameiro jafnaði metin fimm mínútum síðar.

Á 30. mínútu tóku Cadiz aukaspyrnu, en þegar aukaspyrnan var tekin lenti honum og Juan Cala saman. Eftir stutt orðaskipti þurftu leikmenn beggja liða að halda aftur af Diakhaby.

Leikurinn var stöðvaður og þegar dómari leiksins spurði Diahkaby út í hvað hefði gerst, gekk hann af velli ásamt liðsfélögum sínum.

Eftir smá fundarhöld leikmanna Valencia ákváðu þeir að halda áfram leik. Mouctar Diahkaby snéri þó ekki aftur á völlinn. Juan Cala spilaði hinsvegar áfram, en var skipt af velli í hálfleik.

Svo fór að Cadiz fór með sigur af hólmi, en það var Marcos Mauro sem skoraði sigurmarkið á 88. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×