Durant sektaður vegna einkaskilaboða á Twitter Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. apríl 2021 11:31 Durant á það til að eyða frítíma sínum í að rífast við fólk á samfélagsmiðlum. Elsa/Getty Images Kevin Durant, leikmaður Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta, var sektaður um 50 þúsund dollara í gær, föstudag, fyrir að urða yfir leikarann Michael Rapaport í einkaskilaboðum á Twitter. Durant lét gamminn geysa – eða fingurna öllu heldur – á Twitter í samtali sem nær aftur til síðasta árs. Hinn 51 árs gamli Rapaport gerði garðinn frægan í þáttunum Boston Public og svo í stórmyndum á borð við Deep Blue Sea en hefur fært sig yfir í hlaðvörp á undanförnum misserum. Rapaport er stuðningsmaður New York Knicks og hefur því nýtt tækifærið til að grafa undan einum besta leikmanni Brooklyn Nets þegar tækifæri gafst, og eftir að Durant fór yfir strikið. I receive threats and disgusting messages DAILY, but never in my wildest dreams did I think @KDTrey5 would be among them. The himself is now threatening me, bringing up my wife and wants to fight. This is supposed to be America s sweetheart right? #ImDaRealMVP pic.twitter.com/l1VQfGMMRF— MichaelRapaport (@MichaelRapaport) March 30, 2021 Durant kallaði leikarann öllum illum nöfnum ásamt því að móðga eiginkonu hans. Var sumt af því sem Durant lét falla túlkað sem hómófóbískt og það er ekki boðlegt af hálfu NBA-deildarinnar. Durant þarf nú að borga 50 þúsund Bandaríkjadali í sekt eða rúmar 6.3 milljónir íslenskra króna. Eftir að samskiptin voru opinberuð hefur Durant beðist afsökunar en samt sem áður bent á að hann og „Mike“ tali reglulega saman og þá sé það mun verra en það sem leikarinn birti. I m sorry that people seen that language I used. That s not really what I want people to see and hear from me KD addresses his social media exchanges with Michael Rapaport(via @SNYNets)pic.twitter.com/mUnIxWFNzd— Bleacher Report (@BleacherReport) April 1, 2021 Durant hefur lengi verið umdeildur á samfélagsmiðlum en hann er duglegur að svara fyrir sig og þá viðurkenndi leikmaðurinn að hann ætti „burner“ aðgang sem hann notaði til að verja sig fyrir gagnrýni. Hinn 32 ára gamli Durant samdi við ofurlið Nets sumarið 2019 í þeirri von um að landa sínum þriðja meistaratitli. Hann var frá allt síðasta tímabil eftir að hafa slitið hásin tímabilið á undan. Hann hefur spilað einkar vel það sem af er þessari leiktíð, það er þegar hann er heill. Durant er með 29 stig, 7.3 fráköst og 5.3 stoðsendingar að meðaltali í þeim 19 leikjum sem hann hefur spilað á leiktíðinni. Hann hefur hins vegar ekki spilað síðan 13. febrúar vegna meiðsla aftan í læri. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Jazz setti félagsmet, Suns sjóðandi, Giannis geggjaður og Kuzma skaut Kings í kaf Alls fóru tíu leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og það er af nægu að taka. 3. apríl 2021 10:16 Sögulegur sigur Toronto Raptors Toronto Raptors vann í nótt sinn stærsta sigur frá upphafi í NBA-deildinni í körfubolta. Liðið lagði Golden State Warriors með 53 stiga mun hvorki meira né minna, lokatölur 130-77. Golden State hefur nú tapað sjö af síðustu átta leikjum sínum. 3. apríl 2021 09:46 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Durant lét gamminn geysa – eða fingurna öllu heldur – á Twitter í samtali sem nær aftur til síðasta árs. Hinn 51 árs gamli Rapaport gerði garðinn frægan í þáttunum Boston Public og svo í stórmyndum á borð við Deep Blue Sea en hefur fært sig yfir í hlaðvörp á undanförnum misserum. Rapaport er stuðningsmaður New York Knicks og hefur því nýtt tækifærið til að grafa undan einum besta leikmanni Brooklyn Nets þegar tækifæri gafst, og eftir að Durant fór yfir strikið. I receive threats and disgusting messages DAILY, but never in my wildest dreams did I think @KDTrey5 would be among them. The himself is now threatening me, bringing up my wife and wants to fight. This is supposed to be America s sweetheart right? #ImDaRealMVP pic.twitter.com/l1VQfGMMRF— MichaelRapaport (@MichaelRapaport) March 30, 2021 Durant kallaði leikarann öllum illum nöfnum ásamt því að móðga eiginkonu hans. Var sumt af því sem Durant lét falla túlkað sem hómófóbískt og það er ekki boðlegt af hálfu NBA-deildarinnar. Durant þarf nú að borga 50 þúsund Bandaríkjadali í sekt eða rúmar 6.3 milljónir íslenskra króna. Eftir að samskiptin voru opinberuð hefur Durant beðist afsökunar en samt sem áður bent á að hann og „Mike“ tali reglulega saman og þá sé það mun verra en það sem leikarinn birti. I m sorry that people seen that language I used. That s not really what I want people to see and hear from me KD addresses his social media exchanges with Michael Rapaport(via @SNYNets)pic.twitter.com/mUnIxWFNzd— Bleacher Report (@BleacherReport) April 1, 2021 Durant hefur lengi verið umdeildur á samfélagsmiðlum en hann er duglegur að svara fyrir sig og þá viðurkenndi leikmaðurinn að hann ætti „burner“ aðgang sem hann notaði til að verja sig fyrir gagnrýni. Hinn 32 ára gamli Durant samdi við ofurlið Nets sumarið 2019 í þeirri von um að landa sínum þriðja meistaratitli. Hann var frá allt síðasta tímabil eftir að hafa slitið hásin tímabilið á undan. Hann hefur spilað einkar vel það sem af er þessari leiktíð, það er þegar hann er heill. Durant er með 29 stig, 7.3 fráköst og 5.3 stoðsendingar að meðaltali í þeim 19 leikjum sem hann hefur spilað á leiktíðinni. Hann hefur hins vegar ekki spilað síðan 13. febrúar vegna meiðsla aftan í læri.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Jazz setti félagsmet, Suns sjóðandi, Giannis geggjaður og Kuzma skaut Kings í kaf Alls fóru tíu leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og það er af nægu að taka. 3. apríl 2021 10:16 Sögulegur sigur Toronto Raptors Toronto Raptors vann í nótt sinn stærsta sigur frá upphafi í NBA-deildinni í körfubolta. Liðið lagði Golden State Warriors með 53 stiga mun hvorki meira né minna, lokatölur 130-77. Golden State hefur nú tapað sjö af síðustu átta leikjum sínum. 3. apríl 2021 09:46 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Jazz setti félagsmet, Suns sjóðandi, Giannis geggjaður og Kuzma skaut Kings í kaf Alls fóru tíu leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og það er af nægu að taka. 3. apríl 2021 10:16
Sögulegur sigur Toronto Raptors Toronto Raptors vann í nótt sinn stærsta sigur frá upphafi í NBA-deildinni í körfubolta. Liðið lagði Golden State Warriors með 53 stiga mun hvorki meira né minna, lokatölur 130-77. Golden State hefur nú tapað sjö af síðustu átta leikjum sínum. 3. apríl 2021 09:46