Við erum öll stórgölluð en stórkostleg Stefán Árni Pálsson skrifar 30. mars 2021 13:31 Á kaflaskiptri ævi segist Halldóra hafa rekist á marga veggi. Vísir/Vilhelm Halldóra Mogensen starfar í dag sem þingmaður fyrir Pírata, þrátt fyrir að hafa aldrei geta séð fyrir sér að vinna á þeim vettvangi á sínum tíma. Lífshlaup hennar hefur verið erfitt á köflum en á sama tíma hálf lygilegt og hefur Halldóra upplifað ótrúlegustu hluti. Sem barn flutti hún mikið og upplifði oft á tíðum algjört rótleysi. Halldóra er alin upp af einstæðri móður, hún var lögð í gróft einelti í æsku, flakkaði milli skóla beggja vegna Atlantshafsins og stoppaði sjaldan lengi á hverjum stað. Fyrir vikið var hún vinafá, með brotna sjálfsmynd og í leit að tilgangi. Í leitinni var víða komið við; meðal annars lék hún vændiskonu í bresku sjónvarpi, söng á sviði með stórstjörnum, hannaði föt fyrir mótmælendur, keppti í pool og endaði að lokum á þingi, þá einstæð móðir með ungt barn. Halldóra er gestur vikunnar í Einkalífinu. Á kaflaskiptri ævi segist hún hafa rekist á marga veggi, sem hafi afhjúpað galla hennar og veikleika. Til að mynda segist Halldóra hafa verið undir miklu álagi á námsárum sínum, eftir langan skóladag hafi hún unnið fram á nótt, og fyrir vikið hafi hún leitað í örvandi efni til að halda sér gangandi. Hún hafi að endingu áttað sig á því að það gengi ekki til lengdar og sagt skilið við efnin, með stuðningi fjölskyldu sinnar og vina. Þau hafi fengið hana til að átta sig á því að hún væri komin á endastöð, þetta væri ekki jafn skemmtilegt og hún héldi. Í stað þess að rífa sig niður segist Halldóra hafa tekið bresti sína í sátt og notað þá til frekari vaxtar. „Ég hef lagt mikla áherslu á það í mínu lífi að draga lærdóm af hlutum. Allir sem að ég hitti, allt sem ég lendi í, ég hugsa alltaf hvaða lærdóm ég dregið af því,“ segir Halldóra. Það noti hún til að styrkja sig sem manneskju. „Ég hef verið opin fyrir því að skoða mína eigin galla. Frekar heldur en að vera í endalausri baráttu við gallana mína, að reyna að laga þá, að taka þá svolítið í sátt. Taka utan um sjálfa mig, þykja vænt um mig - þrátt fyrir mína galla,“ segir Halldóra. „Við erum öll stórgölluð, en við erum öll líka stórkostleg. Það er er ekkert hægt að aðskilja fólk frá því sem það gerir illa, við þurfum bara að læra að hafa meiri þolinmæði hvort fyrir öðru.“ Í þættinum hér að ofan fer Halldóra í gegnum erfiða æsku, hvernig hún fann sig aldrei í menntakerfinu, barneignir, móðurhlutverkið, erfiðleika sem hún glímdi við í tengslum við fíkniefni og svo segir hún nokkrar lygilegar sögur, eins og þegar hún fór á Óskarinn. Einkalífið Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira
Lífshlaup hennar hefur verið erfitt á köflum en á sama tíma hálf lygilegt og hefur Halldóra upplifað ótrúlegustu hluti. Sem barn flutti hún mikið og upplifði oft á tíðum algjört rótleysi. Halldóra er alin upp af einstæðri móður, hún var lögð í gróft einelti í æsku, flakkaði milli skóla beggja vegna Atlantshafsins og stoppaði sjaldan lengi á hverjum stað. Fyrir vikið var hún vinafá, með brotna sjálfsmynd og í leit að tilgangi. Í leitinni var víða komið við; meðal annars lék hún vændiskonu í bresku sjónvarpi, söng á sviði með stórstjörnum, hannaði föt fyrir mótmælendur, keppti í pool og endaði að lokum á þingi, þá einstæð móðir með ungt barn. Halldóra er gestur vikunnar í Einkalífinu. Á kaflaskiptri ævi segist hún hafa rekist á marga veggi, sem hafi afhjúpað galla hennar og veikleika. Til að mynda segist Halldóra hafa verið undir miklu álagi á námsárum sínum, eftir langan skóladag hafi hún unnið fram á nótt, og fyrir vikið hafi hún leitað í örvandi efni til að halda sér gangandi. Hún hafi að endingu áttað sig á því að það gengi ekki til lengdar og sagt skilið við efnin, með stuðningi fjölskyldu sinnar og vina. Þau hafi fengið hana til að átta sig á því að hún væri komin á endastöð, þetta væri ekki jafn skemmtilegt og hún héldi. Í stað þess að rífa sig niður segist Halldóra hafa tekið bresti sína í sátt og notað þá til frekari vaxtar. „Ég hef lagt mikla áherslu á það í mínu lífi að draga lærdóm af hlutum. Allir sem að ég hitti, allt sem ég lendi í, ég hugsa alltaf hvaða lærdóm ég dregið af því,“ segir Halldóra. Það noti hún til að styrkja sig sem manneskju. „Ég hef verið opin fyrir því að skoða mína eigin galla. Frekar heldur en að vera í endalausri baráttu við gallana mína, að reyna að laga þá, að taka þá svolítið í sátt. Taka utan um sjálfa mig, þykja vænt um mig - þrátt fyrir mína galla,“ segir Halldóra. „Við erum öll stórgölluð, en við erum öll líka stórkostleg. Það er er ekkert hægt að aðskilja fólk frá því sem það gerir illa, við þurfum bara að læra að hafa meiri þolinmæði hvort fyrir öðru.“ Í þættinum hér að ofan fer Halldóra í gegnum erfiða æsku, hvernig hún fann sig aldrei í menntakerfinu, barneignir, móðurhlutverkið, erfiðleika sem hún glímdi við í tengslum við fíkniefni og svo segir hún nokkrar lygilegar sögur, eins og þegar hún fór á Óskarinn.
Einkalífið Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira