Lagið er löngu orðið sígilt hér á landi, en lagið og textinn er eftir Eyjamenninna Oddgeir Kristjánsson og Ása í bæ.
Stór partur af laginu verður notaður í einni af mest áberandi senu þáttarins. Það voru tónlistarráðgjafar þáttanna sem óskuðu eftir laginu í kjölfar samstarfs útgáfufyrirtækisins Öldu Music og HyperExtension í Los Angeles, sem sérhæfir sig í að koma tónlist á framfæri í kvikmyndum og þáttum í Bandaríkjunum.
Hér að neðan má sjá brot úr þættinum sem fer í loftið á miðvikudagskvöldið og má þar heyra undurfagra rödd Ellyjar Vilhjálms. Undir lok þáttarins má einnig heyra lag með Sigur Rós.