Nýr Mercedes-Benz EQA rafbíll lentur á landinu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 26. mars 2021 07:00 Mercedes-Benz EQA 250. Nýr EQA er kominn til landsins og er til sýnis og reynsluaksturs í sýningarsal Mercedes-Benz, hjá Öskju á Krókhálsi 11. EQA er hreinn rafbíll sem hefur 426 km drægni. Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Öskju. Mikil eftirvænting hefur ríkt eftir komu þessa netta, rafdrifna sportjeppa sem er þriðji rafbíllinn í EQ línu Mercedes-Benz. Nýr EQA er hreinn rafbíll með allt að 426 km drægni samkvæmt WLTP staðli og engan útblástur. Bíllinn er búinn öflugum 66,5 kW rafhlöðum og útbúinn 190 hestafla rafmótor sem skilar honum úr kyrrstöðu í hundraðið 7,9 sekúndum ef miðað er við EQA 250. Hámarkstog EQA 250 er 375 Nm. Von er á EQA með fjórhjóladrifi strax í sumar en sala á þeim bíl er einnig hafin hjá Öskju. Sá bíll verður í boði með allt að 285 hestafla útfærslu sem er aðeins 5,5 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið. EQA er byggður á hinum nýja MFA2 undirvagni frá Mercedes-Benz sem verður einnig notaður í EQB en sá bíll verður 7 manna rafdrifinn fjölskyldujepplingur – sá fyrsti frá Mercedes-Benz. Hönnun EQA er flott og framsækin og í anda EQ stefnu þýska lúxusbílaframleiðandans og á hann margt að sækja í EQC, fyrsta rafsportjeppa Mercedes-Benz. Má þar nefna LED línu á fram- og afturljósum bílsins og sportlegt grillið að framan. EQA verður í boði í þremur útfærslum; Pure, Progregressive og Power en grunnútfærsla bílsins er þegar mjög vel útbúinn. Til dæmis má nefna 2x 10,25” stafrænt stjórnrými með MBUX margmiðlunarkerfi, bakkmyndavél, blindpunktsaðvörun, íslenskt leiðsögukerfi, Apple CarPlay, lykillaust aðgengi o.fl. Bíllinn er auk þess búinn öllum helstu öryggis- og akstursaðstoðarkerfum frá Mercedes-Benz. EQA er einnig með snjallri hleðslutækni sem býður upp á ýmsa möguleika varðandi hleðslu. EQA er með 100kW DC hraðhleðslugetu og 11kW AC hleðslugetu. Því er hægt er að hlaða bílinn allt að 80% á 30 mínútum í hraðhleðslu en það tekur um 5 klukkustundir og 45 mínútur að fullhlaða í venjulegri heimahleðslustöð og u.þ.b. 4 klst frá 10-80%. Það er mikið um að vera hjá Mercedes-Benz í rafbílaþróuninni. Þess má geta að nýir EQS og EQB verða heimsfrumsýndir 15. og 18. apríl næstkomandi. Vistvænir bílar Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent
Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Öskju. Mikil eftirvænting hefur ríkt eftir komu þessa netta, rafdrifna sportjeppa sem er þriðji rafbíllinn í EQ línu Mercedes-Benz. Nýr EQA er hreinn rafbíll með allt að 426 km drægni samkvæmt WLTP staðli og engan útblástur. Bíllinn er búinn öflugum 66,5 kW rafhlöðum og útbúinn 190 hestafla rafmótor sem skilar honum úr kyrrstöðu í hundraðið 7,9 sekúndum ef miðað er við EQA 250. Hámarkstog EQA 250 er 375 Nm. Von er á EQA með fjórhjóladrifi strax í sumar en sala á þeim bíl er einnig hafin hjá Öskju. Sá bíll verður í boði með allt að 285 hestafla útfærslu sem er aðeins 5,5 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið. EQA er byggður á hinum nýja MFA2 undirvagni frá Mercedes-Benz sem verður einnig notaður í EQB en sá bíll verður 7 manna rafdrifinn fjölskyldujepplingur – sá fyrsti frá Mercedes-Benz. Hönnun EQA er flott og framsækin og í anda EQ stefnu þýska lúxusbílaframleiðandans og á hann margt að sækja í EQC, fyrsta rafsportjeppa Mercedes-Benz. Má þar nefna LED línu á fram- og afturljósum bílsins og sportlegt grillið að framan. EQA verður í boði í þremur útfærslum; Pure, Progregressive og Power en grunnútfærsla bílsins er þegar mjög vel útbúinn. Til dæmis má nefna 2x 10,25” stafrænt stjórnrými með MBUX margmiðlunarkerfi, bakkmyndavél, blindpunktsaðvörun, íslenskt leiðsögukerfi, Apple CarPlay, lykillaust aðgengi o.fl. Bíllinn er auk þess búinn öllum helstu öryggis- og akstursaðstoðarkerfum frá Mercedes-Benz. EQA er einnig með snjallri hleðslutækni sem býður upp á ýmsa möguleika varðandi hleðslu. EQA er með 100kW DC hraðhleðslugetu og 11kW AC hleðslugetu. Því er hægt er að hlaða bílinn allt að 80% á 30 mínútum í hraðhleðslu en það tekur um 5 klukkustundir og 45 mínútur að fullhlaða í venjulegri heimahleðslustöð og u.þ.b. 4 klst frá 10-80%. Það er mikið um að vera hjá Mercedes-Benz í rafbílaþróuninni. Þess má geta að nýir EQS og EQB verða heimsfrumsýndir 15. og 18. apríl næstkomandi.
Vistvænir bílar Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent