Netflix birtir fyrstu myndirnar úr Kötlu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. mars 2021 08:06 Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem tónlistarkonan GDRN, fer með hlutverk í þáttunum. Lilja Jónsdóttir/Netflix Bandaríska streymisveitan Netflix birtir í dag fyrstu myndirnar úr íslensku þáttaröðinni Kötlu en Katla er fyrsta íslenska þáttaröðin sem framleidd er fyrir streymisveituna. Leikstjórar þáttanna er Baltasar Kormákur, Börkur Sigthorsson og Thora Hilmarsdóttir. Þáttaröðin telur átta þætti og verða þeir teknir til sýninga á Netflix fljótlega. „Einu ári eftir eldgos í Kötlu hefur lífið í friðsæla smábænum Vík breyst til muna. Eldstöðin er ennþá virk og jökulísinn ofan við gosopið að einhverjum hluta bráðnaður. Bærinn hefur verið rýmdur og eins svæðið í kring en einungis er hægt að komast þangað með því að fara yfir Markarfljót. Þeir örfáu bæjarbúar sem eftir eru ná að halda nauðsynlegri þjónustu í samfélaginu gangandi og þrátt fyrir frábæra staðsetninguna er Vík orðin að nokkurs konar draugabæ. Ástandið verður svo enn ógnvænlegra þegar dularfull fyrirbæri byrja að koma undan jöklinum og hafa í för með sér afleiðingar sem enginn gat séð fyrir,“ segir í tilkynningu. Með hlutverk í Kötlu fara þau Guðrún Ýr Eyfjörð, Íris Tanja Flygenring, Ingvar Sigurðsson, Þorsteinn Bachmann, Sólveig Arnarsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Baltasar Breki, Björn Thors, Haraldur Ari Stefánsson, Birgitta Birgisdóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Aldís Amah Hamilton, Hlynur Atli Harðarson og Svíarnir Aliette Opheim og Valter Skarsgård. Handritshöfundar eru Baltasar Kormákur, Sigurjón Kjartansson, Davíð Már Stefánsson og Lilja Sigurðardóttir. Í tilkynningu segir að um sé að ræða tilfinningaþrungna og dularfulla vísindaskáldsöguþætti.Lilja Jónsdóttir/Netflix Íris Tanja Flygenring í hlutverki sínu í Kötlu.Lilja Jónsdóttir/Netflix Katla gerist í Vík í Mýrdal og draga þættirnir nafn sitt af hinni þekktu eldstöð í Mýrdalsjökli. Sænska leikkonan Aliette Opheim sést hér í hlutverki sínu í þáttunum.Lilja Jónsdóttir/Netflix Baltasar Kormákur leikstýrir þáttunum og skrifar handritið ásamt þeim Sigurjóni Kjartanssyni, Davíð Má Stefánssyni og Lilju Sigurðardóttur.Lilja Jónsdóttir/Netflix Baltasar Kormákur og Guðrún Ýr Eyfjörð við tökur á þáttunum.Lilja Jónsdóttir/Netflix Ástandið í Vík verður enn ógnvænlegra þegar dularfull fyrirbæri byrja að koma undan jöklinum.Lilja Jónsdóttir/Netflix Þættirnir verða sýndir á Netflix fljótlega.Lilja Jónsdóttir/Netflix Ingvar E. Sigurðsson fer með hlutverk í þáttunum.Lilja Jónsdóttir/Netflix Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Þáttaröðin telur átta þætti og verða þeir teknir til sýninga á Netflix fljótlega. „Einu ári eftir eldgos í Kötlu hefur lífið í friðsæla smábænum Vík breyst til muna. Eldstöðin er ennþá virk og jökulísinn ofan við gosopið að einhverjum hluta bráðnaður. Bærinn hefur verið rýmdur og eins svæðið í kring en einungis er hægt að komast þangað með því að fara yfir Markarfljót. Þeir örfáu bæjarbúar sem eftir eru ná að halda nauðsynlegri þjónustu í samfélaginu gangandi og þrátt fyrir frábæra staðsetninguna er Vík orðin að nokkurs konar draugabæ. Ástandið verður svo enn ógnvænlegra þegar dularfull fyrirbæri byrja að koma undan jöklinum og hafa í för með sér afleiðingar sem enginn gat séð fyrir,“ segir í tilkynningu. Með hlutverk í Kötlu fara þau Guðrún Ýr Eyfjörð, Íris Tanja Flygenring, Ingvar Sigurðsson, Þorsteinn Bachmann, Sólveig Arnarsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Baltasar Breki, Björn Thors, Haraldur Ari Stefánsson, Birgitta Birgisdóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Aldís Amah Hamilton, Hlynur Atli Harðarson og Svíarnir Aliette Opheim og Valter Skarsgård. Handritshöfundar eru Baltasar Kormákur, Sigurjón Kjartansson, Davíð Már Stefánsson og Lilja Sigurðardóttir. Í tilkynningu segir að um sé að ræða tilfinningaþrungna og dularfulla vísindaskáldsöguþætti.Lilja Jónsdóttir/Netflix Íris Tanja Flygenring í hlutverki sínu í Kötlu.Lilja Jónsdóttir/Netflix Katla gerist í Vík í Mýrdal og draga þættirnir nafn sitt af hinni þekktu eldstöð í Mýrdalsjökli. Sænska leikkonan Aliette Opheim sést hér í hlutverki sínu í þáttunum.Lilja Jónsdóttir/Netflix Baltasar Kormákur leikstýrir þáttunum og skrifar handritið ásamt þeim Sigurjóni Kjartanssyni, Davíð Má Stefánssyni og Lilju Sigurðardóttur.Lilja Jónsdóttir/Netflix Baltasar Kormákur og Guðrún Ýr Eyfjörð við tökur á þáttunum.Lilja Jónsdóttir/Netflix Ástandið í Vík verður enn ógnvænlegra þegar dularfull fyrirbæri byrja að koma undan jöklinum.Lilja Jónsdóttir/Netflix Þættirnir verða sýndir á Netflix fljótlega.Lilja Jónsdóttir/Netflix Ingvar E. Sigurðsson fer með hlutverk í þáttunum.Lilja Jónsdóttir/Netflix
Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira