„Man ekki til þess að ég hafi séð betri karldansara í svona þáttum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 23. mars 2021 07:02 Rúrik Gíslason hefur gjörsamlega farið á kostum í þáttunum. @marinó flóvent/Instagram-síða Rúriks „Það er mjög athyglisvert að fylgjast með frammistöðu Rúriks okkar Gíslasonar í þættinum Let´s Dance í Þýskalandi, sem er systurþáttur okkar Allir geta dansað. Mikið óskaplega hlýtur almættið að hafa verið í góðu skapi þegar það bjó til hann Rúrik. Það er ekki nóg að hann lítur út eins og grískur guð úr fornbókmenntunum, heldur er hann líka algert hæfileikabúnt. Ég er búinn að sjá þrjá dansa sem hann hefur dansað í keppninni og eru þeir hver öðrum betur dansaðir,“ segir Jóhann Gunnar Arnarsson, danssérfræðingur, sem hefur verið dómari í þáttunum Allir geta dansað á Stöð 2 undanfarin ár. Rúrik Gíslason er hreinlega að fara á kostum í dansþættinum Let´s Dance í Þýskalandi en hann dansar þar með Renata Lusin. Á föstudagskvöldið dönsuðu þau jive við lagið Don't Worry, Be Happy. Frammistaða þeirra þótti óaðfinnanleg og gáfu dómararnir Joachim Llambi, Jorge González og Motsi Mabuse öll parinu 10 stig í einkunn sem er besta einkunn sem hægt er að fá, samanlagt 30 stig. „Fyrsti dansinn var salsa. Ekki datt mér í hug að fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu gæti dansað á þennan hátt með öllum þeim mjaðmahreyfingum og öðru sem til þarf. Geggjað cucaracha í upphafi, sem margur dansarinn gæti verið stoltur af, kraftur og flottar línur. Ef það er eitthvað sem ég hefði bent honum á að bæta, þá væri það að lifa sig aðeins betur inn í dansinn og færa þyngdarpunktinn örlítið framar. Sem fyrsti dans var þetta í rauninni ótrúlega vel gert.“ Hann segir að næsti dansinn hjá honum hafi varið Vínarvals. Hlýtur að vinna „Þar var innlifunin heldur betur komin og dansinn ótrúlega leikrænn og rómantískur. Mætti kannski segja að þetta væri Vínarvalsútgáfan af 50 gráum skuggum, eins og einn dómarinn komst að orði. Rúrik og Renata svifu hreinlega um gólfið af miklum krafti og höfðu mjög flotta og góða yfirferð og fótaburður til fyrirmyndar. Það var meira að segja töluvert um swing og sway, sem er mjög erfitt að framkvæma fyrir byrjendur í dansi. Það er í raun lítið hægt að setja út þessa frammistöðu, annað en að enn mætti hann passa að flytja þyngdarpunktinn örlítið framar og passa upp á vinstri höndina sína í dansstöðunni, passa að ýta henni ekki of langt fram. Frábær frammistaða samt í Vínarvalsi.“ Jóhann var vægast sagt hrifinn af frammistöðunni hans Rúriks um helgina en eins og áður segir dansaði hann jive. „Svei mér þá ef þetta er ekki besta jive sem ég hef séð í þáttum sem þessum. Mikið af erfiðum sporum og tímasetningum sem hann leysti rosalega vel. Þyngdarpunkturinn er kominn framar, og jive-ið var ótrúlega létt og skemmtilegt hjá þeim og gríðarlega vel útfært. Línur enn og aftur hreinar og flottar. Miðað við aðra keppendur í þessari keppni í Þýskalandi, hann ber hreinlega af í hæfileikum á danssviðinu, hann er bara í allt annarri deild en þeir og hlýtur að vinna keppnina, það bara hlýtur að vera. Ég hreinlega man ekki til þess að ég hafi séð betri karldansara í svona þáttum, nokkurn tímann.“ Allir geta dansað Dans Íslendingar erlendis Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Sjá meira
Rúrik Gíslason er hreinlega að fara á kostum í dansþættinum Let´s Dance í Þýskalandi en hann dansar þar með Renata Lusin. Á föstudagskvöldið dönsuðu þau jive við lagið Don't Worry, Be Happy. Frammistaða þeirra þótti óaðfinnanleg og gáfu dómararnir Joachim Llambi, Jorge González og Motsi Mabuse öll parinu 10 stig í einkunn sem er besta einkunn sem hægt er að fá, samanlagt 30 stig. „Fyrsti dansinn var salsa. Ekki datt mér í hug að fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu gæti dansað á þennan hátt með öllum þeim mjaðmahreyfingum og öðru sem til þarf. Geggjað cucaracha í upphafi, sem margur dansarinn gæti verið stoltur af, kraftur og flottar línur. Ef það er eitthvað sem ég hefði bent honum á að bæta, þá væri það að lifa sig aðeins betur inn í dansinn og færa þyngdarpunktinn örlítið framar. Sem fyrsti dans var þetta í rauninni ótrúlega vel gert.“ Hann segir að næsti dansinn hjá honum hafi varið Vínarvals. Hlýtur að vinna „Þar var innlifunin heldur betur komin og dansinn ótrúlega leikrænn og rómantískur. Mætti kannski segja að þetta væri Vínarvalsútgáfan af 50 gráum skuggum, eins og einn dómarinn komst að orði. Rúrik og Renata svifu hreinlega um gólfið af miklum krafti og höfðu mjög flotta og góða yfirferð og fótaburður til fyrirmyndar. Það var meira að segja töluvert um swing og sway, sem er mjög erfitt að framkvæma fyrir byrjendur í dansi. Það er í raun lítið hægt að setja út þessa frammistöðu, annað en að enn mætti hann passa að flytja þyngdarpunktinn örlítið framar og passa upp á vinstri höndina sína í dansstöðunni, passa að ýta henni ekki of langt fram. Frábær frammistaða samt í Vínarvalsi.“ Jóhann var vægast sagt hrifinn af frammistöðunni hans Rúriks um helgina en eins og áður segir dansaði hann jive. „Svei mér þá ef þetta er ekki besta jive sem ég hef séð í þáttum sem þessum. Mikið af erfiðum sporum og tímasetningum sem hann leysti rosalega vel. Þyngdarpunkturinn er kominn framar, og jive-ið var ótrúlega létt og skemmtilegt hjá þeim og gríðarlega vel útfært. Línur enn og aftur hreinar og flottar. Miðað við aðra keppendur í þessari keppni í Þýskalandi, hann ber hreinlega af í hæfileikum á danssviðinu, hann er bara í allt annarri deild en þeir og hlýtur að vinna keppnina, það bara hlýtur að vera. Ég hreinlega man ekki til þess að ég hafi séð betri karldansara í svona þáttum, nokkurn tímann.“
Allir geta dansað Dans Íslendingar erlendis Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Sjá meira