„Man ekki til þess að ég hafi séð betri karldansara í svona þáttum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 23. mars 2021 07:02 Rúrik Gíslason hefur gjörsamlega farið á kostum í þáttunum. @marinó flóvent/Instagram-síða Rúriks „Það er mjög athyglisvert að fylgjast með frammistöðu Rúriks okkar Gíslasonar í þættinum Let´s Dance í Þýskalandi, sem er systurþáttur okkar Allir geta dansað. Mikið óskaplega hlýtur almættið að hafa verið í góðu skapi þegar það bjó til hann Rúrik. Það er ekki nóg að hann lítur út eins og grískur guð úr fornbókmenntunum, heldur er hann líka algert hæfileikabúnt. Ég er búinn að sjá þrjá dansa sem hann hefur dansað í keppninni og eru þeir hver öðrum betur dansaðir,“ segir Jóhann Gunnar Arnarsson, danssérfræðingur, sem hefur verið dómari í þáttunum Allir geta dansað á Stöð 2 undanfarin ár. Rúrik Gíslason er hreinlega að fara á kostum í dansþættinum Let´s Dance í Þýskalandi en hann dansar þar með Renata Lusin. Á föstudagskvöldið dönsuðu þau jive við lagið Don't Worry, Be Happy. Frammistaða þeirra þótti óaðfinnanleg og gáfu dómararnir Joachim Llambi, Jorge González og Motsi Mabuse öll parinu 10 stig í einkunn sem er besta einkunn sem hægt er að fá, samanlagt 30 stig. „Fyrsti dansinn var salsa. Ekki datt mér í hug að fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu gæti dansað á þennan hátt með öllum þeim mjaðmahreyfingum og öðru sem til þarf. Geggjað cucaracha í upphafi, sem margur dansarinn gæti verið stoltur af, kraftur og flottar línur. Ef það er eitthvað sem ég hefði bent honum á að bæta, þá væri það að lifa sig aðeins betur inn í dansinn og færa þyngdarpunktinn örlítið framar. Sem fyrsti dans var þetta í rauninni ótrúlega vel gert.“ Hann segir að næsti dansinn hjá honum hafi varið Vínarvals. Hlýtur að vinna „Þar var innlifunin heldur betur komin og dansinn ótrúlega leikrænn og rómantískur. Mætti kannski segja að þetta væri Vínarvalsútgáfan af 50 gráum skuggum, eins og einn dómarinn komst að orði. Rúrik og Renata svifu hreinlega um gólfið af miklum krafti og höfðu mjög flotta og góða yfirferð og fótaburður til fyrirmyndar. Það var meira að segja töluvert um swing og sway, sem er mjög erfitt að framkvæma fyrir byrjendur í dansi. Það er í raun lítið hægt að setja út þessa frammistöðu, annað en að enn mætti hann passa að flytja þyngdarpunktinn örlítið framar og passa upp á vinstri höndina sína í dansstöðunni, passa að ýta henni ekki of langt fram. Frábær frammistaða samt í Vínarvalsi.“ Jóhann var vægast sagt hrifinn af frammistöðunni hans Rúriks um helgina en eins og áður segir dansaði hann jive. „Svei mér þá ef þetta er ekki besta jive sem ég hef séð í þáttum sem þessum. Mikið af erfiðum sporum og tímasetningum sem hann leysti rosalega vel. Þyngdarpunkturinn er kominn framar, og jive-ið var ótrúlega létt og skemmtilegt hjá þeim og gríðarlega vel útfært. Línur enn og aftur hreinar og flottar. Miðað við aðra keppendur í þessari keppni í Þýskalandi, hann ber hreinlega af í hæfileikum á danssviðinu, hann er bara í allt annarri deild en þeir og hlýtur að vinna keppnina, það bara hlýtur að vera. Ég hreinlega man ekki til þess að ég hafi séð betri karldansara í svona þáttum, nokkurn tímann.“ Allir geta dansað Dans Íslendingar erlendis Mest lesið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Sjá meira
Rúrik Gíslason er hreinlega að fara á kostum í dansþættinum Let´s Dance í Þýskalandi en hann dansar þar með Renata Lusin. Á föstudagskvöldið dönsuðu þau jive við lagið Don't Worry, Be Happy. Frammistaða þeirra þótti óaðfinnanleg og gáfu dómararnir Joachim Llambi, Jorge González og Motsi Mabuse öll parinu 10 stig í einkunn sem er besta einkunn sem hægt er að fá, samanlagt 30 stig. „Fyrsti dansinn var salsa. Ekki datt mér í hug að fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu gæti dansað á þennan hátt með öllum þeim mjaðmahreyfingum og öðru sem til þarf. Geggjað cucaracha í upphafi, sem margur dansarinn gæti verið stoltur af, kraftur og flottar línur. Ef það er eitthvað sem ég hefði bent honum á að bæta, þá væri það að lifa sig aðeins betur inn í dansinn og færa þyngdarpunktinn örlítið framar. Sem fyrsti dans var þetta í rauninni ótrúlega vel gert.“ Hann segir að næsti dansinn hjá honum hafi varið Vínarvals. Hlýtur að vinna „Þar var innlifunin heldur betur komin og dansinn ótrúlega leikrænn og rómantískur. Mætti kannski segja að þetta væri Vínarvalsútgáfan af 50 gráum skuggum, eins og einn dómarinn komst að orði. Rúrik og Renata svifu hreinlega um gólfið af miklum krafti og höfðu mjög flotta og góða yfirferð og fótaburður til fyrirmyndar. Það var meira að segja töluvert um swing og sway, sem er mjög erfitt að framkvæma fyrir byrjendur í dansi. Það er í raun lítið hægt að setja út þessa frammistöðu, annað en að enn mætti hann passa að flytja þyngdarpunktinn örlítið framar og passa upp á vinstri höndina sína í dansstöðunni, passa að ýta henni ekki of langt fram. Frábær frammistaða samt í Vínarvalsi.“ Jóhann var vægast sagt hrifinn af frammistöðunni hans Rúriks um helgina en eins og áður segir dansaði hann jive. „Svei mér þá ef þetta er ekki besta jive sem ég hef séð í þáttum sem þessum. Mikið af erfiðum sporum og tímasetningum sem hann leysti rosalega vel. Þyngdarpunkturinn er kominn framar, og jive-ið var ótrúlega létt og skemmtilegt hjá þeim og gríðarlega vel útfært. Línur enn og aftur hreinar og flottar. Miðað við aðra keppendur í þessari keppni í Þýskalandi, hann ber hreinlega af í hæfileikum á danssviðinu, hann er bara í allt annarri deild en þeir og hlýtur að vinna keppnina, það bara hlýtur að vera. Ég hreinlega man ekki til þess að ég hafi séð betri karldansara í svona þáttum, nokkurn tímann.“
Allir geta dansað Dans Íslendingar erlendis Mest lesið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Sjá meira