Mestar líkur á enskum úrslitaleik í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2021 11:00 Liverpool maðurinn Sadio Mane með Meistaradeildarbikarinn en Liverpool vann hann síðasta þegar ensk félög mættust í úrslitaleiknum vorið 2019. Getty/Matthias Hangst Manchester City er sem fyrr sigurstranglegasta liðið í Meistaradeildinni í vor en það eru líka mestar líkur á að tvö lið úr ensku úrvalsdeildinni spili til úrslita í Tyrklandi. Það eru aðeins átta lið eftir í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu og nú er jafnframt ljóst hvaða leið bíður þessara átta liða ætli þau alla leið í úrslitaleikinn á Atatürk Ólympíuleikvanginum í Istanbul. Tölfræðisíðan FiveThirtyEight hefur nú sett saman sigurlíkur allra liðanna átta eftir að það var búið að draga bæði í átta liða úrslitin sem og undanúrslitin. The road to Istanbul is set! Which 2 teams will make the final? #UCLdraw | #UCL pic.twitter.com/HdgWQRCMHQ— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 19, 2021 Manchester City er með yfirstöðu í spákeppninni en lærisveinar Pep Guardiola eru eina liðið með meira en helmingslíkur á því að komast alla leið í úrslitaleikinn. Það eru 56 prósent líkur á því að City liði spili til úrslita og 37 prósent líkur á því að liðið vinni Meistaradeildina. Það sem vekur kannski meiri athygli að það eru ekki mestar líkur á því að Manchester City mæti ríkjandi meisturum í Bayern München í úrslitaleiknum en það er ein góð skýring á því. City og Bayern munu nefnilega mætast í undanúrslitunum vinni þau viðureignir sínar í átta liða úrslitunum. Quarter-finals set Plot your own path to the final and decide who lifts the trophy in Istanbul... #UCLbracket | @GazpromFootball | #UCL— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 19, 2021 Fyrir vikið eru meiri líkur hjá Chelsea að komast í úrslitaleikinn (43 prósent) og vinna titilinn (18 prósent) heldur hjá Bayern að komast alla leið (28 prósent) og verja titilinn (16 prósent). Jafnasta viðureign átta liða úrslitanna samkvæmt spánni er aftur á móti einvígi Liverpool og Real Madrid. Bæði eru með fimmtíu prósent líkur á að komast í undanúrslitin en Liverpool er einu prósenti líklegra til að komast í úrslitaleikinn. Það lið sem vinnur einvígi Liverpool og Real Madrid mætir einmitt Chelsea (eða Porto) í undanúrslitunum. Komist Manchester City loksins í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þá eru mestar líkur á því að liðið mæti annaðhvort Chelsea eða Liverpool í alenskum úrslitaleik. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Sjá meira
Það eru aðeins átta lið eftir í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu og nú er jafnframt ljóst hvaða leið bíður þessara átta liða ætli þau alla leið í úrslitaleikinn á Atatürk Ólympíuleikvanginum í Istanbul. Tölfræðisíðan FiveThirtyEight hefur nú sett saman sigurlíkur allra liðanna átta eftir að það var búið að draga bæði í átta liða úrslitin sem og undanúrslitin. The road to Istanbul is set! Which 2 teams will make the final? #UCLdraw | #UCL pic.twitter.com/HdgWQRCMHQ— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 19, 2021 Manchester City er með yfirstöðu í spákeppninni en lærisveinar Pep Guardiola eru eina liðið með meira en helmingslíkur á því að komast alla leið í úrslitaleikinn. Það eru 56 prósent líkur á því að City liði spili til úrslita og 37 prósent líkur á því að liðið vinni Meistaradeildina. Það sem vekur kannski meiri athygli að það eru ekki mestar líkur á því að Manchester City mæti ríkjandi meisturum í Bayern München í úrslitaleiknum en það er ein góð skýring á því. City og Bayern munu nefnilega mætast í undanúrslitunum vinni þau viðureignir sínar í átta liða úrslitunum. Quarter-finals set Plot your own path to the final and decide who lifts the trophy in Istanbul... #UCLbracket | @GazpromFootball | #UCL— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 19, 2021 Fyrir vikið eru meiri líkur hjá Chelsea að komast í úrslitaleikinn (43 prósent) og vinna titilinn (18 prósent) heldur hjá Bayern að komast alla leið (28 prósent) og verja titilinn (16 prósent). Jafnasta viðureign átta liða úrslitanna samkvæmt spánni er aftur á móti einvígi Liverpool og Real Madrid. Bæði eru með fimmtíu prósent líkur á að komast í undanúrslitin en Liverpool er einu prósenti líklegra til að komast í úrslitaleikinn. Það lið sem vinnur einvígi Liverpool og Real Madrid mætir einmitt Chelsea (eða Porto) í undanúrslitunum. Komist Manchester City loksins í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þá eru mestar líkur á því að liðið mæti annaðhvort Chelsea eða Liverpool í alenskum úrslitaleik.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Sjá meira