Tottenham í litlum vandræðum með Aston Villa 21. mars 2021 21:20 Mourinho sótti þrjá punkta á Villa Park í kvöld. vísir/getty Tottenham gerði góða ferð til Birmingham borgar þar sem liðið heimsótti Aston Villa í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Jose Mourinho tefldi þeim Harry Kane og Vinicius fram í fremstu víglínu og þeir sáu um markaskorunina í leiknum. Vinicius kom Tottenham í forystu eftir flottan samleik Kane og Lucas Moura eftir hálftíma leik. Á 68.mínútu gerði Matty Cash sig sekan um slæm mistök þegar hann braut klaufalega á Kane innan vítateigs. Kane tók vítaspyrnuna sjálfur og skoraði af miklu öryggi. Fleiri urðu mörkin ekki og öruggur 0-2 sigur Tottenham staðreynd. Enski boltinn
Tottenham gerði góða ferð til Birmingham borgar þar sem liðið heimsótti Aston Villa í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Jose Mourinho tefldi þeim Harry Kane og Vinicius fram í fremstu víglínu og þeir sáu um markaskorunina í leiknum. Vinicius kom Tottenham í forystu eftir flottan samleik Kane og Lucas Moura eftir hálftíma leik. Á 68.mínútu gerði Matty Cash sig sekan um slæm mistök þegar hann braut klaufalega á Kane innan vítateigs. Kane tók vítaspyrnuna sjálfur og skoraði af miklu öryggi. Fleiri urðu mörkin ekki og öruggur 0-2 sigur Tottenham staðreynd.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti