Man City komið í undanúrslit eftir torsóttan sigur á Everton Arnar Geir Halldórsson skrifar 20. mars 2021 19:26 Kevin De Bruyne hóf leik á bekknum en kom inn í tæka tíð til að tryggja sigurinn. vísir/Getty Manchester City varð í kvöld annað liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum enska bikarsins þegar liðið vann 0-2 sigur á Everton á Goodison Park. Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton og lék allan leikinn á miðjunni. Leikurinn var markalaus allt þar til á 84.mínútu þegar Ilkay Gundogan fylgdi á eftir skoti Aymeric Laporte sem hafnaði í slánni. Skömmu síðar gerði belgíski miðjumaðurinn Kevin De Bruyne út um vonir heimamanna og gulltryggði Man City farseðilinn í undanúrslitin með marki í uppbótartíma. Fyrr í dag tryggði Southampton sér sæti í undanúrslitum en seinni tveir leikirnir í 8-liða úrslitum fara fram á morgun þegar Chelsea og Sheffield United mætast áður en Leicester fær Manchester United í heimsókn. Í kjölfarið verður dregið í undanúrslitaviðureignirnar. Enski boltinn
Manchester City varð í kvöld annað liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum enska bikarsins þegar liðið vann 0-2 sigur á Everton á Goodison Park. Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton og lék allan leikinn á miðjunni. Leikurinn var markalaus allt þar til á 84.mínútu þegar Ilkay Gundogan fylgdi á eftir skoti Aymeric Laporte sem hafnaði í slánni. Skömmu síðar gerði belgíski miðjumaðurinn Kevin De Bruyne út um vonir heimamanna og gulltryggði Man City farseðilinn í undanúrslitin með marki í uppbótartíma. Fyrr í dag tryggði Southampton sér sæti í undanúrslitum en seinni tveir leikirnir í 8-liða úrslitum fara fram á morgun þegar Chelsea og Sheffield United mætast áður en Leicester fær Manchester United í heimsókn. Í kjölfarið verður dregið í undanúrslitaviðureignirnar.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti