Southampton fyrsta liðið í undanúrslit FA bikarsins Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. mars 2021 14:35 Nathan Redmond skoraði tvö mörk fyrir gestina í dag. vísir/getty Southampton heimsótti granna sína í Bournemouth í FA bikarnum í dag. Bournemouth var eina B-deildar liðið sem eftir var í keppninni, en þeir voru ekki mikil fyrirstaða fyrir Úrvalsdeildarlið Southampton. Southampton skoruðu fyrsta mark leiksins eftir aðeins 12 mínútur, en við nánari skoðun með aðstoð myndbanstækni var það þó dæmt af vegna rangstöðu. Á 37. mínútu komust gestirnir þó yfir með löglegu marki. Þar var að verki Moussa Djenepo eftir stoðsendingu frá Nathan Redmond. Redmond var svo sjálfur á ferðinni þegar hann tvöfaldaði forskot sinna manna rétt fyrir hálfleik. Markið þegar ein mínúta var komin fram yfir venjulega leiktíma í fyrri hálfleik, og gestirnir því í góðri stöðu þegar gengið var til búningsherbergja. Nathan Redmond innsiglaði svo sigurinn með sínu öðru márki á 59. mínútu. Southampton eru því komnir í undanúrslit FA bikarsins. Southampton are marching on to Wembley! #EmiratesFACup pic.twitter.com/EDlbXoB8g7— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) March 20, 2021 Enski boltinn
Southampton heimsótti granna sína í Bournemouth í FA bikarnum í dag. Bournemouth var eina B-deildar liðið sem eftir var í keppninni, en þeir voru ekki mikil fyrirstaða fyrir Úrvalsdeildarlið Southampton. Southampton skoruðu fyrsta mark leiksins eftir aðeins 12 mínútur, en við nánari skoðun með aðstoð myndbanstækni var það þó dæmt af vegna rangstöðu. Á 37. mínútu komust gestirnir þó yfir með löglegu marki. Þar var að verki Moussa Djenepo eftir stoðsendingu frá Nathan Redmond. Redmond var svo sjálfur á ferðinni þegar hann tvöfaldaði forskot sinna manna rétt fyrir hálfleik. Markið þegar ein mínúta var komin fram yfir venjulega leiktíma í fyrri hálfleik, og gestirnir því í góðri stöðu þegar gengið var til búningsherbergja. Nathan Redmond innsiglaði svo sigurinn með sínu öðru márki á 59. mínútu. Southampton eru því komnir í undanúrslit FA bikarsins. Southampton are marching on to Wembley! #EmiratesFACup pic.twitter.com/EDlbXoB8g7— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) March 20, 2021
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti