Nú spá helstu veðbankar Íslandi 8. sæti í keppninni og að 4 prósent líkur séu á sigri Daða Freys. Daða var spáð sigri af mörgum veðbönkum á síðasta ári og var þá keppninni aflýst.
RÚV tók í kjölfarið ákvörðun um að senda Daða Frey og Gagnamagnið út í ár.
Lagið var frumflutt á laugardagskvöldið en áður en lagið heyrðist var Íslandi spáð frá 2.-4. sæti í keppninni af helstu veðbönkum.

Síðan þá hafa veðbankar metið það sem svo að líkur Íslands séu í raun minni en fyrir viku.
Úrslitakvöldið fer fram 22. maí og líkur eru á því að Ísland verði þar, miðað við spá veðbanka.