Er Davíð Snorri að ljúga eða veit hann ekki betur? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2021 09:01 Davíð Snorri Jónsson er að fara að stýra 21 árs landsliðinu í fyrsta sinn á EM en hann hefur samt lengi starfað fyrir KSÍ. Getty/Alex Grimm UEFA var ekki að leka neinum upplýsingum um íslenska EM-hópinn að mati Guðmundar Benediktssonar sem vill þó ekki trúa því að þjálfari 21 árs landsliðsins hafi verið að ljúga að íslenskum fjölmiðlamönnum í gær. Guðmundur Benediktsson var gestur í nýjasta hlaðvarpsþættinum af Sportinu í dag á Vísi og þar var auðvitað talað um „lekann“ á UEFA-síðunni þar sem sjá mátti lokahóp 21 árs landsliðs Íslands á EM tveimur dögum áður en KSÍ ráðgerði að tilkynna hópinn. Henry Birgir Gunnarsson og Ríkharð Óskar Guðnason voru með Sportið í dag að þessu sinni og þeir fengu Guðmund Benediktsson til að leysa Kjartan Atla Kjartansson af. „Gummi kom með Twitter færslu, ég veit ekki hvort að hópnum hafi verið lekið inn á UEFA síðuna eða að þetta hafi verið mistök og UEFA hafi sett hópinn óvart inn. Nú er KSÍ að reyna að draga þetta til baka og segja að þetta hafi verið einhvers konar drög,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason í upphafi umræðunnar. „Var þetta leki Gummi eða var ekki bara verið að birta alla hópana,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson. „Það er enginn leki í gangi. Ég held að allar þjóðirnar hafi verið búin að tilkynna leikmannahópa sína í gær. Þá fór ég að hugsa: Af hverju erum við með blaðamannafund á fimmtudaginn? Fyrir allar svona keppnir þá er lokafrestur til að skila inn hópnum. Þú getur ekki breytt honum eftir það nema að þú getur tekið einhverja úr honum. Þú getur ekki tekið einhvern inn nema að það meiðist einhver alvarlega eins og markvörður,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Ég fór að velta þessu fyrir mér í gærkvöldi og svo fékk ég staðfestingu á því í morgun að hópurinn væri kominn inn hjá UEFA. Það er enginn leki. Það er búið að skila inn hópunum og UEFA birti alla hópana í morgun,“ sagði Guðmundur. „Það stendur í reglunum að þú þurfir að gera þetta tíu dögum fyrir fyrsta leik,“ sagði Ríkharð Óskar. „Ég held að það séu bara níu daga í fyrsta leik,“ sagði Guðmundur. „Þannig að það þurfti að skila þessu inn í gær,“ sagði Ríkharð og er þá að tala um á mánudaginn. „Þjóðirnar voru að birta hópana sína af því að þær vissu að þær voru ekkert að fara að breyta þeim. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem mér finnst Knattspyrnusambandið ætla að reyna að fresta því að tilkynna leikmannahópa og eitthvað svona. Þeir fá það bara í bakið svona,“ sagði Guðmundur. „Þá er komið að þeirri spurningu. Af hverju heldur þá Davíð Snorri áfram og KSÍ að segja að þetta séu drög að hópi og reyna að draga í land. Af hverju segja þau ekki: Jú, þetta er hópurinn,“ spurði Ríkharð og beindi orðum sínum til Henrys. „Davíð Snorri fer nú úr einu viðtali í annað og segir það sama að þetta séu drög að hóp og það sé ekkert ólíklegt að það verði gerðar breytingar á hópnum. Ha. Ef þetta eru reglurnar og það eru bara tíu dagar í mót þá er hann bara að ljúga. Þá spyr maður sig. Af hverju?,“ sagði Henry Birgir. „Ég vil ekki trúa því að hann sé að ljúga þessu. Þá held ég bara að hann viti ekki betur því þetta er alveg ofboðslega furðulegt. Þetta stendur skýrt í reglum keppninnar. Þetta er bara svona. Tíu dögum fyrir keppni verður þú að vera búinn að staðfesta hópinn þinn,“ sagði Guðmundur. Það má finna þessa umfjöllun sem og allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Körfubolti Í beinni: Ísrael - Ísland | HM-sætið blasir við stelpunum okkar Handbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Búið spil hjá Keflvíkingum? Körfubolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Fleiri fréttir Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Í beinni: Lyon - Man. Utd | Onana og Matic hófu stríðið Í beinni: Tottenham - Frankfurt | Grýtt leið til að bjarga tímabilinu Í beinni: Celje - Fiorentina | Kemst Albert í undanúrslit? Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Sjá meira
Guðmundur Benediktsson var gestur í nýjasta hlaðvarpsþættinum af Sportinu í dag á Vísi og þar var auðvitað talað um „lekann“ á UEFA-síðunni þar sem sjá mátti lokahóp 21 árs landsliðs Íslands á EM tveimur dögum áður en KSÍ ráðgerði að tilkynna hópinn. Henry Birgir Gunnarsson og Ríkharð Óskar Guðnason voru með Sportið í dag að þessu sinni og þeir fengu Guðmund Benediktsson til að leysa Kjartan Atla Kjartansson af. „Gummi kom með Twitter færslu, ég veit ekki hvort að hópnum hafi verið lekið inn á UEFA síðuna eða að þetta hafi verið mistök og UEFA hafi sett hópinn óvart inn. Nú er KSÍ að reyna að draga þetta til baka og segja að þetta hafi verið einhvers konar drög,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason í upphafi umræðunnar. „Var þetta leki Gummi eða var ekki bara verið að birta alla hópana,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson. „Það er enginn leki í gangi. Ég held að allar þjóðirnar hafi verið búin að tilkynna leikmannahópa sína í gær. Þá fór ég að hugsa: Af hverju erum við með blaðamannafund á fimmtudaginn? Fyrir allar svona keppnir þá er lokafrestur til að skila inn hópnum. Þú getur ekki breytt honum eftir það nema að þú getur tekið einhverja úr honum. Þú getur ekki tekið einhvern inn nema að það meiðist einhver alvarlega eins og markvörður,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Ég fór að velta þessu fyrir mér í gærkvöldi og svo fékk ég staðfestingu á því í morgun að hópurinn væri kominn inn hjá UEFA. Það er enginn leki. Það er búið að skila inn hópunum og UEFA birti alla hópana í morgun,“ sagði Guðmundur. „Það stendur í reglunum að þú þurfir að gera þetta tíu dögum fyrir fyrsta leik,“ sagði Ríkharð Óskar. „Ég held að það séu bara níu daga í fyrsta leik,“ sagði Guðmundur. „Þannig að það þurfti að skila þessu inn í gær,“ sagði Ríkharð og er þá að tala um á mánudaginn. „Þjóðirnar voru að birta hópana sína af því að þær vissu að þær voru ekkert að fara að breyta þeim. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem mér finnst Knattspyrnusambandið ætla að reyna að fresta því að tilkynna leikmannahópa og eitthvað svona. Þeir fá það bara í bakið svona,“ sagði Guðmundur. „Þá er komið að þeirri spurningu. Af hverju heldur þá Davíð Snorri áfram og KSÍ að segja að þetta séu drög að hópi og reyna að draga í land. Af hverju segja þau ekki: Jú, þetta er hópurinn,“ spurði Ríkharð og beindi orðum sínum til Henrys. „Davíð Snorri fer nú úr einu viðtali í annað og segir það sama að þetta séu drög að hóp og það sé ekkert ólíklegt að það verði gerðar breytingar á hópnum. Ha. Ef þetta eru reglurnar og það eru bara tíu dagar í mót þá er hann bara að ljúga. Þá spyr maður sig. Af hverju?,“ sagði Henry Birgir. „Ég vil ekki trúa því að hann sé að ljúga þessu. Þá held ég bara að hann viti ekki betur því þetta er alveg ofboðslega furðulegt. Þetta stendur skýrt í reglum keppninnar. Þetta er bara svona. Tíu dögum fyrir keppni verður þú að vera búinn að staðfesta hópinn þinn,“ sagði Guðmundur. Það má finna þessa umfjöllun sem og allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Körfubolti Í beinni: Ísrael - Ísland | HM-sætið blasir við stelpunum okkar Handbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Búið spil hjá Keflvíkingum? Körfubolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Fleiri fréttir Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Í beinni: Lyon - Man. Utd | Onana og Matic hófu stríðið Í beinni: Tottenham - Frankfurt | Grýtt leið til að bjarga tímabilinu Í beinni: Celje - Fiorentina | Kemst Albert í undanúrslit? Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti