Sjáðu stórkostleg mörk Börsunga gegn Huesca Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. mars 2021 16:32 Lionel Messi tekur í gikkinn og skorar fyrsta mark Barcelona gegn Huesca. getty/Gerard Franco Lionel Messi skoraði tvö frábær mörk með langskotum þegar Barcelona sigraði Huesca, 4-1, í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Fyrra mark hans var sérstaklega glæsilegt. Messi hefur verið í miklum ham undanfarnar vikur. Frá því árið 2021 gekk í garð hefur hann skorað sautján mörk og gefið sjö stoðsendingar í átján leikjum í öllum keppnum. Messi hefur komið með beinum hætti að marki á 64 mínútna fresti. Messi skoraði stórkostlegt mark með langskoti gegn Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku og endurtók leikinn gegn Huesca á Nývangi í gær. Á 13. mínútu fékk hann boltann frá Sergio Busquets, lék skemmtilega á varnarmann gestanna og þrumaði boltanum svo í slána og inn. Antoine Griezmann vildi ekki vera minni maður en Messi og á 35. mínútu skoraði hann með þrumuskoti fyrir utan teig sem söng í netinu. Rafa Mir minnkaði muninn fyrir Huesca úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Á 53. mínútu kom Óscar Mingueza Barcelona í 3-1 með skalla eftir hornspyrnu frá Messi. Argentínumaðurinn átti svo síðasta orðið á lokamínútunni þegar hann skoraði með góðu skoti af löngu færi í fjærhornið. Lokatölur 4-1, Barcelona í vil. Klippa: Barcelona 4-1 Huesca Messi lék í gær sinn 767. leik fyrir Barcelona og jafnaði þar með leikjamet Xavis. Argentínski snillingurinn slær væntanlega leikjametið þegar Barcelona sækir Real Sociedad heim á sunnudaginn. Messi er langmarkahæsti leikmaður í sögu Barcelona með 661 mark. Með sigrinum í gær minnkuðu Börsungar forskot Atlético Madrid á toppi deildarinnar niður í fjögur stig. Bæði lið eiga ellefu leiki eftir og þau mætast á Nývangi 9. maí. Atlético Madrid vann fyrri leikinn gegn Barcelona, 1-0, en ef lið verða jöfn að stigum ræður árangur í innbyrðis viðureignum hvort liðið verður ofar. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Spænski boltinn Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sjá meira
Messi hefur verið í miklum ham undanfarnar vikur. Frá því árið 2021 gekk í garð hefur hann skorað sautján mörk og gefið sjö stoðsendingar í átján leikjum í öllum keppnum. Messi hefur komið með beinum hætti að marki á 64 mínútna fresti. Messi skoraði stórkostlegt mark með langskoti gegn Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku og endurtók leikinn gegn Huesca á Nývangi í gær. Á 13. mínútu fékk hann boltann frá Sergio Busquets, lék skemmtilega á varnarmann gestanna og þrumaði boltanum svo í slána og inn. Antoine Griezmann vildi ekki vera minni maður en Messi og á 35. mínútu skoraði hann með þrumuskoti fyrir utan teig sem söng í netinu. Rafa Mir minnkaði muninn fyrir Huesca úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Á 53. mínútu kom Óscar Mingueza Barcelona í 3-1 með skalla eftir hornspyrnu frá Messi. Argentínumaðurinn átti svo síðasta orðið á lokamínútunni þegar hann skoraði með góðu skoti af löngu færi í fjærhornið. Lokatölur 4-1, Barcelona í vil. Klippa: Barcelona 4-1 Huesca Messi lék í gær sinn 767. leik fyrir Barcelona og jafnaði þar með leikjamet Xavis. Argentínski snillingurinn slær væntanlega leikjametið þegar Barcelona sækir Real Sociedad heim á sunnudaginn. Messi er langmarkahæsti leikmaður í sögu Barcelona með 661 mark. Með sigrinum í gær minnkuðu Börsungar forskot Atlético Madrid á toppi deildarinnar niður í fjögur stig. Bæði lið eiga ellefu leiki eftir og þau mætast á Nývangi 9. maí. Atlético Madrid vann fyrri leikinn gegn Barcelona, 1-0, en ef lið verða jöfn að stigum ræður árangur í innbyrðis viðureignum hvort liðið verður ofar. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sjá meira