Jota hetja Liverpool á þekktum slóðum Anton Ingi Leifsson skrifar 15. mars 2021 22:06 Jota fagnar sigurmarkinu í kvöld á meðan Joao Moutinho svekkir sig. Paul Ellis - Pool/Getty Images Liverpool komst aftur á beinu brautina í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er liðið vann 0-1 útisigur á Wolves á útivelli. Liverpool byrjaði af fínum krafti en Úlfarnir vildu fá vítaspyrnu snemma leiks er Nelson Semedo og Alisson lentu saman. Ekkert var dæmt og áfram héldu leikar. Sadio Mane fékk svo gott tækifæri skömmu síðar er hann slapp einn í gegn, fór fram hjá Rui Patricio en ekki náði Senegalinn skoti að marki Wolves. Aftur var Mané á ferðinni skömmu síðar er hann átti þrumuskalla í átt að marki Wolves en boltinn framhjá. Fyrsta markið kom í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Boltinn féll þá fyrir títtnefndan Mané sem kom boltanum á Salah. Egyptinn kom boltanum aftur á Mané sem fleytti boltanum á Diogo Jota sem skoraði. 2 - Diogo Jota is just the second player to score both for and against Wolves in the Premier League after Stephen Hunt. Resurface. pic.twitter.com/hhDsJdDBoJ— OptaJoe (@OptaJoe) March 15, 2021 Jota var að leika á sínum gamla heimavelli í kvöld en hann lék með Wolves frá 2017 til 2020. Hann var svo keyptur til Liverpool í september. Ensku meistararnir voru 1-0 yfir í hálfleik og héldu vel á spilunum í síðari hálfleik. Þeir gáfu fá færi á sér og skoruðu á 86. mínútu en markið dæmt af vegna rangstöðu. Hræðilegt atvik átti sér er Conor Coady reyndi að koma í veg fyrir skot Salah. Fyrirliði Wolves rák þá hnéð í höfuðið á markverðinum Patricio sem lá óvígur eftir. Hann lá lengi á vellinum og ekki var atvikið sýnt aftur, svo slæmur var skellurinn. Að endingu var Rui borinn af velli en hann er talinn vera við meðvitund. 🙏Get well soon @RPatricio1_ pic.twitter.com/IJgDN5DpBO— SPORF (@Sporf) March 15, 2021 Enduðu meistararnir á því að hirða stigin þrjú af Molineux leikvanginum. Lokatölur 1-0. Liverpool er í sjötta sætinu með 46 stig en þeir eru fimm stigum á eftir Chelsea sem er í fjórða sætinu. Wolves er í þrettánda sæti með 35 stig. Enski boltinn
Liverpool komst aftur á beinu brautina í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er liðið vann 0-1 útisigur á Wolves á útivelli. Liverpool byrjaði af fínum krafti en Úlfarnir vildu fá vítaspyrnu snemma leiks er Nelson Semedo og Alisson lentu saman. Ekkert var dæmt og áfram héldu leikar. Sadio Mane fékk svo gott tækifæri skömmu síðar er hann slapp einn í gegn, fór fram hjá Rui Patricio en ekki náði Senegalinn skoti að marki Wolves. Aftur var Mané á ferðinni skömmu síðar er hann átti þrumuskalla í átt að marki Wolves en boltinn framhjá. Fyrsta markið kom í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Boltinn féll þá fyrir títtnefndan Mané sem kom boltanum á Salah. Egyptinn kom boltanum aftur á Mané sem fleytti boltanum á Diogo Jota sem skoraði. 2 - Diogo Jota is just the second player to score both for and against Wolves in the Premier League after Stephen Hunt. Resurface. pic.twitter.com/hhDsJdDBoJ— OptaJoe (@OptaJoe) March 15, 2021 Jota var að leika á sínum gamla heimavelli í kvöld en hann lék með Wolves frá 2017 til 2020. Hann var svo keyptur til Liverpool í september. Ensku meistararnir voru 1-0 yfir í hálfleik og héldu vel á spilunum í síðari hálfleik. Þeir gáfu fá færi á sér og skoruðu á 86. mínútu en markið dæmt af vegna rangstöðu. Hræðilegt atvik átti sér er Conor Coady reyndi að koma í veg fyrir skot Salah. Fyrirliði Wolves rák þá hnéð í höfuðið á markverðinum Patricio sem lá óvígur eftir. Hann lá lengi á vellinum og ekki var atvikið sýnt aftur, svo slæmur var skellurinn. Að endingu var Rui borinn af velli en hann er talinn vera við meðvitund. 🙏Get well soon @RPatricio1_ pic.twitter.com/IJgDN5DpBO— SPORF (@Sporf) March 15, 2021 Enduðu meistararnir á því að hirða stigin þrjú af Molineux leikvanginum. Lokatölur 1-0. Liverpool er í sjötta sætinu með 46 stig en þeir eru fimm stigum á eftir Chelsea sem er í fjórða sætinu. Wolves er í þrettánda sæti með 35 stig.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti