Fengu loksins svör við öllum helstu spurningum Stefán Árni Pálsson skrifar 15. mars 2021 15:30 Jón og Hulda hafa farið í gegnum ótrúlega hluti til að fá að ættleiða barn. Í Leitinni að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi var saga Þórunnar Kristínar Sigurðardóttur rifjuð upp en hún fór út til Kólumbíu í þriðju þáttaröðinni. Þar fann hún líffræðilega móður sína, fjórar systur og afar skemmtilega móðursystur. Þórunn sagði í þættinum í gær að sambandið hennar við fjölskyldu sína í Kólumbíu sé gott og hún tali reglulega við ættingja sína í gegnum myndbandssímtöl. Hún hefur reyndar ekki náð góðum tökum á spænskunni og því eru samtölin ekki beint mikil, en það sé gott að sjá fjölskyldu sína. Höskuldarviðvörun: Ef þú hefur ekki séð þáttinn sem var á dagskrá á gærkvöldi ættir þú ekki að lesa lengra. . . . . . . . . Það er búið að vara þig við. . . . . . . . Í þættinum í gærkvöldi kynntist Sigrún Ósk einnig hjónunum Huldu Guðnadóttur og Jóni Hafliða Sigurjónssyni frá Reyðarfirði. Þau hafa verið lengi saman og eftir nokkurra ára samband fóru þau að reyna eignast barn saman. Það gekk ekki eftir og þá fóru þau að skoða leiðir eins og tæknifrjóvgun, gjafaegg og ættleiðingar. Þetta ferli átti sannarlega eftir að taka á. Þau lentu á vegg í kerfinu og voru ástæður eins og ekki nægilega miklir fjármunir inni á bankabók hlutir sem þau þurftu að komast í gegnum. Til að flýta fyrir ferlinu voru þau tilbúin að ættleiða barn með sérþarfir. En eftir nokkurra ára ferli þar sem ekkert gekk upp ákváðu þau að reyna tæknifrjóvgun með gjafaeggi og það gekk upp í fyrstu tilraun. Þá kom dóttir þeirra í heiminn og mikil hamingja á heimilinu. Enn einn daginn fengu þau síðan símtal að það biði þeim þriggja ára drengur úti í Kólumbíu. Þau fóru því fljótlega út til að sækja hann. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gærkvöldi þegar þau hittu fyrst Baldur Hrafn. En þarna var dóttir þeirra 18 mánaða og því allt í einu var eldri drengur kominn inn á heimilið. Þau lögðu gríðarlega mikla áherslu á það að fá eins mikið af upplýsingum og mögulegt væri svo að Baldur gæti leitað upprunans í framtíðinni. Eftir ótal margar spurningar til starfsmanna ættleiðinga í Kólumbíu og svör við þeim fengu þau loks að hitta drenginn. Klippa: Fengu loksins svör við öllum helstu spurningum Hulda og Baldur létu ekki þar við sitja og fengu annað gjafaegg frá Tékklandi og eiga í dag þrjú börn sem þau eignuðust á þremur og hálfu ári. Leitin að upprunanum Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Kólumbíu í þriðju þáttaröðinni. Þar fann hún líffræðilega móður sína, fjórar systur og afar skemmtilega móðursystur. Þórunn sagði í þættinum í gær að sambandið hennar við fjölskyldu sína í Kólumbíu sé gott og hún tali reglulega við ættingja sína í gegnum myndbandssímtöl. Hún hefur reyndar ekki náð góðum tökum á spænskunni og því eru samtölin ekki beint mikil, en það sé gott að sjá fjölskyldu sína. Höskuldarviðvörun: Ef þú hefur ekki séð þáttinn sem var á dagskrá á gærkvöldi ættir þú ekki að lesa lengra. . . . . . . . . Það er búið að vara þig við. . . . . . . . Í þættinum í gærkvöldi kynntist Sigrún Ósk einnig hjónunum Huldu Guðnadóttur og Jóni Hafliða Sigurjónssyni frá Reyðarfirði. Þau hafa verið lengi saman og eftir nokkurra ára samband fóru þau að reyna eignast barn saman. Það gekk ekki eftir og þá fóru þau að skoða leiðir eins og tæknifrjóvgun, gjafaegg og ættleiðingar. Þetta ferli átti sannarlega eftir að taka á. Þau lentu á vegg í kerfinu og voru ástæður eins og ekki nægilega miklir fjármunir inni á bankabók hlutir sem þau þurftu að komast í gegnum. Til að flýta fyrir ferlinu voru þau tilbúin að ættleiða barn með sérþarfir. En eftir nokkurra ára ferli þar sem ekkert gekk upp ákváðu þau að reyna tæknifrjóvgun með gjafaeggi og það gekk upp í fyrstu tilraun. Þá kom dóttir þeirra í heiminn og mikil hamingja á heimilinu. Enn einn daginn fengu þau síðan símtal að það biði þeim þriggja ára drengur úti í Kólumbíu. Þau fóru því fljótlega út til að sækja hann. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gærkvöldi þegar þau hittu fyrst Baldur Hrafn. En þarna var dóttir þeirra 18 mánaða og því allt í einu var eldri drengur kominn inn á heimilið. Þau lögðu gríðarlega mikla áherslu á það að fá eins mikið af upplýsingum og mögulegt væri svo að Baldur gæti leitað upprunans í framtíðinni. Eftir ótal margar spurningar til starfsmanna ættleiðinga í Kólumbíu og svör við þeim fengu þau loks að hitta drenginn. Klippa: Fengu loksins svör við öllum helstu spurningum Hulda og Baldur létu ekki þar við sitja og fengu annað gjafaegg frá Tékklandi og eiga í dag þrjú börn sem þau eignuðust á þremur og hálfu ári.
Leitin að upprunanum Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira