Átti í erfiðleikum með samskipti eftir eineltið Stefán Árni Pálsson skrifar 11. mars 2021 14:30 Hjörtur Jóhann starfar í dag sem leikari í Borgarleikhúsinu. Hjörtur Jóhann Jónsson er leikari í dag, en hefði auðveldlega getað orðið heimspekingur á fjöllum. Þó svo að leiklistin sé ein vinsælasta atvinnugreinin í fjölskyldunni var það þónokkur ákvörðun fyrir hann að leggja hana fyrir sig, en á leiðinni kom hann við í björgunarsveitinni og í heimspeki í Háskóla Íslands. Á endanum var leiklistin þó það eina sem hann fékk ekki leið á. Ferill Hjartar er fjölbreyttur, en þjóðin hefur fengið að njóta hans í mörgum sýningum á borð við Ríkharð III, Ellý og Bláa hnettinum. Í dag er hann fastráðinn hjá Borgarleikhúsinu og ræddi hann við Snæbjörn Ragnarsson í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Hjörtur fer í viðtalinu yfir farsælan feril hans í leikhúsinu en einnig fer hann yfir erfiða tíma og nefnir hann þá til sögunnar einelti sem hann varð fyrir í Melaskóla í Vesturbæ Reykjavíkur. „Ég var lagður svolítið í einelti í Melaskóla og það hefur örugglega svolítið skellt í lás hjá mér. Samskipti stressuðu mig mjög mikið,“ segir Hjörtur Jóhann og heldur áfram. Hér að neðan má hlusta á brot úr viðtalinu. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Hjörtur Jóhann Jónsson „Bara að geta einhvern veginn spjallað, fannst mér óbærileg tilhugsun. Þetta hefur ekki fylgt mér alla tíð og náði að springa út úr skelinni en ég var til dæmis mjög lengi að læra á að koma í viðtöl og líða þægilega með það. Núna samkjafta ég,“ segir Hjörtur Jóhann sem kynntist tveimur stelpum á fyrsta ári sínu í Hagaskóla og þær hafi einhvern veginn hjálpað honum að verða hann sjálfur. „Ég kann þeim miklar þakkir og þær alveg pönkuðust í mér, til að fá mig til að tala við sig. Ég hef aldrei vitað af hverju þær nenntu þessu. Kannski fannst þeim bara fyndið að pönkast í einhverjum gaur sem var alltaf út í horni og nennti aldrei að segja neitt. Þær voru geðveikt skemmtilegar og aldrei andstyggilegar. Þetta gekk á allt fyrsta árið í Hagaskóla og svo á öðru árinu, í níunda bekk var maður aðeins farinn að gera sig breiðan.“ Hann segir að móðir hans hafi í raun aldrei gert sér grein fyrir því að hann hafi verið lagður í einelti fyrir en mörgum árum seinna. „Þetta var ekkert svona brútal einelti, heldur einelti innan vinahóps dæmi. Við vorum bara vinahópur og ég var neðstur í goggunarröðinni og ég var alltaf viðfang brandarana. Þetta eru ekki vinir mínir í dag, en þeir eru ekki óvinir mínir heldur og ég myndi taka þeim fagnandi ef ég myndi hitta þá. Enda held ég ekkert að þeir hafi endilega áttað sig á því hvað væri á seyði. Ég held að ég hafi snúið þessu við á einhverjum tímapunkti í Hagaskóla og byrjað að snúa þessu við og byrjað að gera þetta við mína vini, svona ómeðvitað.“ Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni en Hjörtur talar einnig um tímann þegar alltaf var verið að sprengja upp hluti í Hagaskóla. Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira
Þó svo að leiklistin sé ein vinsælasta atvinnugreinin í fjölskyldunni var það þónokkur ákvörðun fyrir hann að leggja hana fyrir sig, en á leiðinni kom hann við í björgunarsveitinni og í heimspeki í Háskóla Íslands. Á endanum var leiklistin þó það eina sem hann fékk ekki leið á. Ferill Hjartar er fjölbreyttur, en þjóðin hefur fengið að njóta hans í mörgum sýningum á borð við Ríkharð III, Ellý og Bláa hnettinum. Í dag er hann fastráðinn hjá Borgarleikhúsinu og ræddi hann við Snæbjörn Ragnarsson í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Hjörtur fer í viðtalinu yfir farsælan feril hans í leikhúsinu en einnig fer hann yfir erfiða tíma og nefnir hann þá til sögunnar einelti sem hann varð fyrir í Melaskóla í Vesturbæ Reykjavíkur. „Ég var lagður svolítið í einelti í Melaskóla og það hefur örugglega svolítið skellt í lás hjá mér. Samskipti stressuðu mig mjög mikið,“ segir Hjörtur Jóhann og heldur áfram. Hér að neðan má hlusta á brot úr viðtalinu. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Hjörtur Jóhann Jónsson „Bara að geta einhvern veginn spjallað, fannst mér óbærileg tilhugsun. Þetta hefur ekki fylgt mér alla tíð og náði að springa út úr skelinni en ég var til dæmis mjög lengi að læra á að koma í viðtöl og líða þægilega með það. Núna samkjafta ég,“ segir Hjörtur Jóhann sem kynntist tveimur stelpum á fyrsta ári sínu í Hagaskóla og þær hafi einhvern veginn hjálpað honum að verða hann sjálfur. „Ég kann þeim miklar þakkir og þær alveg pönkuðust í mér, til að fá mig til að tala við sig. Ég hef aldrei vitað af hverju þær nenntu þessu. Kannski fannst þeim bara fyndið að pönkast í einhverjum gaur sem var alltaf út í horni og nennti aldrei að segja neitt. Þær voru geðveikt skemmtilegar og aldrei andstyggilegar. Þetta gekk á allt fyrsta árið í Hagaskóla og svo á öðru árinu, í níunda bekk var maður aðeins farinn að gera sig breiðan.“ Hann segir að móðir hans hafi í raun aldrei gert sér grein fyrir því að hann hafi verið lagður í einelti fyrir en mörgum árum seinna. „Þetta var ekkert svona brútal einelti, heldur einelti innan vinahóps dæmi. Við vorum bara vinahópur og ég var neðstur í goggunarröðinni og ég var alltaf viðfang brandarana. Þetta eru ekki vinir mínir í dag, en þeir eru ekki óvinir mínir heldur og ég myndi taka þeim fagnandi ef ég myndi hitta þá. Enda held ég ekkert að þeir hafi endilega áttað sig á því hvað væri á seyði. Ég held að ég hafi snúið þessu við á einhverjum tímapunkti í Hagaskóla og byrjað að snúa þessu við og byrjað að gera þetta við mína vini, svona ómeðvitað.“ Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni en Hjörtur talar einnig um tímann þegar alltaf var verið að sprengja upp hluti í Hagaskóla.
Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira