Messi allt í öllu en Barcelona úr leik Anton Ingi Leifsson skrifar 10. mars 2021 21:53 Messi var allt í öllu í kvöld. Julien Mattia/Getty Barcelona var með mikla yfirburði gegn PSG er liðin mættust öðru sinni í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leiknum í París í kvöld lauk þó með 1-1 jafntefli og samanlagt 5-2 fyrir PSG. Það voru ekki margir sem bjuggust við því að Börsungar myndu koma til baka eftir 4-1 tapið í fyrri leiknum en Lionel Messi og félagar byrjuðu af miklum krafti í París. Þeir fengu hvert færið á fætur öðru. Keylor Navas átti í fullu fangi með að verja mark PSG en hann sá meðal annars við Ousmane Dembele og Sergio Dest í góðum færum. Það voru hins vegar heimamenn sem komust yfir. Þeir fengu vítaspyrnu á 29. mínútu eftir að Clement Lenglet braut á Mauro Icardi. Kylian Mbappe steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi. 👦 - Most Champions League goals before 23rd birthday25 - @KMbappe (+1)25 - Lionel Messi21 - Raúl20 - Erling Haaland#UCL #PSGFCB— Gracenote Live (@GracenoteLive) March 10, 2021 Lionel Messi var ekki lengi að jafna. Einungis sjö mínútum síðar jafnaði Argentínumaðurinn og það ekki með neinu smá marki. Hann þrumaði boltanum fyrir utan teig og óverjandi fyrir Navas. Barcelona fékk svo gott tækifæri til að gera einvígið ansi spennandi í uppbótartíma fyrri hálfleiks er þeir fengu vítaspyrnu. Brotið var á Antoine Griezmann en Keylor Navas varði vítaspyrnu Lionel Messi. Börsungar réðu áfram ferðinni í síðari hálfleik og fengu nokkur álitleg færi. Allt kom fyrir ekki og lokatölur 1-1. PSG því komið áfram eftir að hafa lagt grunninn að sigrinum á Nou Camp. Barcelona have been knocked out of the Champions League. #UCL #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) March 10, 2021 Meistaradeild Evrópu
Barcelona var með mikla yfirburði gegn PSG er liðin mættust öðru sinni í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leiknum í París í kvöld lauk þó með 1-1 jafntefli og samanlagt 5-2 fyrir PSG. Það voru ekki margir sem bjuggust við því að Börsungar myndu koma til baka eftir 4-1 tapið í fyrri leiknum en Lionel Messi og félagar byrjuðu af miklum krafti í París. Þeir fengu hvert færið á fætur öðru. Keylor Navas átti í fullu fangi með að verja mark PSG en hann sá meðal annars við Ousmane Dembele og Sergio Dest í góðum færum. Það voru hins vegar heimamenn sem komust yfir. Þeir fengu vítaspyrnu á 29. mínútu eftir að Clement Lenglet braut á Mauro Icardi. Kylian Mbappe steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi. 👦 - Most Champions League goals before 23rd birthday25 - @KMbappe (+1)25 - Lionel Messi21 - Raúl20 - Erling Haaland#UCL #PSGFCB— Gracenote Live (@GracenoteLive) March 10, 2021 Lionel Messi var ekki lengi að jafna. Einungis sjö mínútum síðar jafnaði Argentínumaðurinn og það ekki með neinu smá marki. Hann þrumaði boltanum fyrir utan teig og óverjandi fyrir Navas. Barcelona fékk svo gott tækifæri til að gera einvígið ansi spennandi í uppbótartíma fyrri hálfleiks er þeir fengu vítaspyrnu. Brotið var á Antoine Griezmann en Keylor Navas varði vítaspyrnu Lionel Messi. Börsungar réðu áfram ferðinni í síðari hálfleik og fengu nokkur álitleg færi. Allt kom fyrir ekki og lokatölur 1-1. PSG því komið áfram eftir að hafa lagt grunninn að sigrinum á Nou Camp. Barcelona have been knocked out of the Champions League. #UCL #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) March 10, 2021
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti