Haaland veit ekkert hvað hann æpti á Bono Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. mars 2021 12:30 Erling Haaland ögrar Bono, markverði Sevilla, eftir að hafa skorað hjá honum úr vítaspyrnu. getty/Alexandre Simoes Erling Haaland, veit ekki hvað hann öskraði á Bono, markvörð Sevilla, eftir að hann skoraði úr vítaspyrnu fyrir Borussia Dortmund í leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Haaland skoraði bæði mörk Dortmund í leiknum. Hann fór 2-2 en Þjóðverjarnir fóru áfram, 5-4. Haaland skoraði fjögur af fimm mörkum Dortmund í einvíginu. Norðmaðurinn skoraði fyrra mark sitt með skoti af stuttu færi á 35. mínútu. Hann kom boltanum aftur í netið í upphafi seinni hálfleiks en markið var dæmt af vegna brots á Jules Koundé. Cüneyt Cakir, dómari leiksins, dæmdi hins vegar vítaspyrnu á Koundé fyrir brot á Haaland nokkru áður en sá norski skoraði. Haaland tók vítaspyrnuna en Bono, markvörður Sevilla, varði og lét svo Norðmanninn heyra það. Marokkómaðurinn var hins vegar farinn af línunni og því þurfti að endurtaka spyrnuna. Haaland gerði það, setti boltann í sama horn og í fyrri spyrnuna og skoraði. Haaland öskraði á Bono eftir að hann skoraði, leikmönnum Sevilla til lítillar hamingju. Haaland fékk gult spjald fyrir að ögra Bono. Eftir leikinn sagðist Haaland ekki hafa hugmynd hvað hann sagði við marokkóska markvörðinn eftir að hann skoraði. „Ég klúðraði fyrri spyrnunni og hann hló að mér. Svo skoraði ég og hann hló ekki lengur. Þegar hann hrópaði á mig eftir fyrri spyrnuna hugsaði ég að ég yrði að skora annað mark og það gerðist,“ sagði Haaland eftir leikinn. „Ég veit ekkert hvað ég hrópaði á hann. Ég sagði það sama og hann sagði við mig. Ég veit ekki hvað það þýðir.“ Haaland hefur nú skorað tuttugu mörk í aðeins fjórtán leikjum í Meistaradeildinni. Enginn leikmaður í sögunni hefur verið jafn snöggur að skora tuttugu Meistaradeildarmörk og Haaland. Haaland, sem er tvítugur, kom til Dortmund frá Red Bull Salzburg í ársbyrjun 2020. Hann hefur skorað 47 mörk í 47 leikjum fyrir þýska liðið. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Fleiri fréttir Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjá meira
Haaland skoraði bæði mörk Dortmund í leiknum. Hann fór 2-2 en Þjóðverjarnir fóru áfram, 5-4. Haaland skoraði fjögur af fimm mörkum Dortmund í einvíginu. Norðmaðurinn skoraði fyrra mark sitt með skoti af stuttu færi á 35. mínútu. Hann kom boltanum aftur í netið í upphafi seinni hálfleiks en markið var dæmt af vegna brots á Jules Koundé. Cüneyt Cakir, dómari leiksins, dæmdi hins vegar vítaspyrnu á Koundé fyrir brot á Haaland nokkru áður en sá norski skoraði. Haaland tók vítaspyrnuna en Bono, markvörður Sevilla, varði og lét svo Norðmanninn heyra það. Marokkómaðurinn var hins vegar farinn af línunni og því þurfti að endurtaka spyrnuna. Haaland gerði það, setti boltann í sama horn og í fyrri spyrnuna og skoraði. Haaland öskraði á Bono eftir að hann skoraði, leikmönnum Sevilla til lítillar hamingju. Haaland fékk gult spjald fyrir að ögra Bono. Eftir leikinn sagðist Haaland ekki hafa hugmynd hvað hann sagði við marokkóska markvörðinn eftir að hann skoraði. „Ég klúðraði fyrri spyrnunni og hann hló að mér. Svo skoraði ég og hann hló ekki lengur. Þegar hann hrópaði á mig eftir fyrri spyrnuna hugsaði ég að ég yrði að skora annað mark og það gerðist,“ sagði Haaland eftir leikinn. „Ég veit ekkert hvað ég hrópaði á hann. Ég sagði það sama og hann sagði við mig. Ég veit ekki hvað það þýðir.“ Haaland hefur nú skorað tuttugu mörk í aðeins fjórtán leikjum í Meistaradeildinni. Enginn leikmaður í sögunni hefur verið jafn snöggur að skora tuttugu Meistaradeildarmörk og Haaland. Haaland, sem er tvítugur, kom til Dortmund frá Red Bull Salzburg í ársbyrjun 2020. Hann hefur skorað 47 mörk í 47 leikjum fyrir þýska liðið. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Fleiri fréttir Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjá meira