Lífið

Stjörnulífið: „Besta partý áratugarins“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Heljarinnar helgi að baki.
Heljarinnar helgi að baki.

Það er heldur betur farið að birta yfir Íslendingum ef marka á samfélagsmiðlana og með hækkandi sól eru margir að fara út á lífið.

Um helgina var nóg að gera og vissi eflaust fáir af mögulegu bakslagi þegar kemur að smiti en starfsmaður Landspítala greindist með Covid-19 um helgina og var sá aðili staddur á tónleikum í Hörpunni á föstudaginn. Mögulega gæti farið að stað fjórða bylgjan í kjölfarið en margir skemmtu sér samt sem áður vel um helgina.

Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Krabbameinsstöðvarinnar, blés til partýs á laugardaginn, besta partý áratugarins eins og hann kemst sjálfur að orði á Twitter. Hljómsveitin Sveittir gangaverðir tróð upp í partýinu sem fram fór í Dugguvogi og Danni De Lux sá um að þeyta skífur.

Meðal gesta voru Steinþór Helgi Arnsteinsson, umboðsmaður og skemmtistaðaeigandi, sem samkvæmt færslu Björns á Twitter útvegaði hljóðkerfi fyrir partýið. Margrét Erla Maack magadansari og skemmtikraftur fullyrðir að partýið hafi verið það besta sem hún hafi farið í.

Þá var Anna Margrét Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi Franska sendiráðsins á svæðinu, sem og Una Sighvatsdóttir, sérfræðingur hjá embætti Forseta Íslands og Berglind Festival sjónvarpskona.

Danni Deluxe var plötusnúðurinn. 

Aron Einar Gunnarsson fagnaði sigri úti í Katar með fjölskyldunni. 

Emmsjé Gauti fór í göngutúr með syni sínum. 

 Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður skellti sér út að borða á No Concept. 

  Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skellti sér út að hreyfa sig.  Fyrsta skrefið í heilsueflingu. 

 Róbert Wessmann fór með drenginn út á strönd. 

  Sunnudagsdekur hjá Svölu Björgvins. 

„Nýverið lét ég verða af því að gera minnisblað um það sem ég þyrfti að eiga ef hamfarir yrðu. Ég vil vera viðbúin ef þannig aðstæður skapast. Þetta á ekki bara við um jarðskjálfta eins og við finnum fyrir þessa dagana, heldur eru þetta almennar neyðarvistir sem ég vil eiga heima, á einum stað. Mér finnst visst öryggi fylgja því. Sú ógn vofir alltaf yfir að alvarlegar hamfarir dynji yfir,“ skrifar Linda P í færslu á Instagram.

 Edda Falak segist vera eins og nýslegin mynt. 

„Ástin mín á afmæli í dag. Hann elskar kvikmyndir, Porsche, Elvis, Dr.Phil og mig. Til hamingju með daginn þinn,“ skrifar Manuela Ósk Harðardóttir í afmæliskveðju til kærastans Eiðs Birgissonar. 

Þau Tanja Ýr og Egill Halldórsson njóta lífsins á Tyrklandi þar sem þau búa um þessar mundir en bæði eru þau nokkuð vinsælar samfélagsmiðlastjörnur. 

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fór bæði á tónleika í Hörpunni og í fjallgöngu upp að Steini með eiginkonu sinni Þóru Margréti Baldvinsdóttur. Sem betur fer voru þau hjónin á tónleikunum á laugardagskvöldið. 

Rúrik Gíslason gerði það gott í dansþættinum Let´s Dance í Þýsklandi en hann var öruggur áfram á föstudagskvöldið eftir frábæra frammistöðu vikuna á undan. 

 Hafþór Júlíus Björnsson óskaði unnustu sinni Kelsey Henson til hamingju með afmælið. 

Móeiður Lárusdóttir skellti sér á völlinn hjá CSKA Moskva til að fylgjast með kærastanum Herði Björgvini Magnússyni leika knattspyrnu.

Sunneva Einarsdóttir er á leiðinni. 

Lára Clausen, sem vakti mikla athygli um heim allan þegar hún fór upp á hótelherbergi með Phil Foden og Mason Greenwood á síðasta ári, birti fallega mynd af sér á Instagram. 

Leikkonan Kristín Pétursdóttir skellti sér í afmæli hjá pabba sínum um helgina og var veislan á Hótel Borg. Hann varð 55 ára. 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.