Guðný Árnadóttir stóð vaktina vel í vörn Napoli þegar Inter kíktu í heimsókn. Lára Kristín kom inná sem varamður á 59. mínútu fyrir Vivien Beil.
Napoli eru enn í fallsæti í ítölsku deildinni með aðeins fimm stig eftir 15 leiki, og þurfa að fara að snúa genginu við ef þær ætla að halda sér í efstu deild, en fjögur stig skilja þær frá öruggu sæti.
Inter er áfram í áttunda sæti deildarinnar, 13 stigum frá fallsæti.
FULL TIME#WeAreNapoli #InterNapoli #ForzaAzzurre pic.twitter.com/AaZjviapU2
— Napoli Femminile (@NapoliFemminile) March 7, 2021