Erfitt að koma heim eftir Eurovision í Lissabon Stefán Árni Pálsson skrifar 7. mars 2021 10:01 Þórunn Erna Clausen upplifði eins og hún væri að bregðast þjóðinni þegar hún fór út til Portúgals í Eurovision árið 2018. Vísir/vilhelm Þórunn Erna Clausen er söngkona, lagahöfundur og leikkona og hefur alltaf nóg að gera. Þórunn er gestur vikunnar í Einkalífinu en hún gaf á dögunum út plötuna My Darkest Place sem fjallar um erfiða tíma í hennar lífi en lögin á plötunni samdi hún á síðustu tíu árum til Sigurjóns Brink. Þórunn Erna hefur í tvígang farið út fyrir Íslands hönd í Eurovision. Síðast árið 2018 þegar hún samdi lagið Our Choice sem Ari Ólafsson flutti í Lissabon. Laginu gekk ekki vel í keppninni og komst ekki áfram úr undanriðlinum. „Ég fann fyrir alveg svakalegri pressu þá. Þeir sem kusu lagið hérna heima voru allir rosalega glaðir, enda vann lagið. Þá fékk maður mikinn stuðning en það er rosalega stutt á milli í þessu. Við erum keppnisfólk og við viljum bara vinna,“ segir Þórunn um ferðina til Lissabon. Þórunn segir að Ísland hafi verið í dauðariðlinum þetta árið. „Eiginlega öll lögin sem komust áfram í þeim riðli enduðu í topp tíu í keppninni. Við áttum aldrei séns í þessum riðli og ég hefði alveg viljað sjá okkur í hinum riðlinum en það þýðir ekkert að pæla í því.“ Hún segir að það hafi hreinlega verið erfitt að koma heim til Íslands eftir þessa keppni. „Við vorum kannski ekki mikið vör við neikvæðnina úti enda vorum við bara á fullu að vinna. En ég fann það alveg að mér sjálfri fannst þetta mjög erfitt, að hafa ekki getað komið laginu áfram og ég var alveg svolítinn tíma að jafna mig á því. Að vilja sýna eitthvað aftur eða gefa eitthvað frá mér aftur. Maður semur bara eitthvað lag, sendir það inn í Söngvakeppnina og það vinnur. Og svo er maður að bregðast þjóðinni, það er mjög erfitt. Þetta er partur af því að vera keppa í tónlist eða handbolta eða hvað sem er.“ Þórunn ræðir þennan tíma þegar 17 mínútur eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan ræðir Þórunn Erna einnig um tónlistarferilinn, leiklistarferilinn, Eurovision ævintýrin tvö, barneignir, um núverandi kærasta og þeirra samband og margt fleira. Einkalífið Eurovision Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Þórunn Erna hefur í tvígang farið út fyrir Íslands hönd í Eurovision. Síðast árið 2018 þegar hún samdi lagið Our Choice sem Ari Ólafsson flutti í Lissabon. Laginu gekk ekki vel í keppninni og komst ekki áfram úr undanriðlinum. „Ég fann fyrir alveg svakalegri pressu þá. Þeir sem kusu lagið hérna heima voru allir rosalega glaðir, enda vann lagið. Þá fékk maður mikinn stuðning en það er rosalega stutt á milli í þessu. Við erum keppnisfólk og við viljum bara vinna,“ segir Þórunn um ferðina til Lissabon. Þórunn segir að Ísland hafi verið í dauðariðlinum þetta árið. „Eiginlega öll lögin sem komust áfram í þeim riðli enduðu í topp tíu í keppninni. Við áttum aldrei séns í þessum riðli og ég hefði alveg viljað sjá okkur í hinum riðlinum en það þýðir ekkert að pæla í því.“ Hún segir að það hafi hreinlega verið erfitt að koma heim til Íslands eftir þessa keppni. „Við vorum kannski ekki mikið vör við neikvæðnina úti enda vorum við bara á fullu að vinna. En ég fann það alveg að mér sjálfri fannst þetta mjög erfitt, að hafa ekki getað komið laginu áfram og ég var alveg svolítinn tíma að jafna mig á því. Að vilja sýna eitthvað aftur eða gefa eitthvað frá mér aftur. Maður semur bara eitthvað lag, sendir það inn í Söngvakeppnina og það vinnur. Og svo er maður að bregðast þjóðinni, það er mjög erfitt. Þetta er partur af því að vera keppa í tónlist eða handbolta eða hvað sem er.“ Þórunn ræðir þennan tíma þegar 17 mínútur eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan ræðir Þórunn Erna einnig um tónlistarferilinn, leiklistarferilinn, Eurovision ævintýrin tvö, barneignir, um núverandi kærasta og þeirra samband og margt fleira.
Einkalífið Eurovision Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira