„Fótboltaáhugamenn á Íslandi halda með Rúnari Alex“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2021 12:30 Rúnar Alex Rúnarsson með Ainsley Maitland-Niles fyrir leik Arsenal á móti Manchester City í enska deildabikarnum í vetur. Getty/David Price Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson fengu Atla Viðar Björnsson til sín í hlaðvarpsþáttinn Sportið í dag og þeir ræddu meðal annars íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu og þá sérstaklega markmannsstöðuna. Næsta undankeppni, fyrir HM 2022, hefst seinna í þessum mánuði þar sem íslensku strákarnir spila þrjá útileiki á móti Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein. Nú er ein af spurningunum hver verði í marki íslenska liðsins í þessum leikjum. Mun Hannes Þór Halldórsson halda áfram og halda sæti sínu í byrjunarliðinu eða er kannski kominn tími á Rúnar Alex Rúnarsson sem spilar með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Kjartan Atli Kjartansson er mikill Rúnars Alex maður og finnst hann jafnvel fá ósanngjarna gagnrýni eins langt og það þær hjá íslenskum landsliðsmönnum. „Mér finnst vera minni vikmörk fyrir Rúnari að gera mistök. Við fyrirgefum Hannesi meira, bara svona inn í hjarta okkar, af því að við höfum séð hvað hann hefur gert. Ég er mjög spenntur fyrir Rúnari Alex,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. „Rúnar Alex er ofboðslega spennandi markvörður og hann er að æfa með Arsenal þótt að hann sé ekki alltaf að spila. Hann hefur spilað nokkra leiki á þessu tímabili og þetta er Arsenal,“ sagði Kjartan Atli. „Finnst þér vera lítil þolinmæði gagnvart honum og finnst þér hann fá á baukinn ef hann gerir eitthvað,“ spurði þá Atli Viðar Björnsson. Kjartan Atli kom með dæmi um mistök hjá Hannesi þar sem Rúnar Alex hefði fengið harðari gagnrýni. „Ég upplifi það eins og að Rúnar megi gera færri mistök,“ sagði Kjartan Atli. „Ég er ekki alveg sammála. Mér finnst fótboltaáhugamenn á Íslandi halda rosalega með Rúnari Alex og séu að bíða eftir honum. Mér finnst því menn vera tilbúnir að sýna honum smá þolinmæði, gefa honum leiki og gefa honum leyfi til að gera örfá mistök,“ sagði Atli Viðar. „Mér finnst menn vera dálítið að bíða eftir því að Rúnar Alex taki skrefið, verði tilbúinn og verði síðan markmaður liðsins næstu tíu árin,“ sagði Atli Viðar. Það má finna allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. HM 2022 í Katar Sportið í dag Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Sjá meira
Næsta undankeppni, fyrir HM 2022, hefst seinna í þessum mánuði þar sem íslensku strákarnir spila þrjá útileiki á móti Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein. Nú er ein af spurningunum hver verði í marki íslenska liðsins í þessum leikjum. Mun Hannes Þór Halldórsson halda áfram og halda sæti sínu í byrjunarliðinu eða er kannski kominn tími á Rúnar Alex Rúnarsson sem spilar með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Kjartan Atli Kjartansson er mikill Rúnars Alex maður og finnst hann jafnvel fá ósanngjarna gagnrýni eins langt og það þær hjá íslenskum landsliðsmönnum. „Mér finnst vera minni vikmörk fyrir Rúnari að gera mistök. Við fyrirgefum Hannesi meira, bara svona inn í hjarta okkar, af því að við höfum séð hvað hann hefur gert. Ég er mjög spenntur fyrir Rúnari Alex,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. „Rúnar Alex er ofboðslega spennandi markvörður og hann er að æfa með Arsenal þótt að hann sé ekki alltaf að spila. Hann hefur spilað nokkra leiki á þessu tímabili og þetta er Arsenal,“ sagði Kjartan Atli. „Finnst þér vera lítil þolinmæði gagnvart honum og finnst þér hann fá á baukinn ef hann gerir eitthvað,“ spurði þá Atli Viðar Björnsson. Kjartan Atli kom með dæmi um mistök hjá Hannesi þar sem Rúnar Alex hefði fengið harðari gagnrýni. „Ég upplifi það eins og að Rúnar megi gera færri mistök,“ sagði Kjartan Atli. „Ég er ekki alveg sammála. Mér finnst fótboltaáhugamenn á Íslandi halda rosalega með Rúnari Alex og séu að bíða eftir honum. Mér finnst því menn vera tilbúnir að sýna honum smá þolinmæði, gefa honum leiki og gefa honum leyfi til að gera örfá mistök,“ sagði Atli Viðar. „Mér finnst menn vera dálítið að bíða eftir því að Rúnar Alex taki skrefið, verði tilbúinn og verði síðan markmaður liðsins næstu tíu árin,“ sagði Atli Viðar. Það má finna allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
HM 2022 í Katar Sportið í dag Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Sjá meira