„Mín eigin fegurð byggist ekki á því hvernig heimurinn sér mig“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 4. mars 2021 20:43 Fyrirsætan og aðgerðasinninn Ísold segir verkefni hennar og Önnu Maggý ljósmyndara tákna frelsið til þess að sleppa og henda frá sér öllum óraunhæfum væntingum. Anna Maggý „Þetta verkefni, Vulnerability and strength, er ótrúlega persónulegt. Það mætti segja að þetta væri eins og ástarbréf til mín sem ég hef haldið á í mörg ár,“ segir fyrirsætan, listamaðurinn og aðgerðasinninn Ísold Halldórudóttir. Í verkefninu sem er samstarf Ísoldar og ljósmyndarans og myndlistakonunnar Önnu Maggýjar, leitar Ísold að sjálfsást á sama tíma og hún reynir að finna jafnvægi á milli heimsfaraldurs, ögrunar fegurðarviðmiða og endurskilgreiningar á því sem kallast að vera feitur. Ég reyni að finna réttu orðin sem gera mér kleift að tjá mig að fullu, en á sama tíma er ég of hrædd við það að sleppa. Þegar Ísold skoðar myndirnar segist hún sjálf hafa viljað hafa einhverja fyrirmynd þegar hún var yngri. „Svo stórum hluta af lífi mínu hefur verið eytt í það að burðast með skömm, að reyna að fela það hver ég er og hvernig ég lít út. Þó svo að í dag sé það augljóst fyrir mér að sjálfsmynd mín og gildi ættu ekki að vera skilgreind út frá þyngd minni, þá finn ég samt fyrir miklum sjálfsefa þegar ég velti því fyrir mér hvort að ég sé nógu góð. Hún segir myndirnar tákna frelsið. Frelsið til þess að sleppa og henda frá sér öllum óraunhæfum væntingum sem hún segist setja á sig til þess að þóknast öðrum. Ég þarf að viðurkenna fyrir sjálfri mér að mín eigin fegurð byggist ekki á því hvernig heimurinn sér mig. Ég er vel fær um það að halda áfram leit minni að sjálfsást. Að vinna með Önnu Maggý ljósmyndara í þessu verkefni segir Ísold hafa verið mjög náttúrulegt og eðlilegt ferli sem var henni mjög mikilvægt. „Með þessari góðu og nánu samvinnu náðum við því að fanga hreyfingar og stöður án þess að þær væru þvingaðar. Við byggðum upp söguþráð sem okkur fannst heiðarlegur. Þetta verkefni er ekkert án veikleika og styrks og að finna það hugrekki til að elska sjálfan sig án málamiðlana eða undantekninga.“ Anna Maggý ljósmyndari og myndalistamaður hefur hlotið mikið lof fyrir verk sín þrátt fyrir ungan aldur og talin rísandi stjarna í heimi ljósmynda og myndlistar. Myndirnar birtust fyrst þann 1. mars í ítalska Vouge þar sem Önnu Maggý er lýst sem einum af bestu ljósmyndurum sinnar kynslóðar. „Það er mikil leikgleði sem skilgreindi samstarfið okkar á sama tíma og við reyndum að fanga þennan hráa veruleika. Við fórum í nokkrar ferðir um sveitir Íslands að vori til og settum okkur engar reglur og engin mörk. Við létum einfaldlega tilfinningarnar okkar ráða og leiða okkur í einhverja átt. Fyrir mér er Ísold fulltrúi nýju kynslóðarinnar. Hún er frábært dæmi um hvernig við getum tekið stjórn á sjálfsmyndinni. Ég elska að vinna með henni og fólki eins og henni sem er óhrætt við það að hafa hátt. Ég hef þá trú að hún sé svo sannarlega að færa til þessa stöðnuðu merkingu fegurðar. Ísold - Instagram Anna Maggý - Instagram Menning Ljósmyndun Myndlist Tengdar fréttir RAX Augnablik: „Það hvarflaði ekki að mér að hann væri enn á lífi“ Sumarið 1988 var ljósmyndarinn Ragnar Axelsson staddur í Færeyum á eyunni Sandey. Það rigndi mikið í litla þorpinu Húsavík þegar hann kom auga á mann á gangi sem studdist við staf. 28. febrúar 2021 07:01 Myndband sem sýnir mannlífið í miðborg Reykjavíkur árið 1946 Í myndinni Reykjavík vorra daga eftir Óskar Gíslason má sjá ómetanlegar heimildir frá miðborg Reykjavíkur. 24. febrúar 2021 07:01 „Mikill listrænn metnaður var lagður í einstaka muni“ Um helgina opnaði á Hönnunarsafni Ísland sýningin Deiglumór, keramik úr íslenskum leir 1930 – 1970. Á sýningunni verður þetta frjóa tímabili í leirlistarsögunni rifjað upp. Ekki var haldin sérstök sýningaropnun en safnið er opið þriðjudaga til sunnudaga frá frá 12 til 17. 15. febrúar 2021 08:47 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Í verkefninu sem er samstarf Ísoldar og ljósmyndarans og myndlistakonunnar Önnu Maggýjar, leitar Ísold að sjálfsást á sama tíma og hún reynir að finna jafnvægi á milli heimsfaraldurs, ögrunar fegurðarviðmiða og endurskilgreiningar á því sem kallast að vera feitur. Ég reyni að finna réttu orðin sem gera mér kleift að tjá mig að fullu, en á sama tíma er ég of hrædd við það að sleppa. Þegar Ísold skoðar myndirnar segist hún sjálf hafa viljað hafa einhverja fyrirmynd þegar hún var yngri. „Svo stórum hluta af lífi mínu hefur verið eytt í það að burðast með skömm, að reyna að fela það hver ég er og hvernig ég lít út. Þó svo að í dag sé það augljóst fyrir mér að sjálfsmynd mín og gildi ættu ekki að vera skilgreind út frá þyngd minni, þá finn ég samt fyrir miklum sjálfsefa þegar ég velti því fyrir mér hvort að ég sé nógu góð. Hún segir myndirnar tákna frelsið. Frelsið til þess að sleppa og henda frá sér öllum óraunhæfum væntingum sem hún segist setja á sig til þess að þóknast öðrum. Ég þarf að viðurkenna fyrir sjálfri mér að mín eigin fegurð byggist ekki á því hvernig heimurinn sér mig. Ég er vel fær um það að halda áfram leit minni að sjálfsást. Að vinna með Önnu Maggý ljósmyndara í þessu verkefni segir Ísold hafa verið mjög náttúrulegt og eðlilegt ferli sem var henni mjög mikilvægt. „Með þessari góðu og nánu samvinnu náðum við því að fanga hreyfingar og stöður án þess að þær væru þvingaðar. Við byggðum upp söguþráð sem okkur fannst heiðarlegur. Þetta verkefni er ekkert án veikleika og styrks og að finna það hugrekki til að elska sjálfan sig án málamiðlana eða undantekninga.“ Anna Maggý ljósmyndari og myndalistamaður hefur hlotið mikið lof fyrir verk sín þrátt fyrir ungan aldur og talin rísandi stjarna í heimi ljósmynda og myndlistar. Myndirnar birtust fyrst þann 1. mars í ítalska Vouge þar sem Önnu Maggý er lýst sem einum af bestu ljósmyndurum sinnar kynslóðar. „Það er mikil leikgleði sem skilgreindi samstarfið okkar á sama tíma og við reyndum að fanga þennan hráa veruleika. Við fórum í nokkrar ferðir um sveitir Íslands að vori til og settum okkur engar reglur og engin mörk. Við létum einfaldlega tilfinningarnar okkar ráða og leiða okkur í einhverja átt. Fyrir mér er Ísold fulltrúi nýju kynslóðarinnar. Hún er frábært dæmi um hvernig við getum tekið stjórn á sjálfsmyndinni. Ég elska að vinna með henni og fólki eins og henni sem er óhrætt við það að hafa hátt. Ég hef þá trú að hún sé svo sannarlega að færa til þessa stöðnuðu merkingu fegurðar. Ísold - Instagram Anna Maggý - Instagram
Menning Ljósmyndun Myndlist Tengdar fréttir RAX Augnablik: „Það hvarflaði ekki að mér að hann væri enn á lífi“ Sumarið 1988 var ljósmyndarinn Ragnar Axelsson staddur í Færeyum á eyunni Sandey. Það rigndi mikið í litla þorpinu Húsavík þegar hann kom auga á mann á gangi sem studdist við staf. 28. febrúar 2021 07:01 Myndband sem sýnir mannlífið í miðborg Reykjavíkur árið 1946 Í myndinni Reykjavík vorra daga eftir Óskar Gíslason má sjá ómetanlegar heimildir frá miðborg Reykjavíkur. 24. febrúar 2021 07:01 „Mikill listrænn metnaður var lagður í einstaka muni“ Um helgina opnaði á Hönnunarsafni Ísland sýningin Deiglumór, keramik úr íslenskum leir 1930 – 1970. Á sýningunni verður þetta frjóa tímabili í leirlistarsögunni rifjað upp. Ekki var haldin sérstök sýningaropnun en safnið er opið þriðjudaga til sunnudaga frá frá 12 til 17. 15. febrúar 2021 08:47 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
RAX Augnablik: „Það hvarflaði ekki að mér að hann væri enn á lífi“ Sumarið 1988 var ljósmyndarinn Ragnar Axelsson staddur í Færeyum á eyunni Sandey. Það rigndi mikið í litla þorpinu Húsavík þegar hann kom auga á mann á gangi sem studdist við staf. 28. febrúar 2021 07:01
Myndband sem sýnir mannlífið í miðborg Reykjavíkur árið 1946 Í myndinni Reykjavík vorra daga eftir Óskar Gíslason má sjá ómetanlegar heimildir frá miðborg Reykjavíkur. 24. febrúar 2021 07:01
„Mikill listrænn metnaður var lagður í einstaka muni“ Um helgina opnaði á Hönnunarsafni Ísland sýningin Deiglumór, keramik úr íslenskum leir 1930 – 1970. Á sýningunni verður þetta frjóa tímabili í leirlistarsögunni rifjað upp. Ekki var haldin sérstök sýningaropnun en safnið er opið þriðjudaga til sunnudaga frá frá 12 til 17. 15. febrúar 2021 08:47