Netanjahú má ekki gefa bóluefni Ísraels Samúel Karl Ólason skrifar 2. mars 2021 13:03 Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í leikhúsi í síðasta mánuði. Bólusetningar hafa gert ríkisstjórn landsins kleift að draga töluvert úr samkomutakmörkunum í Ísrael. AP/Ohad Zwigenberg Avichai Mandelblit, dómsmálaráðherra Ísraels, hefur varað Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, um að hann geti ekki einn tekið ákvörðun um að gefa aukaskammta ríkisins af bóluefni til bandamanna ríkisstjórnar sinnar. Netanjahú tilkynnti í síðustu viku að hann ætlaði að senda bóluefni til annarra ríkja, án þess að nefna þau. Fjölmiðlar í landinu hafa sagt að þar sé um að ræða ríki sem hafi stutt kröfu Ísraels um að hin umdeilda borg Jerúsalem væri höfuðborg ríkisins. Sú yfirlýsing olli miklu fjaðrafoki í Ísrael. Áætlunin var stöðvuð en þá höfðu þúsundir skammta verið sendir til Hondúras og jafnvel Tékklands, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Avichai Mandelblit, dómsmálaráðherra Ísraels.AP/Ariel Schalit Mandelblit sendi bréf í dag til þjóðaröryggisráðgjafa Ísraels um að forsætisráðherrann hefði átt að ráðfæra sig við aðra ráðherra vegna ákvörðunarinnar. Bréfið var opinberað af dómsmálaráðuneytinu. Þar segir dómsmálaráðherrann að hann hafi ekki verið spurður um það hvort að Netanjahú gæti samkvæmt lögum sent skammta úr landi og að hann hefði ekki fengið neinar áætlanir varðandi þessar sendingar varðandi það hverjir tækju við þeim, hvað Ísrael fengi fyrir þær og svo framvegis. Mandelblit sagði að um ríkiseigur væri að ræða og því þyrfti að fylgja lögum varðandi sölu þeirra, samkvæmt frétt Times of Israel. Lögum yrði að fylgja frá upphafi til enda og málið yrði að ræða innan utanríkis- og fjármálaráðuneyta fyrst. Netanjahú gerði samkomulag við lyfjafyrirtækið Pfizer í fyrra, sem er ekki ósvipað því að Íslendingar reyndu að gera. Það tryggði Ísraelum næga skammta af bóluefni til að bólusetja alla íbúa, eldri en sextán ára, og hét Netanjahú að bólusetningum yrði lokið fyrir lok marsmánaðar. 4,7 milljónir íbúa, af 9,3 milljónum, hafa fengið fyrri skammt bóluefnisins og 3,4 milljónir þann seinni. Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sakar Íran um árás á flutningaskip Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur gengið hart fram gegn ráðamönnum í Íran á undanförnum dögum. Hann hefur sakaði Íran um árás á ísraelskt flutningaskip í Ómansflóa í síðustu viku. 1. mars 2021 10:43 Umfangsmiklar framkvæmdir við leynilega kjarnorkustöð í Ísrael Umfangsmiklar framkvæmdir standa nú yfir við leynilega kjarnorkurannsóknarstöð í Ísrael. Gervihnattamyndir sýna að framkvæmdirnar fara fram nærri gömlum kjarnakljúfi sem Ísraelar notuðu til að framleiða kjarnorkuvopn sín, sem þeir hafa aldrei formlega opinberað. 25. febrúar 2021 15:02 Netanyahu segist saklaus af ásökunum um spillingu Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segist saklaus af ásökunum um spillingu. Mál hans hefst að nýju fyrir dómi í dag en aðeins sex vikur eru þar til kjósendur ganga til þingkosninga. 8. febrúar 2021 09:50 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Netanjahú tilkynnti í síðustu viku að hann ætlaði að senda bóluefni til annarra ríkja, án þess að nefna þau. Fjölmiðlar í landinu hafa sagt að þar sé um að ræða ríki sem hafi stutt kröfu Ísraels um að hin umdeilda borg Jerúsalem væri höfuðborg ríkisins. Sú yfirlýsing olli miklu fjaðrafoki í Ísrael. Áætlunin var stöðvuð en þá höfðu þúsundir skammta verið sendir til Hondúras og jafnvel Tékklands, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Avichai Mandelblit, dómsmálaráðherra Ísraels.AP/Ariel Schalit Mandelblit sendi bréf í dag til þjóðaröryggisráðgjafa Ísraels um að forsætisráðherrann hefði átt að ráðfæra sig við aðra ráðherra vegna ákvörðunarinnar. Bréfið var opinberað af dómsmálaráðuneytinu. Þar segir dómsmálaráðherrann að hann hafi ekki verið spurður um það hvort að Netanjahú gæti samkvæmt lögum sent skammta úr landi og að hann hefði ekki fengið neinar áætlanir varðandi þessar sendingar varðandi það hverjir tækju við þeim, hvað Ísrael fengi fyrir þær og svo framvegis. Mandelblit sagði að um ríkiseigur væri að ræða og því þyrfti að fylgja lögum varðandi sölu þeirra, samkvæmt frétt Times of Israel. Lögum yrði að fylgja frá upphafi til enda og málið yrði að ræða innan utanríkis- og fjármálaráðuneyta fyrst. Netanjahú gerði samkomulag við lyfjafyrirtækið Pfizer í fyrra, sem er ekki ósvipað því að Íslendingar reyndu að gera. Það tryggði Ísraelum næga skammta af bóluefni til að bólusetja alla íbúa, eldri en sextán ára, og hét Netanjahú að bólusetningum yrði lokið fyrir lok marsmánaðar. 4,7 milljónir íbúa, af 9,3 milljónum, hafa fengið fyrri skammt bóluefnisins og 3,4 milljónir þann seinni.
Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sakar Íran um árás á flutningaskip Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur gengið hart fram gegn ráðamönnum í Íran á undanförnum dögum. Hann hefur sakaði Íran um árás á ísraelskt flutningaskip í Ómansflóa í síðustu viku. 1. mars 2021 10:43 Umfangsmiklar framkvæmdir við leynilega kjarnorkustöð í Ísrael Umfangsmiklar framkvæmdir standa nú yfir við leynilega kjarnorkurannsóknarstöð í Ísrael. Gervihnattamyndir sýna að framkvæmdirnar fara fram nærri gömlum kjarnakljúfi sem Ísraelar notuðu til að framleiða kjarnorkuvopn sín, sem þeir hafa aldrei formlega opinberað. 25. febrúar 2021 15:02 Netanyahu segist saklaus af ásökunum um spillingu Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segist saklaus af ásökunum um spillingu. Mál hans hefst að nýju fyrir dómi í dag en aðeins sex vikur eru þar til kjósendur ganga til þingkosninga. 8. febrúar 2021 09:50 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Sakar Íran um árás á flutningaskip Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur gengið hart fram gegn ráðamönnum í Íran á undanförnum dögum. Hann hefur sakaði Íran um árás á ísraelskt flutningaskip í Ómansflóa í síðustu viku. 1. mars 2021 10:43
Umfangsmiklar framkvæmdir við leynilega kjarnorkustöð í Ísrael Umfangsmiklar framkvæmdir standa nú yfir við leynilega kjarnorkurannsóknarstöð í Ísrael. Gervihnattamyndir sýna að framkvæmdirnar fara fram nærri gömlum kjarnakljúfi sem Ísraelar notuðu til að framleiða kjarnorkuvopn sín, sem þeir hafa aldrei formlega opinberað. 25. febrúar 2021 15:02
Netanyahu segist saklaus af ásökunum um spillingu Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segist saklaus af ásökunum um spillingu. Mál hans hefst að nýju fyrir dómi í dag en aðeins sex vikur eru þar til kjósendur ganga til þingkosninga. 8. febrúar 2021 09:50