Umfangsmiklar framkvæmdir við leynilega kjarnorkustöð í Ísrael Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2021 15:02 Búið er grafa dúpa holu skammt frá gömlum kjarnaklúfi sem notaður var til að þróa og framleiða kjarnorkuvopn Ísraels. AP/Planet Labs Umfangsmiklar framkvæmdir standa nú yfir við leynilega kjarnorkurannsóknarstöð í Ísrael. Gervihnattamyndir sýna að framkvæmdirnar fara fram nærri gömlum kjarnakljúfi sem Ísraelar notuðu til að framleiða kjarnorkuvopn sín, sem þeir hafa aldrei formlega opinberað. Verið er að grafa holu á stærð við fótboltavöll við Shimon Peres Negev kjarnorkurannsóknarstöðina nærri borginni Dimona og er hún talin vera nokkrar hæðir á dýpt, miðað við gervihnattarmyndir. Í rannsóknarstöðinni eru neðanjarðar rannsóknarstofur þar sem plútóníum úr kjarnakljúfinum er auðgað svo hægt sé að nota það í kjarnorkuvopn. Opinber stefna Ísraels hefur um árabil verið að hvorki viðurkenna né hafna að ríkið búi yfir kjarnorkuvopnum. Tilvist kjarnorkuvopna í Ísrael er þó ekki leyndarmál og hefur ekki verið lengi. Árið 1986 veitti vísindamaðurinn Mordechai Vanunu, sem hafði lengi unnið við kjarnorkuvopnaþróun í Ísrael, Sunday Times ítarlegar upplýsingar um starfsemina í Shimon Peres Negev rannsóknarstöðinni, sem var reist með aðstoð Frakka, og var hann dæmdur í átján ára fangelsi fyrir njósnir. Ekki er þó vitað með fullu hve mörg kjarnorkuvopn Ísrael á en áætlanir eru á bilinu 80 til 200. AP fréttaveitan segir framkvæmdirnar við rannsóknarstöðina þær umfangsmestu í marga áratugi.AP/Planet Labs Ríkisstjórn Ísraels neitaði að svara spurningum AP fréttaveitunnar um framkvæmdirnar. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur verið mjög harðorður í garð stjórnvalda í Íran vegna kjarnorkuáætlunarinnar þar í landi. Sú áætlun er vöktuð af Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni, IAEA, öfugt við kjarnorkuvopnaáætlun Ísraels, þó Íranir hafi verið sakaðir um að grafa undan því eftirliti að undanförnu eftir að Bandaríkin riftu kjarnorkusamkomulaginu svokallaða. Ráðamenn í Íran tilkynntu nýverið að þeir væru byrjaðir að auðga úraníum í tuttugu prósent. Stuttan tíma tekur að vopnvæða tuttugu prósenta auðgað úraníum. Evrópuríki hafa undanfarið hvatt Írani til að draga úr auðguninni. Sérfræðingar sem blaðamenn AP ræddu við gáfu nokkrar mögulegar skýringar á framkvæmdunum sem sjást á gervihnattamyndum. Mögulega sé verið að gera endurbætur á kjarnakljúfinum eða jafnvel slökkva á honum og gera nýjan. Ísrael Íran Kjarnorka Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira
Verið er að grafa holu á stærð við fótboltavöll við Shimon Peres Negev kjarnorkurannsóknarstöðina nærri borginni Dimona og er hún talin vera nokkrar hæðir á dýpt, miðað við gervihnattarmyndir. Í rannsóknarstöðinni eru neðanjarðar rannsóknarstofur þar sem plútóníum úr kjarnakljúfinum er auðgað svo hægt sé að nota það í kjarnorkuvopn. Opinber stefna Ísraels hefur um árabil verið að hvorki viðurkenna né hafna að ríkið búi yfir kjarnorkuvopnum. Tilvist kjarnorkuvopna í Ísrael er þó ekki leyndarmál og hefur ekki verið lengi. Árið 1986 veitti vísindamaðurinn Mordechai Vanunu, sem hafði lengi unnið við kjarnorkuvopnaþróun í Ísrael, Sunday Times ítarlegar upplýsingar um starfsemina í Shimon Peres Negev rannsóknarstöðinni, sem var reist með aðstoð Frakka, og var hann dæmdur í átján ára fangelsi fyrir njósnir. Ekki er þó vitað með fullu hve mörg kjarnorkuvopn Ísrael á en áætlanir eru á bilinu 80 til 200. AP fréttaveitan segir framkvæmdirnar við rannsóknarstöðina þær umfangsmestu í marga áratugi.AP/Planet Labs Ríkisstjórn Ísraels neitaði að svara spurningum AP fréttaveitunnar um framkvæmdirnar. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur verið mjög harðorður í garð stjórnvalda í Íran vegna kjarnorkuáætlunarinnar þar í landi. Sú áætlun er vöktuð af Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni, IAEA, öfugt við kjarnorkuvopnaáætlun Ísraels, þó Íranir hafi verið sakaðir um að grafa undan því eftirliti að undanförnu eftir að Bandaríkin riftu kjarnorkusamkomulaginu svokallaða. Ráðamenn í Íran tilkynntu nýverið að þeir væru byrjaðir að auðga úraníum í tuttugu prósent. Stuttan tíma tekur að vopnvæða tuttugu prósenta auðgað úraníum. Evrópuríki hafa undanfarið hvatt Írani til að draga úr auðguninni. Sérfræðingar sem blaðamenn AP ræddu við gáfu nokkrar mögulegar skýringar á framkvæmdunum sem sjást á gervihnattamyndum. Mögulega sé verið að gera endurbætur á kjarnakljúfinum eða jafnvel slökkva á honum og gera nýjan.
Ísrael Íran Kjarnorka Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira