Lífið

Eiður Smári og Ragnhildur selja einbýlið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ragnhildur og Eiður voru par í 23 ár og eiga saman fjögur börn. 
Ragnhildur og Eiður voru par í 23 ár og eiga saman fjögur börn.  Myndir/facebooksíða Ragnhildar/fasteignaljosmyndun.is/getty

Eiður Smári Guðjohnsen og Ragnhildur Sveinsdóttir hafa sett einbýlishús sitt í Fossvoginum á sölu. Um er að ræða 233 fermetra einbýlishús í Haðalandi með sex herbergjum. Myndir af húsinu að utan er að finna á fasteignavef Vísis en þó engar myndir innandyra.

Húsið var byggt árið 1972 en fyrir tuttugu árum var sett á það uppstólað bárujárnsklætt þak með þakkanti. Bílskúr fylgir eigninni og lóðin sem liggur alveg niður við opna svæðið í Fossvoginum er fullfrágengin með stórum tyrfðum flötum, trjágróðri , hellulagðri stétt og steyptri innkeyrslu.

Í auglýsingunni er staðsetningin sögð virkilega góð neðst í götu við opið svæði þaðan sem stutt er í skóla, leikskóla, íþróttasvæði Víkings, fallegt útivistarsvæði og fleira.

Ásett verð er 150 milljónir króna.

Eiður Smári og Ragnhildur voru í sambandi í 23 ár þangað til þau skildu árið 2013. Þau eiga fjögur börn.

Hér að neðan má sjá myndir af eigninni:

Eign á besta stað í Fossvoginum.
Ekki eru birtar myndir innan úr eigninni.
Skemmtilegur garður.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.