„Myndin af Kára seldist á núll einni“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 23. febrúar 2021 11:55 Bakarinn og listamaðurinn Jói Fel segist finna fyrir miklum áhuga og meðbyr í myndlistinni. „Ég sagði alltaf að þegar ég væri orðinn eldri að þá myndi ég leggja listina fyrir mig, svo er það spurning hvort að þetta „eldri“ sé komið núna?“, segir bakarinn og listamaðurinn Jói Fel í samtali við Vísi. „Þetta hefur alltaf blundað í mér og ég hef málað alla ævi. Síðan ég man eftir mér hef ég verið með blýant í hönd en ég var bara fjórtán ára þegar ég kláraði mitt fyrsta málverk.“ Myndlistardraumurinn hefur fylgt Jóa lengi og segist hann á tíma hafa verið efins um það hvora leiðina hann ætti að taka í lífinu, myndlistina eða baksturinn. Þegar ég var átján ára og var að byrja að læra bakarann þá sótti ég líka um í Mynd og handíðaskóla Íslands. Ég komst alla leið í lokaúrtakið, sem var mjög gott, en náði svo ekki alla leið inn. „Ég var samt alltaf í myndlistartengdum námskeiðum og rúmlega tvítugur fór ég í kvöldskóla í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Það hét Frjáls málun og ég hef lært hvað mest af því. Fyrir utan þetta má segja að ég sé bara sjálflærður.“ Jói segir myndlistina alltaf fylgt sér þó svo að tíminn til að sinna henni hafi verið lítill í gegnum tíðina. Myndin af Kára dýrasta myndin Er myndlistin eitthvað sem þú hefur jafnvel áhuga á að helga þig alfarið? „Þetta hefur alltaf verið svona eitthvað sem ég hafði til hliðar, svona auka. Núna hef ég allavega tímann,“ segir Jói og hlær. „Ég er orðinn eldri og þroskaðri og bara spurning hvort að ég fari ekki að leggja þetta bara alveg fyrir mig.“ Nýlega stofnaði Jói Instagram síðuna Jói Fel art þar sem hann hefur sett inn myndir af því efni sem hann hefur verið að vinna í síðustu tvö til þrjú árin. „Ég er undir miklum áhrifum af íslensku landslagi og hef málað það alla ævi. Mér finnst íslenskt landslag stórkostlegt.“ Nýlegar portrait myndir af Kára Stefánssyni hafa vakið mikla athygli og segir Jói þá Kára vera góða kunningja. „Fyrsta myndin af Kára vakti þvílíka lukku og hún seldist á núll einni. Þetta er reyndar lang dýrasta myndin sem ég hef selt.“ View this post on Instagram A post shared by Jo i Fel Art (@joifel_art) Hvernig leist Kára sjálfum á myndina? Hann skildi reyndar ekkert í þessu og furðaði sig á því að nokkur einasti maður myndi vilja kaupa mynd af sér. Nokkur verk eftir Jóa er hægt að nálgast á sýningu sem er í myndlistargalleríinu Art-67 á Laugavegi 61. „Það eru nokkrar myndir þarna til sölu en annars er alltaf hægt að hafa samband beint við mig í gegnum Instagram ef fólk vill skoða fleiri verk." Finnur þú fyrir miklum áhuga hjá fólki? „Já, mjög miklum áhuga sem er góð tilfinning. Þar sem ég hef mikinn tíma núna og er duglegur að mála má segja að nánast önnur hver mynd seljist áður en hún er kláruð. Þetta gefur mér alveg ótrúlega mikið, að mála. Besta við þetta er sæluvíman sem ég finn fyrir þegar mynd er tilbúin og ég er sáttur,“ segir Jói að lokum. Myndlist Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
„Þetta hefur alltaf blundað í mér og ég hef málað alla ævi. Síðan ég man eftir mér hef ég verið með blýant í hönd en ég var bara fjórtán ára þegar ég kláraði mitt fyrsta málverk.“ Myndlistardraumurinn hefur fylgt Jóa lengi og segist hann á tíma hafa verið efins um það hvora leiðina hann ætti að taka í lífinu, myndlistina eða baksturinn. Þegar ég var átján ára og var að byrja að læra bakarann þá sótti ég líka um í Mynd og handíðaskóla Íslands. Ég komst alla leið í lokaúrtakið, sem var mjög gott, en náði svo ekki alla leið inn. „Ég var samt alltaf í myndlistartengdum námskeiðum og rúmlega tvítugur fór ég í kvöldskóla í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Það hét Frjáls málun og ég hef lært hvað mest af því. Fyrir utan þetta má segja að ég sé bara sjálflærður.“ Jói segir myndlistina alltaf fylgt sér þó svo að tíminn til að sinna henni hafi verið lítill í gegnum tíðina. Myndin af Kára dýrasta myndin Er myndlistin eitthvað sem þú hefur jafnvel áhuga á að helga þig alfarið? „Þetta hefur alltaf verið svona eitthvað sem ég hafði til hliðar, svona auka. Núna hef ég allavega tímann,“ segir Jói og hlær. „Ég er orðinn eldri og þroskaðri og bara spurning hvort að ég fari ekki að leggja þetta bara alveg fyrir mig.“ Nýlega stofnaði Jói Instagram síðuna Jói Fel art þar sem hann hefur sett inn myndir af því efni sem hann hefur verið að vinna í síðustu tvö til þrjú árin. „Ég er undir miklum áhrifum af íslensku landslagi og hef málað það alla ævi. Mér finnst íslenskt landslag stórkostlegt.“ Nýlegar portrait myndir af Kára Stefánssyni hafa vakið mikla athygli og segir Jói þá Kára vera góða kunningja. „Fyrsta myndin af Kára vakti þvílíka lukku og hún seldist á núll einni. Þetta er reyndar lang dýrasta myndin sem ég hef selt.“ View this post on Instagram A post shared by Jo i Fel Art (@joifel_art) Hvernig leist Kára sjálfum á myndina? Hann skildi reyndar ekkert í þessu og furðaði sig á því að nokkur einasti maður myndi vilja kaupa mynd af sér. Nokkur verk eftir Jóa er hægt að nálgast á sýningu sem er í myndlistargalleríinu Art-67 á Laugavegi 61. „Það eru nokkrar myndir þarna til sölu en annars er alltaf hægt að hafa samband beint við mig í gegnum Instagram ef fólk vill skoða fleiri verk." Finnur þú fyrir miklum áhuga hjá fólki? „Já, mjög miklum áhuga sem er góð tilfinning. Þar sem ég hef mikinn tíma núna og er duglegur að mála má segja að nánast önnur hver mynd seljist áður en hún er kláruð. Þetta gefur mér alveg ótrúlega mikið, að mála. Besta við þetta er sæluvíman sem ég finn fyrir þegar mynd er tilbúin og ég er sáttur,“ segir Jói að lokum.
Myndlist Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira