„Skrýtið að syrgja einhvern sem þú í rauninni þekktir ekki“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. febrúar 2021 13:33 Sara Benediktsdóttir leitaði sjálf upprunans. Ný þáttaröð af Leitin að upprunanum hóf göngu sína á Stöð 2 í gærkvöldi og var í þættinum rætt við Brynju Dan sem fjallað var um í allra fyrsta þættinum á sínum tíma. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir ræddi við hana um allt ferlið og hvaða áhrif það hafði haft á hana. Einnig var fjallað um Söru Benediktsdóttur sem sá einmitt þáttinn með Brynju á sínum tíma og kom þá upp mikil þrá að leita upprunans. Sara var einnig ættleidd frá Sri Lanka. Sara er Hafnfirðingur og á eina sjö ára stúlku og eiginmann sem sjálfur var einnig ættleiddur. Sara segist hafa grátið allan þáttinn þegar fjallað var um leit Brynju Dan. Hún hafi í kjölfarið ákveðið að leita upprunans. Höskuldarviðvörun: Fyrir þá sem hafa ekki horft á fyrsta þáttinn ættu ekki að lesa lengra og loka strax greininni. . . . . . . . . . . Það er búið að vera þig við. . . . . . . . . . Sara hafði ekki miklar upplýsingar þegar leitin hófst en fékk aðstoð frá Guðmundi Árna Stefánssyni sendiherra og móðurbróðir Brynju Dan sem hafði aðstoðað hana í þættinum fyrir fimm árum. Guðmundur vísaði henni áfram á ræðismann Íslands á Sri Lanka og fékk hún aðstoð. Það skilaði sér í því að hún fékk póst um það að móðir hennar væri fundin. Hún fékk póst um að móðir hennar vildi umfram allt hitta dóttur sína en aðstæður hennar væru flóknar. Nýr tónn Hún ætti mann sem vissi ekki af ættleiðingunni og því yrðu þær að hittast án vitneskju núverandi eiginmanns hennar. Seinna fékk hún póst um að sökum núverandi aðstæðna í hjónabandi móður Söru var ekki ráðlagt að hún kæmi út að hitta hana og segir Sara að það hafi verið mjög erfiðar fréttir að fá. En skyndilega kom annar póstur þar sem kvað við nýjan tón og vildi móðir hennar gera allt sem hún gæti til að hitta hana. Erfiðu fréttirnar voru þær að heilsu hennar hrakaði stöðugt og ljóst var að hún gæti átt skammt eftir ólifað. Sara var því hvött til að drífa sig út til Sri Lanka til að hitta hana. Það var á fimmtudegi sem hún ákvað að fara út og var lögð af stað á þriðjudeginum á eftir. Sara fór út ásamt manninum sínum og pabba. Hún tók sjálf mikið myndefni upp sem sýnt var í þættinum í gær og hitti hún móður sína, ömmu sína og bróður. Sara með fjölskyldunni sinni ytra. En eins og áður segir var móðir hennar veik og þegar hún lenti aftur á Íslandi frétti hún stuttu seinna að móðir hennar væri látin. Þá hringdi bróðir hennar í hana og hún náði ekki að svara símanum. „Ég hugsaði strax, hún er örugglega látin. Ég hringi til baka og hann segir að mamma hafi dáið í nótt. Ég náttúrulega fer að gráta og græt allan daginn. Það var rosa skrýtið að syrgja einhvern sem þú í rauninni þekktir ekki. En samt þekktir því þú varst í maganum á þessari manneskju í níu mánuði og það myndast tengsl,“ segir Sara en hér að neðan má sjá brot úr þættinum sem var í gærkvöldi. Klippa: Skrýtið að syrgja einhvern sem þú í rauninni þekktir ekki Leitin að upprunanum Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
Einnig var fjallað um Söru Benediktsdóttur sem sá einmitt þáttinn með Brynju á sínum tíma og kom þá upp mikil þrá að leita upprunans. Sara var einnig ættleidd frá Sri Lanka. Sara er Hafnfirðingur og á eina sjö ára stúlku og eiginmann sem sjálfur var einnig ættleiddur. Sara segist hafa grátið allan þáttinn þegar fjallað var um leit Brynju Dan. Hún hafi í kjölfarið ákveðið að leita upprunans. Höskuldarviðvörun: Fyrir þá sem hafa ekki horft á fyrsta þáttinn ættu ekki að lesa lengra og loka strax greininni. . . . . . . . . . . Það er búið að vera þig við. . . . . . . . . . Sara hafði ekki miklar upplýsingar þegar leitin hófst en fékk aðstoð frá Guðmundi Árna Stefánssyni sendiherra og móðurbróðir Brynju Dan sem hafði aðstoðað hana í þættinum fyrir fimm árum. Guðmundur vísaði henni áfram á ræðismann Íslands á Sri Lanka og fékk hún aðstoð. Það skilaði sér í því að hún fékk póst um það að móðir hennar væri fundin. Hún fékk póst um að móðir hennar vildi umfram allt hitta dóttur sína en aðstæður hennar væru flóknar. Nýr tónn Hún ætti mann sem vissi ekki af ættleiðingunni og því yrðu þær að hittast án vitneskju núverandi eiginmanns hennar. Seinna fékk hún póst um að sökum núverandi aðstæðna í hjónabandi móður Söru var ekki ráðlagt að hún kæmi út að hitta hana og segir Sara að það hafi verið mjög erfiðar fréttir að fá. En skyndilega kom annar póstur þar sem kvað við nýjan tón og vildi móðir hennar gera allt sem hún gæti til að hitta hana. Erfiðu fréttirnar voru þær að heilsu hennar hrakaði stöðugt og ljóst var að hún gæti átt skammt eftir ólifað. Sara var því hvött til að drífa sig út til Sri Lanka til að hitta hana. Það var á fimmtudegi sem hún ákvað að fara út og var lögð af stað á þriðjudeginum á eftir. Sara fór út ásamt manninum sínum og pabba. Hún tók sjálf mikið myndefni upp sem sýnt var í þættinum í gær og hitti hún móður sína, ömmu sína og bróður. Sara með fjölskyldunni sinni ytra. En eins og áður segir var móðir hennar veik og þegar hún lenti aftur á Íslandi frétti hún stuttu seinna að móðir hennar væri látin. Þá hringdi bróðir hennar í hana og hún náði ekki að svara símanum. „Ég hugsaði strax, hún er örugglega látin. Ég hringi til baka og hann segir að mamma hafi dáið í nótt. Ég náttúrulega fer að gráta og græt allan daginn. Það var rosa skrýtið að syrgja einhvern sem þú í rauninni þekktir ekki. En samt þekktir því þú varst í maganum á þessari manneskju í níu mánuði og það myndast tengsl,“ segir Sara en hér að neðan má sjá brot úr þættinum sem var í gærkvöldi. Klippa: Skrýtið að syrgja einhvern sem þú í rauninni þekktir ekki
Leitin að upprunanum Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira