Varnargarðar reistir við fiskmarkaðinn í Panyimur Heimsljós 16. febrúar 2021 12:11 Nýbygging við fiskmarkað á bökkum Albertavatns, sem reist var fyrir íslenskt þróunarfé, var um tíma í stórhættu vegna flóða. Framkvæmdum við varnargarða er lokið. Vatnsyfirborð stöðuvatna í Úganda hefur hækkað umtalsvert á síðustu misserum og víða í grennd við vötnin hafa íbúar orðið fyrir eignatjóni og uppskerubresti vegna flóða. Nýbygging við fiskmarkað á bökkum Albertavatns, sem reist var fyrir íslenskt þróunarfé, var um tíma í stórhættu og heimamenn óskuðu eftir fjárhagslegri aðstoð Íslendinga við byggingu varnargarða. Þeirri framkvæmd lauk og dögunum og nú er starfsemin komin í eðlilegt horf. Íslendingar hófu samstarf við héraðsyfirvöld í Pakwach héraði fyrir rúmum sjö árum sem fólst í því að reisa yfirbyggingu við fiskmarkað í þorpinu Panyimur, við landmæri Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó. Verkefnið var hluti af stóru verkefni Íslendinga um að auka gæði og verðmæti afla úr vötnum í Úganda. Markaðurinn í Panyimur er fjölsóttur af fólki sem kemur víða að, meðal annars frá nágrannaríkjum. „Sú framkvæmd að byggja yfir markaðinn var mikil lyftistöng fyrir héraðið, ekki síst konurnar sem sjá um viðskiptin,“ segir Finnbogi Rútur Arnarson verkefnastjóri í sendiráði Íslands í Kampala. „Árið 2019 óskaði héraðið enn og aftur eftir samvinnu við sendiráðið, nú um stækkun markaðarins. Starfsemin hafði margfaldast og eldra svæðið réði ekki lengur við þær 3000 fisksölukonur, sem sóttu hann hvern markaðsdag. Þá var ákveðið að tvöfalda markaðinn og því verki lauk í mars á síðasta ári þegar hann var formlega vígður.“ Um svipað leyti fór vatnsyfirborð stöðuvatna í Úganda að hækka eftir gífurlega úrkomu og mikla vatnavexti í ám. Yfirborð Viktoríuvatns hækkaði um 1,4 metra og sömu sögu var að segja um Albertsvatn og Kyogavatn. Að sögn Finnboga Rúts fór eldri hluti fiskmarkaðarins í Panyimur að hluta undir vatn. „Mannvirkin sem við höfum kostað voru í stórhættu og því var ákveðið að reisa varnargarð, til að bjarga því sem bjargað varð. Nú er varnargarðurinn risinn og báðir hlutar markaðarins komnir á þurrt. Starfsemin blómstrar á ný,“ segir Finnbogi Rútur. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Úganda Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent
Vatnsyfirborð stöðuvatna í Úganda hefur hækkað umtalsvert á síðustu misserum og víða í grennd við vötnin hafa íbúar orðið fyrir eignatjóni og uppskerubresti vegna flóða. Nýbygging við fiskmarkað á bökkum Albertavatns, sem reist var fyrir íslenskt þróunarfé, var um tíma í stórhættu og heimamenn óskuðu eftir fjárhagslegri aðstoð Íslendinga við byggingu varnargarða. Þeirri framkvæmd lauk og dögunum og nú er starfsemin komin í eðlilegt horf. Íslendingar hófu samstarf við héraðsyfirvöld í Pakwach héraði fyrir rúmum sjö árum sem fólst í því að reisa yfirbyggingu við fiskmarkað í þorpinu Panyimur, við landmæri Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó. Verkefnið var hluti af stóru verkefni Íslendinga um að auka gæði og verðmæti afla úr vötnum í Úganda. Markaðurinn í Panyimur er fjölsóttur af fólki sem kemur víða að, meðal annars frá nágrannaríkjum. „Sú framkvæmd að byggja yfir markaðinn var mikil lyftistöng fyrir héraðið, ekki síst konurnar sem sjá um viðskiptin,“ segir Finnbogi Rútur Arnarson verkefnastjóri í sendiráði Íslands í Kampala. „Árið 2019 óskaði héraðið enn og aftur eftir samvinnu við sendiráðið, nú um stækkun markaðarins. Starfsemin hafði margfaldast og eldra svæðið réði ekki lengur við þær 3000 fisksölukonur, sem sóttu hann hvern markaðsdag. Þá var ákveðið að tvöfalda markaðinn og því verki lauk í mars á síðasta ári þegar hann var formlega vígður.“ Um svipað leyti fór vatnsyfirborð stöðuvatna í Úganda að hækka eftir gífurlega úrkomu og mikla vatnavexti í ám. Yfirborð Viktoríuvatns hækkaði um 1,4 metra og sömu sögu var að segja um Albertsvatn og Kyogavatn. Að sögn Finnboga Rúts fór eldri hluti fiskmarkaðarins í Panyimur að hluta undir vatn. „Mannvirkin sem við höfum kostað voru í stórhættu og því var ákveðið að reisa varnargarð, til að bjarga því sem bjargað varð. Nú er varnargarðurinn risinn og báðir hlutar markaðarins komnir á þurrt. Starfsemin blómstrar á ný,“ segir Finnbogi Rútur. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Úganda Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent