Fótbolti

Íslendingaliðin heppin með drátt í Meistaradeildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lyon, sem Sara Björk Gunnarsdóttir leikur með, stefnir á að verða Evrópumeistari sjötta árið í röð.
Lyon, sem Sara Björk Gunnarsdóttir leikur með, stefnir á að verða Evrópumeistari sjötta árið í röð. getty/Giuseppe Cottini

Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Lyon mæta Brøndby í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Dregið var í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar í dag. Þrjú Íslendingalið voru í pottinum og þau geta öll vel við dráttinn unað.

Lyon, sem hefur unnið Meistaradeildina fimm sinnum í röð, mætir Brøndby í sextán liða úrslitunum. Í 32-liða úrslitunum sló Brøndby Ingibjörgu Sigurðardóttur og stöllur hennar í Vålerenga út eftir vítaspyrnukeppni. Á meðan vann Lyon Juventus.

Rosengård, sem Glódís Perla Viggósdóttir leikur með, mætir St. Pölten frá Austurríki.

Þá mætir Bayern München, sem Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er nýgengin til liðs við, BIIK-Kazygurt frá Kasakstan.

Mest spennandi viðureignin er eflaust á milli Englandsmeistara Chelsea og Atlético Madrid. Silfurlið síðasta tímabils, Wolfsburg, mætir Lillestrøm.

Fyrri leikirnir í sextán liða úrslitunum fara fram 3. og 4. mars og seinni leikirnir 10. og 11. mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×