Síðast þegar PSG kom á Nývang átti Barcelona eina mögnuðustu endurkomu allra tíma Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. febrúar 2021 13:00 Lionel Messi stekkur í fangið á Neymar eftir magnaða endurkomu Barcelona gegn Paris Saint-Germain 2017. getty/VI Images Barcelona og Paris Saint-Germain eigast við í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Síðast þegar þessi lið mættust á þessum sama stað í keppninni áttu Börsungar eina eftirminnilegustu endurkomu fótboltasögunnar. Barcelona og PSG mætast á Nývangi klukkan 20:00 í kvöld. Seinni leikurinn fer fram á Parc des Princes 10. mars. Liðin mættust einnig í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrir fjórum árum. Og það er líklega sveiflukenndasta einvígi í sögu keppninnar. PSG gerði allt rétt í fyrri leiknum á heimavelli sem liðið vann 4-0 með tveimur mörkum frá Ángel Di María og einu frá Julian Draxler og Edinson Cavani. Frakkarnir voru því í afar góðri stöðu fyrir seinni leikinn á Nývangi. Barcelona byrjaði hann af krafti og komst yfir strax á 3. mínútu með marki Luis Suárez. Fimm mínútum fyrir hálfleik skoraði Layvin Kurzawa sjálfsmark og verk Börsunga því hálfnað. Hagur þeirra vænkaðist enn frekar þegar Lionel Messi skoraði úr vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks. Á 62. mínútu minnkaði Cavani muninn í 3-1 fyrir PSG og Barcelona þurfti því að skora þrjú mörk til að komast áfram. Og þegar tvær mínútur voru til leiksloka var staðan enn 3-1. Þá fékk Barcelona aukaspyrnu fyrir utan vítateig PSG. Neymar steig fram, skoraði fjórða mark Börsunga og kveikti vonarneista sem Cavani virtist hafa slökkt í. Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma fékk Barcelona ódýrt víti eftir að Suárez féll í teignum. Neymar tók spyrnuna, skoraði annað mark sitt og fimmta mark Barcelona sem þurfti samt eitt mark til viðbótar til að komast áfram. Og á fimmtu mínútu í uppbótartíma kom það. Neymar sendi þá boltann inn á teiginn á Sergi Roberto sem teygði sig í hann og stýrði honum í netið. Þeir tæplega hundrað þúsund manns sem voru á Nývangi trylltust af fögnuði enda höfðu þeir séð eina mögnuðustu endurkomu fótboltasögunnar. Barcelona komst þó ekki lengra í Meistaradeildinni því Juventus sló spænska liðið örugglega úr leik í átta liða úrslitunum, 3-0 samanlagt. Eftir tímabilið 2016-17 keypti PSG Neymar frá Barcelona fyrir metverð. Talið er að leikurinn frægi á Nývangi 8. mars 2017 hafi haft áhrif á þá ákvörðun Neymars að yfirgefa Barcelona. Þrátt fyrir að hafa skorað tvö mörk, lagt upp sigurmarkið og fiskað víti var sviðsljósið á Messi eftir leik. Sama hvað Neymar gerði fyrir Barcelona stóð hann alltaf í skugga Messis. Það er reyndar ekki loku fyrir það skotið að þeir spili aftur saman og það hjá PSG. Samningur Messis við Barcelona rennur út í sumar og PSG er eitt þeirra félaga sem er talið eiga möguleika á að klófesta argentínska snillinginn. Neymar ku einnig vera duglegur bak við tjöldin að reyna að sannfæra Messi um að koma til frönsku höfuðborgarinnar. Ekkert verður þó af því að þeir Messi og Neymar eigist við í kvöld því Brassinn er meiddur. Einnig er talið ólíklegt að hann verði klár í seinni leikinn gegn Barcelona eftir tæpan mánuð. Mauricio Pochettino stýrir PSG í fyrsta sinn í Meistaradeildinni í kvöld en hann tók við af Thomas Tuchel sem var rekinn á aðfangadag. Tuchel kom PSG í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra þar sem liðið tapaði fyrir Bayern München. Barcelona hefur hins vegar ekki komist í úrslit Meistaradeildarinnar síðan 2015. Þá vann Barcelona 3-1 sigur á Juventus þar sem Neymar skoraði eitt marka Börsunga. Leikur Barcelona og PSG hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Leikur RB Leipzig og Liverpool hefst á sama tíma og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikina hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19:15 og þeir verða svo gerðir upp í Meistaradeildarmörkunum klukkan 22:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Sjá meira
Barcelona og PSG mætast á Nývangi klukkan 20:00 í kvöld. Seinni leikurinn fer fram á Parc des Princes 10. mars. Liðin mættust einnig í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrir fjórum árum. Og það er líklega sveiflukenndasta einvígi í sögu keppninnar. PSG gerði allt rétt í fyrri leiknum á heimavelli sem liðið vann 4-0 með tveimur mörkum frá Ángel Di María og einu frá Julian Draxler og Edinson Cavani. Frakkarnir voru því í afar góðri stöðu fyrir seinni leikinn á Nývangi. Barcelona byrjaði hann af krafti og komst yfir strax á 3. mínútu með marki Luis Suárez. Fimm mínútum fyrir hálfleik skoraði Layvin Kurzawa sjálfsmark og verk Börsunga því hálfnað. Hagur þeirra vænkaðist enn frekar þegar Lionel Messi skoraði úr vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks. Á 62. mínútu minnkaði Cavani muninn í 3-1 fyrir PSG og Barcelona þurfti því að skora þrjú mörk til að komast áfram. Og þegar tvær mínútur voru til leiksloka var staðan enn 3-1. Þá fékk Barcelona aukaspyrnu fyrir utan vítateig PSG. Neymar steig fram, skoraði fjórða mark Börsunga og kveikti vonarneista sem Cavani virtist hafa slökkt í. Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma fékk Barcelona ódýrt víti eftir að Suárez féll í teignum. Neymar tók spyrnuna, skoraði annað mark sitt og fimmta mark Barcelona sem þurfti samt eitt mark til viðbótar til að komast áfram. Og á fimmtu mínútu í uppbótartíma kom það. Neymar sendi þá boltann inn á teiginn á Sergi Roberto sem teygði sig í hann og stýrði honum í netið. Þeir tæplega hundrað þúsund manns sem voru á Nývangi trylltust af fögnuði enda höfðu þeir séð eina mögnuðustu endurkomu fótboltasögunnar. Barcelona komst þó ekki lengra í Meistaradeildinni því Juventus sló spænska liðið örugglega úr leik í átta liða úrslitunum, 3-0 samanlagt. Eftir tímabilið 2016-17 keypti PSG Neymar frá Barcelona fyrir metverð. Talið er að leikurinn frægi á Nývangi 8. mars 2017 hafi haft áhrif á þá ákvörðun Neymars að yfirgefa Barcelona. Þrátt fyrir að hafa skorað tvö mörk, lagt upp sigurmarkið og fiskað víti var sviðsljósið á Messi eftir leik. Sama hvað Neymar gerði fyrir Barcelona stóð hann alltaf í skugga Messis. Það er reyndar ekki loku fyrir það skotið að þeir spili aftur saman og það hjá PSG. Samningur Messis við Barcelona rennur út í sumar og PSG er eitt þeirra félaga sem er talið eiga möguleika á að klófesta argentínska snillinginn. Neymar ku einnig vera duglegur bak við tjöldin að reyna að sannfæra Messi um að koma til frönsku höfuðborgarinnar. Ekkert verður þó af því að þeir Messi og Neymar eigist við í kvöld því Brassinn er meiddur. Einnig er talið ólíklegt að hann verði klár í seinni leikinn gegn Barcelona eftir tæpan mánuð. Mauricio Pochettino stýrir PSG í fyrsta sinn í Meistaradeildinni í kvöld en hann tók við af Thomas Tuchel sem var rekinn á aðfangadag. Tuchel kom PSG í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra þar sem liðið tapaði fyrir Bayern München. Barcelona hefur hins vegar ekki komist í úrslit Meistaradeildarinnar síðan 2015. Þá vann Barcelona 3-1 sigur á Juventus þar sem Neymar skoraði eitt marka Börsunga. Leikur Barcelona og PSG hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Leikur RB Leipzig og Liverpool hefst á sama tíma og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikina hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19:15 og þeir verða svo gerðir upp í Meistaradeildarmörkunum klukkan 22:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Sjá meira