Athygli vakti að þegar dómarar leiksins tóku við verðlaunum sínum eftir leikinn heilsaði Sheikh Joaan bin Hamad Al-Thani karldómurunum en virtist hunsa konurnar Edinu Alves Batista og Neuzu Back.
Einhverjar fréttir hafa borist af því að Infantino hafi bannað Batista og Back að heilsa sjeiknum eftir leikinn þar sem Bayern München bar sigurorð af Tigres frá Mexíkó, 1-0.
Infantino segir þetta alrangt og segist vera mikill jafnréttissinni. „Varðandi lygarnar sem verið breiddar út á samfélagsmiðlum um það sem ég sagði við konurnar eftir úrslitaleikinn vil ég koma eftirfarandi á hreint,“ sagði forsetinn.
„Ég notaði tækifærið og þakkaði þeim fyrir góða frammistöðu. Þetta voru tímamót fyrir FIFA, í fyrsta sinn sem konur dæma í svona leik. Eins og allir vita er ég mikill jafnréttissinni. Þeir sem hafa breitt út þessar lygar ættu að skammast sín.“
Heimsmeistaramótið á næsta ári verður haldið í Katar sem er langt frá því að vera óumdeilt.