Rauði krossinn: Neyðarsöfnun vegna COVID-19 í Malaví Heimsljós 12. febrúar 2021 09:10 Fjöldi látinna í Malaví vegna COVID-19 eykst dag frá degi en talið er að hið bráðsmitandi afbrigði sem greindist fyrst í Suður-Afríku hafi borist til landsins. Rauði krossinn á Íslandi hefur hrundið af stað neyðarsöfnun vegna COVID-19 í Malaví. „Gríðarstór COVID-19 bylgja herjar nú á berskjaldaða íbúa Malaví, eins þéttbýlasta lands Afríku. Líklegast þykir að hið bráðsmitandi suðurafríska afbrigði veirunnar hafi borist til landsins um og upp úr áramótum og var hlutfall jákvæðra prófa fyrstu vikur ársins allt að 30%,“ segir í frétt frá Rauða krossinum. Þar segir að faraldurinn hafi fljótt náð fljótt veldisvexti og vitað sé að vegna mjög takmarkaðrar skimunargetu sé raunverulegur fjöldi tilfella að öllum líkindum mun hærri en fjöldi staðfestra tilfella. „Fjöldi látinna eykst dag frá degi og illa gengur að ná böndum á útbreiðslu veirunnar. Heilbrigðiskerfi þessa fátæka lands er komið að þolmörkum. Súrefni er af skornum skammti og sett hafa verið upp tjaldsjúkrahús til að reyna að anna álagi. Um 1.300 heilbrigðisstarfsmenn hafa greinst með veiruna og enn eru bólusetningar ekki hafnar í landinu,“ segir í fréttinni. „Rauði krossinn er stærstu hjálparsamtök Malaví og tugþúsundir sjálfboðaliða félagins sinna mikilvægu hlutverki í viðbragðskerfi landsins. Við á Íslandi þekkjum vel mikilvægi þess að geta treyst á vel þjálfaða sjálfboðaliða um land allt - í borgum, bæjum og sveitum – þegar bregðast þarf hratt við og koma mikilvægum upplýsingum til skila. Frá aldamótum hefur Rauði krossinn á Íslandi starfað náið með systurfélagi sínu í Malaví, bæði að verkefnum í þróunarsamvinnu og að ýmsum neyðaraðgerðum sem sífellt verða tíðari vegna hamfarahlýnunar. Frá því veiran greindist fyrst í Afríku hefur Rauði krossinn lagt áherslu á forvarnir og fræðslu um smitleiðir, mikilvægi handþvottar, grímunotkun, dreifingu hlífðarbúnaðar og þess að viðhalda nálægðarmörkum. Mikil vinna hefur farið í að leiðrétta sögusagnir og tryggja réttar upplýsingar.“ Í frétt Rauða krossins er bent á að einhverjar alvarlegustu afleiðingar faraldursins tengist lokunum skóla og almennum samkomutakmörkunum og margt fólk sem lifir við sárafátækt eygi litla von um að sjá sér farboða. Nefnt er að Heimilisofbeldi hafi aukist og merkja megi aukningu í barnahjónaböndum og barnshafandi unglingsstúlkum fjölgi. „Verkefninu er ekki lokið. Mannkyn er ekki laust við þennan faraldur fyrr en búið er að ráða niðurlögum hans alls staðar. Tökum slaginn saman. Rauði krossinn veitir lífsbjargandi aðstoð í Malaví og fer þess nú á leit við fólk og fyrirtæki að þau styðji aðgerðirnar dyggilega,“ segir í frétt Rauða krossins. Hægt er að styðja söfnunina með því að: senda sms-ið TAKK í 1900 (2.900 kr.) styrkja í gegnum Aur (@raudikrossinn / 1235704000) styrkja í gegnum Kass (778 3609) leggja inn á reikning 0342-26-12, kt. 530269-2649 Malaví er eins og flestir vita annað tveggja samstarfsríkja Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Malaví Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent
Rauði krossinn á Íslandi hefur hrundið af stað neyðarsöfnun vegna COVID-19 í Malaví. „Gríðarstór COVID-19 bylgja herjar nú á berskjaldaða íbúa Malaví, eins þéttbýlasta lands Afríku. Líklegast þykir að hið bráðsmitandi suðurafríska afbrigði veirunnar hafi borist til landsins um og upp úr áramótum og var hlutfall jákvæðra prófa fyrstu vikur ársins allt að 30%,“ segir í frétt frá Rauða krossinum. Þar segir að faraldurinn hafi fljótt náð fljótt veldisvexti og vitað sé að vegna mjög takmarkaðrar skimunargetu sé raunverulegur fjöldi tilfella að öllum líkindum mun hærri en fjöldi staðfestra tilfella. „Fjöldi látinna eykst dag frá degi og illa gengur að ná böndum á útbreiðslu veirunnar. Heilbrigðiskerfi þessa fátæka lands er komið að þolmörkum. Súrefni er af skornum skammti og sett hafa verið upp tjaldsjúkrahús til að reyna að anna álagi. Um 1.300 heilbrigðisstarfsmenn hafa greinst með veiruna og enn eru bólusetningar ekki hafnar í landinu,“ segir í fréttinni. „Rauði krossinn er stærstu hjálparsamtök Malaví og tugþúsundir sjálfboðaliða félagins sinna mikilvægu hlutverki í viðbragðskerfi landsins. Við á Íslandi þekkjum vel mikilvægi þess að geta treyst á vel þjálfaða sjálfboðaliða um land allt - í borgum, bæjum og sveitum – þegar bregðast þarf hratt við og koma mikilvægum upplýsingum til skila. Frá aldamótum hefur Rauði krossinn á Íslandi starfað náið með systurfélagi sínu í Malaví, bæði að verkefnum í þróunarsamvinnu og að ýmsum neyðaraðgerðum sem sífellt verða tíðari vegna hamfarahlýnunar. Frá því veiran greindist fyrst í Afríku hefur Rauði krossinn lagt áherslu á forvarnir og fræðslu um smitleiðir, mikilvægi handþvottar, grímunotkun, dreifingu hlífðarbúnaðar og þess að viðhalda nálægðarmörkum. Mikil vinna hefur farið í að leiðrétta sögusagnir og tryggja réttar upplýsingar.“ Í frétt Rauða krossins er bent á að einhverjar alvarlegustu afleiðingar faraldursins tengist lokunum skóla og almennum samkomutakmörkunum og margt fólk sem lifir við sárafátækt eygi litla von um að sjá sér farboða. Nefnt er að Heimilisofbeldi hafi aukist og merkja megi aukningu í barnahjónaböndum og barnshafandi unglingsstúlkum fjölgi. „Verkefninu er ekki lokið. Mannkyn er ekki laust við þennan faraldur fyrr en búið er að ráða niðurlögum hans alls staðar. Tökum slaginn saman. Rauði krossinn veitir lífsbjargandi aðstoð í Malaví og fer þess nú á leit við fólk og fyrirtæki að þau styðji aðgerðirnar dyggilega,“ segir í frétt Rauða krossins. Hægt er að styðja söfnunina með því að: senda sms-ið TAKK í 1900 (2.900 kr.) styrkja í gegnum Aur (@raudikrossinn / 1235704000) styrkja í gegnum Kass (778 3609) leggja inn á reikning 0342-26-12, kt. 530269-2649 Malaví er eins og flestir vita annað tveggja samstarfsríkja Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Malaví Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent