Eyddi meira en mínútu í að laga hárið áður en hann hitaði upp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2021 13:00 Isco hefur varla tekið þátt i þessu tímabili hjá Real Madrid og var líklega að senda Zinedine Zidane skilaboð. Getty/Jose Breton Real Madrid leikmaðurinn Isco náði að hneyksla marga þegar hann hitaði upp fyrir síðasta leik spænska stórliðsins. Þetta hefur ekki verið merkilegt tímabil fyrir hinn 28 ára gamla Isco sem hefur enn ekki skorað mark á tímabilinu og þarf oftast að sætta sig við það að dúsa á varamannabekknum hjá Real Madrid. Zinedine Zidane sendi hann út að hita upp í leik Real Madrid og Getafe í spænsku deildinni í vikunni. Real vann leikinn 2-0 en Isco fékk ekki nema fjórtán mínútur. Isco var hins vegar búinn að hneyksla stóran hluta stuðningsmanna Real Madrid löngu áður en hann kom inn á völlinn. Það hefur nefnilega mikið verið gert úr hegðun hans eftir að Zidane sendi hann út að hita. Fans tear into Isco for taking well over a minute to sort out his HAIR before warming up https://t.co/3tGEFBxMvL— MailOnline Sport (@MailSport) February 11, 2021 Isco eyddi nefnilega einni mínútu og tuttugu sekúndum í það að laga hárið á sér áður en hann byrjaði upphitun sína á hliðarlínunni. Stuðningsmenn Real Madrid saka leikmanninn um að hafa sýnt Zinedine Zidane vanvirðingu með þessu háttalagi sínu. Isco er hárprúður maður og eyddi öllum þessum tíma í að setja hárið í tagl. Það á ekki að taka eina mínútu og tuttugu sekúndur. Isco bleytti hárið margoft og dundaði sér við þetta fyrir framan augun á þjálfara sínum. Hann kom loksins inn á völlinn á 76. mínútu og leysti af Marco Asensio. Karim Benzema og Ferland Mendy höfðu þá þegar komið Real Madrid í 2-0 sem urðu svo úrslit leiksins. Þetta var í ellefta skiptið sem Isco kemur inn á sem varamaður á tímabilinu en hann hefur aðeins byrjað fjóra leiki. Isco átti síðast þátt í marki hjá Real Madrid í 2-0 sigri á Granada á Þorláksmessu. Hann átti þá stoðsendingu á Karim Benzema í uppbótatíma eftir að hafa komið inn á sem varamaður á 78. mínútu. Spænski boltinn Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjá meira
Þetta hefur ekki verið merkilegt tímabil fyrir hinn 28 ára gamla Isco sem hefur enn ekki skorað mark á tímabilinu og þarf oftast að sætta sig við það að dúsa á varamannabekknum hjá Real Madrid. Zinedine Zidane sendi hann út að hita upp í leik Real Madrid og Getafe í spænsku deildinni í vikunni. Real vann leikinn 2-0 en Isco fékk ekki nema fjórtán mínútur. Isco var hins vegar búinn að hneyksla stóran hluta stuðningsmanna Real Madrid löngu áður en hann kom inn á völlinn. Það hefur nefnilega mikið verið gert úr hegðun hans eftir að Zidane sendi hann út að hita. Fans tear into Isco for taking well over a minute to sort out his HAIR before warming up https://t.co/3tGEFBxMvL— MailOnline Sport (@MailSport) February 11, 2021 Isco eyddi nefnilega einni mínútu og tuttugu sekúndum í það að laga hárið á sér áður en hann byrjaði upphitun sína á hliðarlínunni. Stuðningsmenn Real Madrid saka leikmanninn um að hafa sýnt Zinedine Zidane vanvirðingu með þessu háttalagi sínu. Isco er hárprúður maður og eyddi öllum þessum tíma í að setja hárið í tagl. Það á ekki að taka eina mínútu og tuttugu sekúndur. Isco bleytti hárið margoft og dundaði sér við þetta fyrir framan augun á þjálfara sínum. Hann kom loksins inn á völlinn á 76. mínútu og leysti af Marco Asensio. Karim Benzema og Ferland Mendy höfðu þá þegar komið Real Madrid í 2-0 sem urðu svo úrslit leiksins. Þetta var í ellefta skiptið sem Isco kemur inn á sem varamaður á tímabilinu en hann hefur aðeins byrjað fjóra leiki. Isco átti síðast þátt í marki hjá Real Madrid í 2-0 sigri á Granada á Þorláksmessu. Hann átti þá stoðsendingu á Karim Benzema í uppbótatíma eftir að hafa komið inn á sem varamaður á 78. mínútu.
Spænski boltinn Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjá meira