Þetta varð ljóst í gær eftir að svokallaður „shortlist“ fyrir verðlaunin í nokkrum flokkum, þar á meðal fyrir besta lagið, var birtur.
Husavik naut mikilla vinsælda hér á landi í fyrra líkt og mynd Wills Farrell um Eurovision en hún gerist að hluta til einmitt á Húsavík og fjallar um söngvara og söngkonu sem eiga sér þann draum heitasta en að keppa í söngkeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.
Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna verða kynntar þann 15. mars og þá kemur í ljós hvort lagið verði tilnefnt eða ekki.
Íslenska tónskáldið Atli Örvarsson samdi tónlistina við myndina Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga en kom þó ekki að því að semja lagið Husavik.
Fréttin hefur verið uppfærð þar sem upphaflega var missagt að Atli Örvarsson hefði komið að því að semja Husavik. Þetta hefur nú verið leiðrétt.