Óvænt gleðitíðindi að íslenskt nautakjöt er með mun lægra kolefnisspor Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. febrúar 2021 18:46 Ragnar og Hrafnhildur á Litla-Ármóti efuðust um að alþjóðlegt meðaltal um kolefnisspor nautakjöts ætti við um íslenskt nautakjöt í vegantilrauninni í Kjötætum óskast. Þau gleðitíðindi bárust svo við lokavinnslu þáttanna að verið væri að vinna að uppfærslu Matarsporsins með kolefnisspori fyrir framleiðslu íslensks nautakjöts sem sýna að það er allt að helmingi lægra en alþjóðlegt meðaltal um nautakjötsframleiðslu bendir til. Kjötætur óskast! Innlent nautakjöt er með allt að helmingi lægra kolefnisspor en erlent nautakjöt þegar reiknað hefur verið inn alþjóðlegt meðaltal fyrir kolefnisspor landnotkunar. Þetta kom í ljós þegar verkfræðistofan EFLA hafði unnið skýrslu um kolefnisispor nautgriparæktar á Íslandi fyrir Landssamband kúabænda og bætt þeim niðurstöðum við upplýsingar um alþjóðlegt meðaltal landnotkunar. Lóa Pind þáttastjórnandi Kjötætur óskast! segir þetta óvænt gleðitíðindi. Lokaþátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 núna klukkan 19.10. „Í skýrslunni um kolefnisspor nautgriparæktar á Íslandi er ekki reiknað inn kolefnisspor landnotkunar þar sem áreiðanlegar tölur liggja enn ekki fyrir. Landnotkun getur hinsv vegar vegið þungt í kolefnisspori nautakjöts og mjólkur. Af þessum sökum hefur verið erlenda meðaltalið verið notað í Kolefnisreiknivél EFLU - Matarsporinu - fyrir nautakjöt og mjólk. En kolefnissporið samanstendur meðal annars af metanlosun frá iðragerjun, losun vegna landnotkunar og breyttrar landnotkunar, áburðar og eldsneytisnotkun, framleiðslu fóðurs og fleira.“ Hjónin Ragnar Finnur Sigurðsson og Hrafnhildur Baldursdóttir kúabændur á Litla-Ármóti, sem tóku þátt í vegantilraun fyrir sjónvarpsþættina Kjötætur óskast á Stöð 2, viðruðu frá upphafi tilraunar efasemdir um að kolefnisspor erlends nautakjöts ætti við um íslenskt nautakjöt í Matarspori EFLU. Matarsporið uppfært Matarsporið er notað við mælingar á kolefnisspori máltíða í þáttunum. Í lokaþættinum, sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld, mætti Vísindatvíeyki EFLU til fundar við Ragnar og Hrafnhildi á þeirra heimavelli. Þau hjónin framleiða bæði kjöt og mjólk og Ragnar hafði fyrir fundinn mátað tölur fyrir þeirra bú við íslenskt meðalbú sem EFLA hafði stillt upp fyrir Landssamband kúabænda. Í ljós kom að kjöt- og mjólkurframleiðsla á Litlu-Ármótum var að gefa sambærilegt kolefnisspor og íslenskt meðaltal. Til þess að nálgast betur íslenskt kolefnisspor fyrir nautakjöt og mjólk var ákveðið að nýta tölur fyrir íslensk meðalbú, fengnar úr skýrslu EFLU fyrir Landssamband kúabænda, og bæta við erlendu meðalgildi fyrir kolefnisspor landnotkunar. „Niðurstaðan er sú að innlent nautakjöt er með allt að helmingi lægra kolefnisspor en erlent nautakjöt þegar reiknað hefur verið inn alþjóðlegt meðaltal fyrir kolefnisspor landnotkunar. Þegar íslenskar tölur liggja fyrir um kolefnisspor landnotkunar fyrir kjötframleiðslu verður kolefnisspor kjöt- og mjólkurframleiðslu í Matarsporinu uppfærð. Slíkar uppfærslur eru gerðar með reglulegu millibili með tilliti til nýrra upplýsinga - en reiknivélin er notuð í stórum mötuneytum á landinu.“ Kolefnisspor hamborgara úr íslensku nautakjöti er þó sjö sinnum meira en hamborgara úr baunabuffi, eins og kemur fram í þættinum. Hér fyrir neðan má sjá brot úr lokaþættinum. Klippa: Kjötætur óskast! - Kolefnisspor íslenska nautakjötsins Lokaþáttur af Kjötætur óskast! Vegan með Lóu Pind er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:10. Í þessari fimm þátta seríu fylgist Lóa með fjórum íslenskum fjölskyldum sem féllust á að taka þátt í fjöggura vikna vegan tilraun. Í þætti kvöldsins er hópurinn kominn á síðustu viku tilraunar. „Í seinni hluta þáttar eru svo niðurstöður þessarar tilraunar afhjúpaðar. Þá fá fjölskyldurnar upplýsingar um hvernig gekk að minnka kolefnissporið og sömuleiðis hvaða áhrif grænkerafæðið hafði á heilsu þeirra. Niðurstöðurnar eru vægast sagt óvæntar og sýna berlega að sama mataræði hentar ekki öllum,“ segir Lóa Pind. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson og klippingu annaðist Hrafn Jónsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2. Verkfræðistofan EFLA veitti ómetanlega aðstoð við útreikninga þáttanna. Kjötætur óskast! Vegan Matur Tengdar fréttir Óvæntar lokaniðurstöður í kvöld: „Er vistkerafæði lausnin fyrir kjötætur?“ „Við þurfum ekki að hætta að borða kjöt,“ segir Sævar Helgi Bragason vísindamiðlari í lokaþætti af Kjötætum óskast sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. 8. febrúar 2021 16:00 Uppskriftir úr Kjötætur óskast: Linsubaunatacos með kasjúsósu og vegan Wellington Í þriðja þætti af Kjötætur óskast! heimsóttu fjórir matgæðingar fjölskyldurnar fjórar sem taka þátt í vegantilrauninni. Verkefni matgæðinganna var að veganvæða óskarétt hvers heimilis. Hér eru uppskriftir frá tveimur þeirra úr þættinum. 1. febrúar 2021 17:30 Á suðupunkti í miðri vegantilraun: „Maður er alltaf svangur“ „Svona undir lok síðustu viku myndi ég segja að við hefðum orðið í fyrsta skipti alvarlega geðvond,“ segir Annska Arndal, íslenskukennari og leiðsögumaður, sem tekur þátt í vegantilrauninni í þáttaröðinni Kjötætur óskast sem er á Stöð 2 um þessar mundir. 1. febrúar 2021 12:31 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Þetta kom í ljós þegar verkfræðistofan EFLA hafði unnið skýrslu um kolefnisispor nautgriparæktar á Íslandi fyrir Landssamband kúabænda og bætt þeim niðurstöðum við upplýsingar um alþjóðlegt meðaltal landnotkunar. Lóa Pind þáttastjórnandi Kjötætur óskast! segir þetta óvænt gleðitíðindi. Lokaþátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 núna klukkan 19.10. „Í skýrslunni um kolefnisspor nautgriparæktar á Íslandi er ekki reiknað inn kolefnisspor landnotkunar þar sem áreiðanlegar tölur liggja enn ekki fyrir. Landnotkun getur hinsv vegar vegið þungt í kolefnisspori nautakjöts og mjólkur. Af þessum sökum hefur verið erlenda meðaltalið verið notað í Kolefnisreiknivél EFLU - Matarsporinu - fyrir nautakjöt og mjólk. En kolefnissporið samanstendur meðal annars af metanlosun frá iðragerjun, losun vegna landnotkunar og breyttrar landnotkunar, áburðar og eldsneytisnotkun, framleiðslu fóðurs og fleira.“ Hjónin Ragnar Finnur Sigurðsson og Hrafnhildur Baldursdóttir kúabændur á Litla-Ármóti, sem tóku þátt í vegantilraun fyrir sjónvarpsþættina Kjötætur óskast á Stöð 2, viðruðu frá upphafi tilraunar efasemdir um að kolefnisspor erlends nautakjöts ætti við um íslenskt nautakjöt í Matarspori EFLU. Matarsporið uppfært Matarsporið er notað við mælingar á kolefnisspori máltíða í þáttunum. Í lokaþættinum, sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld, mætti Vísindatvíeyki EFLU til fundar við Ragnar og Hrafnhildi á þeirra heimavelli. Þau hjónin framleiða bæði kjöt og mjólk og Ragnar hafði fyrir fundinn mátað tölur fyrir þeirra bú við íslenskt meðalbú sem EFLA hafði stillt upp fyrir Landssamband kúabænda. Í ljós kom að kjöt- og mjólkurframleiðsla á Litlu-Ármótum var að gefa sambærilegt kolefnisspor og íslenskt meðaltal. Til þess að nálgast betur íslenskt kolefnisspor fyrir nautakjöt og mjólk var ákveðið að nýta tölur fyrir íslensk meðalbú, fengnar úr skýrslu EFLU fyrir Landssamband kúabænda, og bæta við erlendu meðalgildi fyrir kolefnisspor landnotkunar. „Niðurstaðan er sú að innlent nautakjöt er með allt að helmingi lægra kolefnisspor en erlent nautakjöt þegar reiknað hefur verið inn alþjóðlegt meðaltal fyrir kolefnisspor landnotkunar. Þegar íslenskar tölur liggja fyrir um kolefnisspor landnotkunar fyrir kjötframleiðslu verður kolefnisspor kjöt- og mjólkurframleiðslu í Matarsporinu uppfærð. Slíkar uppfærslur eru gerðar með reglulegu millibili með tilliti til nýrra upplýsinga - en reiknivélin er notuð í stórum mötuneytum á landinu.“ Kolefnisspor hamborgara úr íslensku nautakjöti er þó sjö sinnum meira en hamborgara úr baunabuffi, eins og kemur fram í þættinum. Hér fyrir neðan má sjá brot úr lokaþættinum. Klippa: Kjötætur óskast! - Kolefnisspor íslenska nautakjötsins Lokaþáttur af Kjötætur óskast! Vegan með Lóu Pind er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:10. Í þessari fimm þátta seríu fylgist Lóa með fjórum íslenskum fjölskyldum sem féllust á að taka þátt í fjöggura vikna vegan tilraun. Í þætti kvöldsins er hópurinn kominn á síðustu viku tilraunar. „Í seinni hluta þáttar eru svo niðurstöður þessarar tilraunar afhjúpaðar. Þá fá fjölskyldurnar upplýsingar um hvernig gekk að minnka kolefnissporið og sömuleiðis hvaða áhrif grænkerafæðið hafði á heilsu þeirra. Niðurstöðurnar eru vægast sagt óvæntar og sýna berlega að sama mataræði hentar ekki öllum,“ segir Lóa Pind. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson og klippingu annaðist Hrafn Jónsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2. Verkfræðistofan EFLA veitti ómetanlega aðstoð við útreikninga þáttanna.
Kjötætur óskast! Vegan Matur Tengdar fréttir Óvæntar lokaniðurstöður í kvöld: „Er vistkerafæði lausnin fyrir kjötætur?“ „Við þurfum ekki að hætta að borða kjöt,“ segir Sævar Helgi Bragason vísindamiðlari í lokaþætti af Kjötætum óskast sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. 8. febrúar 2021 16:00 Uppskriftir úr Kjötætur óskast: Linsubaunatacos með kasjúsósu og vegan Wellington Í þriðja þætti af Kjötætur óskast! heimsóttu fjórir matgæðingar fjölskyldurnar fjórar sem taka þátt í vegantilrauninni. Verkefni matgæðinganna var að veganvæða óskarétt hvers heimilis. Hér eru uppskriftir frá tveimur þeirra úr þættinum. 1. febrúar 2021 17:30 Á suðupunkti í miðri vegantilraun: „Maður er alltaf svangur“ „Svona undir lok síðustu viku myndi ég segja að við hefðum orðið í fyrsta skipti alvarlega geðvond,“ segir Annska Arndal, íslenskukennari og leiðsögumaður, sem tekur þátt í vegantilrauninni í þáttaröðinni Kjötætur óskast sem er á Stöð 2 um þessar mundir. 1. febrúar 2021 12:31 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Óvæntar lokaniðurstöður í kvöld: „Er vistkerafæði lausnin fyrir kjötætur?“ „Við þurfum ekki að hætta að borða kjöt,“ segir Sævar Helgi Bragason vísindamiðlari í lokaþætti af Kjötætum óskast sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. 8. febrúar 2021 16:00
Uppskriftir úr Kjötætur óskast: Linsubaunatacos með kasjúsósu og vegan Wellington Í þriðja þætti af Kjötætur óskast! heimsóttu fjórir matgæðingar fjölskyldurnar fjórar sem taka þátt í vegantilrauninni. Verkefni matgæðinganna var að veganvæða óskarétt hvers heimilis. Hér eru uppskriftir frá tveimur þeirra úr þættinum. 1. febrúar 2021 17:30
Á suðupunkti í miðri vegantilraun: „Maður er alltaf svangur“ „Svona undir lok síðustu viku myndi ég segja að við hefðum orðið í fyrsta skipti alvarlega geðvond,“ segir Annska Arndal, íslenskukennari og leiðsögumaður, sem tekur þátt í vegantilrauninni í þáttaröðinni Kjötætur óskast sem er á Stöð 2 um þessar mundir. 1. febrúar 2021 12:31