Um er að ræða demant sem er virði 24 milljóna dollara eða því sem samsvarar um þremur milljörðum íslenskra króna. Uzi lét einfaldlega græða demantinn inn í húð sína við ennið.
Demanturinn er bleikur á litinn og hefur verið fjallað um ákvörðun rapparans töluvert í erlendum miðlum.
Complex birtir myndir af Uzi í hljóðveri þar sem sjá má útkomuna en tónlistarmaðurinn Logi Pedro vakti athygli á þessu á Twitter.
Einn af mínum uppáhalds var að láta ígræða þriggja milljarða krónu demant í ennið á sér.
— Logi Pedro (@logipedro101) February 3, 2021
Guð blessi! https://t.co/y7545Tstnk