Þremur tímum fyrir leikinn var honum frestað vegna óeirðarláta en þeir brutust inn á æfingasvæði Marseille með tilheyrandi látum. Því var ekki talið hætt að spila leikinn vegna áhættu að þeir myndi brjótast inn á völlinn í gærkvöldi.
Stuðningsmennirnir eru ekki á eitt sáttir með hvernig félaginu er stýrt og yfir gengi liðsins að undanförnu. Marseille hefur einungis unnið einn af síðustu átta leikjum sínum og fimm af þeim hafa þeir tapað.
Training centre vandalised by Marseille fans who penetrated it earlier this afternoon - 25 arrests made by police, according to RMC. pic.twitter.com/Y4ir7ZJN2q
— Get French Football News (@GFFN) January 30, 2021
Stuðningsmennirnir köstuðu reyksprengjum sem og flugeldum inn á æfingasvæði félagsins, La Commanderie, sem er við höfnina í bænum Marseille en lögreglan kom svo til sögunnar. 25 hafa verið handteknir en sjö lögreglumenn meiddust.
Samkvæmt heimildm franskra fjölmiðla vildu stuðningsmennirnir ná tali af stjörnunni Dimitri Payet sem og forsetanum Jacques Henri Eyraud. Einn leikmaður á að hafa meiðst í átökunum, Álvaro González.
„300 starfsmenn eru nú í áfalli eftir að hafa séð þessar ótrúlegu árás gegn Olympique Marseille. Þeir sem ollu þessu eiga að fá eins þunga refsingu og hægt er. Þeir kalla sig stuðningsmenn en eyðileggja aðstöðu og hóta leikmönnum og starfsfólki,“ sagði forsetinn ómyrkur í máli.