Björn í eitt besta lið Noregs því að peningar tala Sindri Sverrisson skrifar 27. janúar 2021 13:00 Björn Bergmann Sigurðarson er á leið í eitt besta lið Noregs eftir stutta dvöl hjá Lilleström. mynd/lsk.no Knattspyrnumaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson er á leið til síns gamla félags Molde frá Lilleström ef fað líkum lætur, þrátt fyrir að hafa sýnt því mikinn áhuga að vera áfram hjá Lilleström. „Ég fékk tilboð sem ég gat ekki hafnað,“ segir Björn. Það er norski miðillinn Romsdals Budstikke sem greinir frá þessu og hefur eftir Birni að félögin séu nú að komast að samkomulagi um kaupverð. Björn hafnaði tilboði frá Molde á mánudaginn og var viss um að hann yrði áfram hjá Lilleström, sem vann sig upp í norsku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð. Molde varð í 2. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð og forráðamenn félagsins voru staðráðnir í að fá Björn: „Þeir spurðu hvað þyrfti til að ég kæmi. Ég sagði hvað ég vildi og þeir sögðu já,“ sagði Björn og fór ekki leynt með það að launakjör hefðu ráðið því að hann samþykkti tilboð Molde: „Ég hef haft áhuga á að vera í Lilleström en ég á í mesta lagi 2-3 ár eftir af fótboltaferlinum og verð að hugsa líka um sjálfan mig. Þegar ég fæ tilboð sem færir mér meiri peninga þá er það eitthvað sem ég verð að skora, burtséð frá því hversu vel mér líður hér hjá félaginu,“ sagði Björn. Varð Noregsmeistari með Molde og raðaði inn mörkum Björn varð norskur meistari með Molde 2014 og síðar markakóngur liðsins með 17 mörk 2017, undir stjórn Ole Gunnar Solskjær. Hann lék með Lilleström á árunum 2009-2012, var að láni hjá Molde frá Wolves árið 2014 og kom svo aftur til Molde og lék með liðinu 2016-2017. Eftir að hafa verið í Rússlandi og á Kýpur sneri hann svo á ný til Noregs í fyrrahaust, til Lilleström, og gerði samning sem gilti til loka síðasta árs. Fresturinn til að skrá leikmenn í Evrópukeppni rennur út 31. janúar. Ætli Molde sér að nýta krafta Björns í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar, þar sem liðið mætir Hoffenheim í febrúar, þarf því að ganga frá félagaskiptum fyrir þann tíma. Norski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Sjá meira
Það er norski miðillinn Romsdals Budstikke sem greinir frá þessu og hefur eftir Birni að félögin séu nú að komast að samkomulagi um kaupverð. Björn hafnaði tilboði frá Molde á mánudaginn og var viss um að hann yrði áfram hjá Lilleström, sem vann sig upp í norsku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð. Molde varð í 2. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð og forráðamenn félagsins voru staðráðnir í að fá Björn: „Þeir spurðu hvað þyrfti til að ég kæmi. Ég sagði hvað ég vildi og þeir sögðu já,“ sagði Björn og fór ekki leynt með það að launakjör hefðu ráðið því að hann samþykkti tilboð Molde: „Ég hef haft áhuga á að vera í Lilleström en ég á í mesta lagi 2-3 ár eftir af fótboltaferlinum og verð að hugsa líka um sjálfan mig. Þegar ég fæ tilboð sem færir mér meiri peninga þá er það eitthvað sem ég verð að skora, burtséð frá því hversu vel mér líður hér hjá félaginu,“ sagði Björn. Varð Noregsmeistari með Molde og raðaði inn mörkum Björn varð norskur meistari með Molde 2014 og síðar markakóngur liðsins með 17 mörk 2017, undir stjórn Ole Gunnar Solskjær. Hann lék með Lilleström á árunum 2009-2012, var að láni hjá Molde frá Wolves árið 2014 og kom svo aftur til Molde og lék með liðinu 2016-2017. Eftir að hafa verið í Rússlandi og á Kýpur sneri hann svo á ný til Noregs í fyrrahaust, til Lilleström, og gerði samning sem gilti til loka síðasta árs. Fresturinn til að skrá leikmenn í Evrópukeppni rennur út 31. janúar. Ætli Molde sér að nýta krafta Björns í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar, þar sem liðið mætir Hoffenheim í febrúar, þarf því að ganga frá félagaskiptum fyrir þann tíma.
Norski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Sjá meira