Vegan Tama thai: „Ég prufaði mig lengi áfram að reyna að líkja eftir þessum rétti“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. janúar 2021 12:31 Vala Árnadóttir er formaður Félags grænkera á Íslandi. Vísir/Vilhelm „Ég hef verið vegan síðan ég tók þátt í veganúar 2016, rúmlega fimm ár núna,“ Valgerður Árnadóttir formaður Samtaka grænkera á Íslandi. Gústi kokkur skoraði í síðustu viku á Völu að deila vegan uppskrift með lesendum, en hann var fyrstur í áskorendakeppninni okkar í tilefni af þáttunum Kjötætur óskast! Vegan með Lóu Pind, sem nú eru í sýningu á Stöð 2. Vala tók auðvitað áskoruninni og uppskriftin er hér neðar í fréttinni. „Mér finnst ég vera lifa eftir eigin gildum og sannfæringu. Ég vil ekki að dýr eða menn þjáist og deyi fyrir mína tilvist og reyni að lifa samkvæmt því eins best ég get. Það er auðvitað stór plús líka að ég er með lægra kolefnisspor vegna þess að ég borða grænkeramat. Svo líður mér mjög vel líkamlega og heill heimur af matarmenningu hefur opnast, ég borða mun fjölbreyttari og bragðbetri mat í dag.“ Vala segir að fordómar og skilningsleysi fólks sé sennilega erfiðast við þennan lífsstíl. „Að fólk þori ekki að bjóða okkur í mat lengur eða setur út á val okkar. Það er þó að breytast, grænkerum fjölgar mjög hratt ásamt umræðu og fræðslu um veganisma svo ég vona að þessi íhaldssama kergja sé á undanhaldi.“ Ganga með kálfa í níu mánuði Það hefur ýmislegt komið Völu á óvart síðan hún breytti sínu mataræði fyrir fimm árum síðan. „Ég varð vegan vegna þess að mér er annt um dýr svo það kom mér á óvart á þeim tíma að læra hversu mikið dýraafurðaframleiðsla mengar og hversu mikið heilsa mín og orka myndi breytast til batnaðar. Ég hætti mjög ung að borða kjöt en borðaði mjólk, egg og fisk í tugi ára en fór svo að fræða mig um mjólkurframleiðslu og gat ekki hugsað mér að styðja það að kýr séu sæddar og látnar ganga með kálf á hverju ári sem er tekinn af þeim við fæðingu svo við mannfólkið getum fengið mjólkina sem honum er ætlað. Kýr ganga með kálfa í níu mánuði, jafn lengi og við, mér fannst þetta ólýsanleg grimmd sem ég gat ekki réttlætt bara vegna þess að mér fannst ostur svo góður. Ég ákvað að taka þátt í veganúar og eftir það var ekki aftur snúið.“ Vala hefur verið í stjórn Samtaka grænkera síðan 2016 og tekið þátt í að skipuleggja átakið Veganúar árlega ásamt því að halda málþing, bíósýningar, pálínuboð og fræðsluerindi í skólum. Auk þess hefur hún frætt Íslendinga með því að skrifa ótal greinar og umsagnir við frumvörp um málefni dýra, náttúru og loftslags. „Þar fyrir utan hef ég kennt fermingarbörnum um umhverfisáhrif dýraafurðaframleiðslu og dýrasiðfræði, ég hef skipulagt og tekið þátt í mótmælum vegna hvalveiða og loftslagsmála svo eitthvað sé nefnt. Ég nota hvert tækifæri sem ég get til að hafa áhrif, fræða og ræða um veganisma, umhverfis- og loftslagsmál.“ Topp íþróttafólk á grænkerafæði Hún segir að með aukinni fræðslu og upplýstri umræðu þá hafi viðhorf fólks til grænkera snarbatnað. Margir hafi auk þess ákveðið að taka þetta skref vegna umhverfissjónarmiða og það er hið besta mál. Hún segir að algengasti misskilningurinn varðandi grænkera sé að þau séu öll með næringarskort og að fólk þurfi kjöt og mjólk til að lifa heilbrigðu lífi. „Það fer fjarri og margt af okkar sterkasta og besta íþróttafólki eru grænkerar. Fílar og górillur lifa á plöntufæði, það er enginn að spyrja sig hvar þau fá prótínið sitt,“ bendir Vala á. Tama thai réttur Völu. Uppskrift má finna neðar í fréttinni.Vala Árnadóttir „Markmið Veganúar er að vekja fólk til umhugsunar um áhrif neyslu dýraafurða og kynna kosti vegan fæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd. Ég mæli eindregið með því að fólk prófi að vera vegan í einn mánuð.“ Vala mælir með því að fólk noti síðurnar veganuar.is og graenkeri.is sem hjálpi fólki fólki að taka fyrstu skrefin. Hún deilir hér með uppskrift að Tama thai núðlurétt. „Tama thai var uppáhalds réttur minn á Vínyl café sem var fyrsti vegan veitingastaður Íslands, það var tjúllaður núðluréttur. Ég prufaði mig lengi áfram að reyna að líkja eftir þessum rétti þegar staðurinn lokaði og tel mig hafa fundið ansi líkan rétt, þegar ég spurði kærasta minn og vini hvaða rétt ég ætti að deila þá sögðu öll Tama Thai enda slær þessi réttur í gegn hjá öllum sem hafa smakkað.“ Vala skorar svo á Davíð Sól Pálsson að deila einni af sínum trylltu kólumbísku uppskriftum. Hér er uppskrift Völu af Tama thai fyrir tvo til þrjá, fer eftir hungri: Tama thai Hrísgrjónanúðlur -hálfur poki frá Thai pride Tófu -einn pakki þétt (firm) tófú 450 gr Sveppir -ein askja Grænmetið sem er til (ég nota helst lauk, brokkolí, papriku, agúrku) Kasjúhnetur -ein lúka Mangó eða ananas eftir smekk Sósa: 1 dl Hnetusmjör 2 msk sítrónusafi Smá vatn Sriracha sósa Aðferð: Ég marínera tófúið í teriyakisósu, chilli, hvítlauk, túrmerik og engiferi og steiki svo á pönnu þar til crunchy. Þar næst steiki ég sveppi, lauk, brokkolí, papriku og það grænmeti sem mér dettur í hug, bæti við örfáum mangóbitum eða ananas og að lokum kasjúhnetum. Blanda sósu í blender en það má nota krukku og hrista. Ég sýð núðlurnar í um það bil þrjár mínútur og kæli þær svo með ísköldu vatni (þá límast þær ekki saman) svo tek ég allt af steikarpönnunni, hita núðlurnar aftur á henni og blanda steiktu tófúinu og grænmetinu saman við og helli svo sósunni loks yfir þegar ég er búin að skammta í skálar. Ber þetta fram með myntu eða kóríander og sriracha sósu. Vegan Kjötætur óskast! Uppskriftir Tengdar fréttir Stjörnu-Sævar eyddi innan við tuttugu þúsund krónum í mat fyrir heilan mánuð „Það versta sem við gerum í umhverfismálum, finnst mér, er að henda mat,“ segir Sævar Helgi Bragason, vísindamiðlari. 17. janúar 2021 10:00 Með mikla magaverki á þriðja dagi vegan tilraunar Fyrsti dagurinn í vegantilraun gekk vonum framar hjá kúabændunum á Litla-Ármóti, en þau féllust á að taka þátt í sjónvarpsþáttunum Kjötætur óskast! sem eru nú í sýningu á Stöð 2. 16. janúar 2021 15:00 Vegan Harira súpa, naan brauð og hummus að hætti Gústa kokks Kjötætur óskast! Vegan með Lóu Pind fóru af stað í vikunni og þar sem margir Íslendingar taka nú þátt í Veganúar, fannst okkur tilvalið að fá nokkra einstaklinga til að deila vegan uppskriftum með lesendum. 14. janúar 2021 13:31 Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Gústi kokkur skoraði í síðustu viku á Völu að deila vegan uppskrift með lesendum, en hann var fyrstur í áskorendakeppninni okkar í tilefni af þáttunum Kjötætur óskast! Vegan með Lóu Pind, sem nú eru í sýningu á Stöð 2. Vala tók auðvitað áskoruninni og uppskriftin er hér neðar í fréttinni. „Mér finnst ég vera lifa eftir eigin gildum og sannfæringu. Ég vil ekki að dýr eða menn þjáist og deyi fyrir mína tilvist og reyni að lifa samkvæmt því eins best ég get. Það er auðvitað stór plús líka að ég er með lægra kolefnisspor vegna þess að ég borða grænkeramat. Svo líður mér mjög vel líkamlega og heill heimur af matarmenningu hefur opnast, ég borða mun fjölbreyttari og bragðbetri mat í dag.“ Vala segir að fordómar og skilningsleysi fólks sé sennilega erfiðast við þennan lífsstíl. „Að fólk þori ekki að bjóða okkur í mat lengur eða setur út á val okkar. Það er þó að breytast, grænkerum fjölgar mjög hratt ásamt umræðu og fræðslu um veganisma svo ég vona að þessi íhaldssama kergja sé á undanhaldi.“ Ganga með kálfa í níu mánuði Það hefur ýmislegt komið Völu á óvart síðan hún breytti sínu mataræði fyrir fimm árum síðan. „Ég varð vegan vegna þess að mér er annt um dýr svo það kom mér á óvart á þeim tíma að læra hversu mikið dýraafurðaframleiðsla mengar og hversu mikið heilsa mín og orka myndi breytast til batnaðar. Ég hætti mjög ung að borða kjöt en borðaði mjólk, egg og fisk í tugi ára en fór svo að fræða mig um mjólkurframleiðslu og gat ekki hugsað mér að styðja það að kýr séu sæddar og látnar ganga með kálf á hverju ári sem er tekinn af þeim við fæðingu svo við mannfólkið getum fengið mjólkina sem honum er ætlað. Kýr ganga með kálfa í níu mánuði, jafn lengi og við, mér fannst þetta ólýsanleg grimmd sem ég gat ekki réttlætt bara vegna þess að mér fannst ostur svo góður. Ég ákvað að taka þátt í veganúar og eftir það var ekki aftur snúið.“ Vala hefur verið í stjórn Samtaka grænkera síðan 2016 og tekið þátt í að skipuleggja átakið Veganúar árlega ásamt því að halda málþing, bíósýningar, pálínuboð og fræðsluerindi í skólum. Auk þess hefur hún frætt Íslendinga með því að skrifa ótal greinar og umsagnir við frumvörp um málefni dýra, náttúru og loftslags. „Þar fyrir utan hef ég kennt fermingarbörnum um umhverfisáhrif dýraafurðaframleiðslu og dýrasiðfræði, ég hef skipulagt og tekið þátt í mótmælum vegna hvalveiða og loftslagsmála svo eitthvað sé nefnt. Ég nota hvert tækifæri sem ég get til að hafa áhrif, fræða og ræða um veganisma, umhverfis- og loftslagsmál.“ Topp íþróttafólk á grænkerafæði Hún segir að með aukinni fræðslu og upplýstri umræðu þá hafi viðhorf fólks til grænkera snarbatnað. Margir hafi auk þess ákveðið að taka þetta skref vegna umhverfissjónarmiða og það er hið besta mál. Hún segir að algengasti misskilningurinn varðandi grænkera sé að þau séu öll með næringarskort og að fólk þurfi kjöt og mjólk til að lifa heilbrigðu lífi. „Það fer fjarri og margt af okkar sterkasta og besta íþróttafólki eru grænkerar. Fílar og górillur lifa á plöntufæði, það er enginn að spyrja sig hvar þau fá prótínið sitt,“ bendir Vala á. Tama thai réttur Völu. Uppskrift má finna neðar í fréttinni.Vala Árnadóttir „Markmið Veganúar er að vekja fólk til umhugsunar um áhrif neyslu dýraafurða og kynna kosti vegan fæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd. Ég mæli eindregið með því að fólk prófi að vera vegan í einn mánuð.“ Vala mælir með því að fólk noti síðurnar veganuar.is og graenkeri.is sem hjálpi fólki fólki að taka fyrstu skrefin. Hún deilir hér með uppskrift að Tama thai núðlurétt. „Tama thai var uppáhalds réttur minn á Vínyl café sem var fyrsti vegan veitingastaður Íslands, það var tjúllaður núðluréttur. Ég prufaði mig lengi áfram að reyna að líkja eftir þessum rétti þegar staðurinn lokaði og tel mig hafa fundið ansi líkan rétt, þegar ég spurði kærasta minn og vini hvaða rétt ég ætti að deila þá sögðu öll Tama Thai enda slær þessi réttur í gegn hjá öllum sem hafa smakkað.“ Vala skorar svo á Davíð Sól Pálsson að deila einni af sínum trylltu kólumbísku uppskriftum. Hér er uppskrift Völu af Tama thai fyrir tvo til þrjá, fer eftir hungri: Tama thai Hrísgrjónanúðlur -hálfur poki frá Thai pride Tófu -einn pakki þétt (firm) tófú 450 gr Sveppir -ein askja Grænmetið sem er til (ég nota helst lauk, brokkolí, papriku, agúrku) Kasjúhnetur -ein lúka Mangó eða ananas eftir smekk Sósa: 1 dl Hnetusmjör 2 msk sítrónusafi Smá vatn Sriracha sósa Aðferð: Ég marínera tófúið í teriyakisósu, chilli, hvítlauk, túrmerik og engiferi og steiki svo á pönnu þar til crunchy. Þar næst steiki ég sveppi, lauk, brokkolí, papriku og það grænmeti sem mér dettur í hug, bæti við örfáum mangóbitum eða ananas og að lokum kasjúhnetum. Blanda sósu í blender en það má nota krukku og hrista. Ég sýð núðlurnar í um það bil þrjár mínútur og kæli þær svo með ísköldu vatni (þá límast þær ekki saman) svo tek ég allt af steikarpönnunni, hita núðlurnar aftur á henni og blanda steiktu tófúinu og grænmetinu saman við og helli svo sósunni loks yfir þegar ég er búin að skammta í skálar. Ber þetta fram með myntu eða kóríander og sriracha sósu.
Vegan Kjötætur óskast! Uppskriftir Tengdar fréttir Stjörnu-Sævar eyddi innan við tuttugu þúsund krónum í mat fyrir heilan mánuð „Það versta sem við gerum í umhverfismálum, finnst mér, er að henda mat,“ segir Sævar Helgi Bragason, vísindamiðlari. 17. janúar 2021 10:00 Með mikla magaverki á þriðja dagi vegan tilraunar Fyrsti dagurinn í vegantilraun gekk vonum framar hjá kúabændunum á Litla-Ármóti, en þau féllust á að taka þátt í sjónvarpsþáttunum Kjötætur óskast! sem eru nú í sýningu á Stöð 2. 16. janúar 2021 15:00 Vegan Harira súpa, naan brauð og hummus að hætti Gústa kokks Kjötætur óskast! Vegan með Lóu Pind fóru af stað í vikunni og þar sem margir Íslendingar taka nú þátt í Veganúar, fannst okkur tilvalið að fá nokkra einstaklinga til að deila vegan uppskriftum með lesendum. 14. janúar 2021 13:31 Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Stjörnu-Sævar eyddi innan við tuttugu þúsund krónum í mat fyrir heilan mánuð „Það versta sem við gerum í umhverfismálum, finnst mér, er að henda mat,“ segir Sævar Helgi Bragason, vísindamiðlari. 17. janúar 2021 10:00
Með mikla magaverki á þriðja dagi vegan tilraunar Fyrsti dagurinn í vegantilraun gekk vonum framar hjá kúabændunum á Litla-Ármóti, en þau féllust á að taka þátt í sjónvarpsþáttunum Kjötætur óskast! sem eru nú í sýningu á Stöð 2. 16. janúar 2021 15:00
Vegan Harira súpa, naan brauð og hummus að hætti Gústa kokks Kjötætur óskast! Vegan með Lóu Pind fóru af stað í vikunni og þar sem margir Íslendingar taka nú þátt í Veganúar, fannst okkur tilvalið að fá nokkra einstaklinga til að deila vegan uppskriftum með lesendum. 14. janúar 2021 13:31