Malaví: Þriggja daga þjóðarsorg og lýst yfir neyðarástandi Heimsljós 14. janúar 2021 12:14 Ljósmynd frá Malaví WFP/Badre Bahaji Smitum vegna kórónuveirunnar og dauðsföllum hefur fjölgað hratt í Malaví síðustu daga. Forseti landsins hefur lýst yfir neyðarástandi og þriggja daga þjóðarsorg. Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Malaví létust á þriðjudag af völdum COVID-19. Lazarus Chakwera forseti Malaví hefur lýst yfir neyðarástandi og þriggja daga þjóðarsorg. Hann hefur enn fremur fyrirskipað að fánar verði dregnir í hálfa stöng. Smitum hefur fjölgað hratt í landinu á síðustu dögum. Af 235 dauðsföllum í Malaví af völdum sjúkdómsins hafa 50 orðið frá janúarbyrjun. Forsetinn hvatt þjóðina í sjónvarpsávarpi til að virða reglur um sóttvarnir og lét jafnframt í ljós óskir um alþjóðlegan stuðning í baráttunni gegn farsóttinni, frá Stofnunum sameinuðu þjóðanna, frjálsum félagasamtökum og einkageiranum. „Ástandið hefur hríðversnað dag frá degi en því miður eru upplýsingar af skornum skammti og óljóst hver þróunin verður. Hér er ekkert þríeyki með daglega upplýsingafundi,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir forstöðumaður sendiráðs Íslands í Lilongwe. Ráðherrarnir sem létust voru Lingison Belekanyama ráðherra sveitarstjórnarmála og Muhammad Sidik Mia ráðherra samgöngumála. Fréttamiðlar í Malaví segja að tæplega helmingur ráðherra í ríkisstjórn landsins sé með COVID-19 en alls sitja 32 ráðherrar í stjórninni. Í sjónvarpsávarpinu hvatti forsetinn þegna sína til að fylgja reglum um sóttvarnir, meðal annars handþvott með sápu, virða fjarlægðartakmörk og bera andlitsgrímur. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Malaví Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent
Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Malaví létust á þriðjudag af völdum COVID-19. Lazarus Chakwera forseti Malaví hefur lýst yfir neyðarástandi og þriggja daga þjóðarsorg. Hann hefur enn fremur fyrirskipað að fánar verði dregnir í hálfa stöng. Smitum hefur fjölgað hratt í landinu á síðustu dögum. Af 235 dauðsföllum í Malaví af völdum sjúkdómsins hafa 50 orðið frá janúarbyrjun. Forsetinn hvatt þjóðina í sjónvarpsávarpi til að virða reglur um sóttvarnir og lét jafnframt í ljós óskir um alþjóðlegan stuðning í baráttunni gegn farsóttinni, frá Stofnunum sameinuðu þjóðanna, frjálsum félagasamtökum og einkageiranum. „Ástandið hefur hríðversnað dag frá degi en því miður eru upplýsingar af skornum skammti og óljóst hver þróunin verður. Hér er ekkert þríeyki með daglega upplýsingafundi,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir forstöðumaður sendiráðs Íslands í Lilongwe. Ráðherrarnir sem létust voru Lingison Belekanyama ráðherra sveitarstjórnarmála og Muhammad Sidik Mia ráðherra samgöngumála. Fréttamiðlar í Malaví segja að tæplega helmingur ráðherra í ríkisstjórn landsins sé með COVID-19 en alls sitja 32 ráðherrar í stjórninni. Í sjónvarpsávarpinu hvatti forsetinn þegna sína til að fylgja reglum um sóttvarnir, meðal annars handþvott með sápu, virða fjarlægðartakmörk og bera andlitsgrímur. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Malaví Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent