Messi með tvennu öflugum útisigri Börsunga Anton Ingi Leifsson skrifar 6. janúar 2021 21:54 Það var gleði yfir Argentínumanninum í kvöld. Juan Manuel Serrano Arce/Getty Images Barcelona vann öflugan 3-1 útisigur á Athletic Bilbao er liðin mættust á Spáni í kvöld. Lionel Messi skoraði tvö af þremur mörkum Börsunga. Inaki Williams kom Bilbao yfir strax á þriðju mínútu en hinn ungi Pedri jafnaði metin á fjórtándu mínútu. Þá var röðin komin að Lionel Messi en hann kom Barcelona í 2-1 á 36. mínútu eftir stoðsendingu frá markaskoraranum Pedri. - Lionel Messi scores his 250th away goal for @FCBarcelona in all competitions. No other player has scored more than 232 competitive goals for the club in total (home, away, neutral). #AthleticBarça— Gracenote Live (@GracenoteLive) January 6, 2021 Messi var svo aftur á ferðinni á 62. mínútu er hann skoraði þriðja mark Börsunga. Frakkinn Antoine Griezmann gaf stoðsendinguna. Iker Muniain minnkaði muninn í 3-2 á 90. mínútu en þar við sat. Öflugur útisigur Börsunga sem eru nú með 31 stig í þriðja sæti deildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði Atletico Madrid, sem á tvo leiki til góða. Bilbao er í níunda sætinu með 21 stig. Spænski boltinn
Barcelona vann öflugan 3-1 útisigur á Athletic Bilbao er liðin mættust á Spáni í kvöld. Lionel Messi skoraði tvö af þremur mörkum Börsunga. Inaki Williams kom Bilbao yfir strax á þriðju mínútu en hinn ungi Pedri jafnaði metin á fjórtándu mínútu. Þá var röðin komin að Lionel Messi en hann kom Barcelona í 2-1 á 36. mínútu eftir stoðsendingu frá markaskoraranum Pedri. - Lionel Messi scores his 250th away goal for @FCBarcelona in all competitions. No other player has scored more than 232 competitive goals for the club in total (home, away, neutral). #AthleticBarça— Gracenote Live (@GracenoteLive) January 6, 2021 Messi var svo aftur á ferðinni á 62. mínútu er hann skoraði þriðja mark Börsunga. Frakkinn Antoine Griezmann gaf stoðsendinguna. Iker Muniain minnkaði muninn í 3-2 á 90. mínútu en þar við sat. Öflugur útisigur Börsunga sem eru nú með 31 stig í þriðja sæti deildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði Atletico Madrid, sem á tvo leiki til góða. Bilbao er í níunda sætinu með 21 stig.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti