Daði Freyr óskar eftir hjálp við gerð nýja Eurovision-lagsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2021 17:32 Daði Freyr óskar eftir hjálp almennings við að setja saman kórkafla í Eurovision-lagi sínu. Daði Freyr/Twitter Daði Freyr Pétursson, tónlistarmaður og meðlimur í hljómsveitinni Gagnamagninu, hefur óskað eftir aðstoð almennings við gerð lagsins sem verður framlag Íslands til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, á þessu ári. „Hæ, ég heiti Daði Freyr. Ég tek þátt í Eurovision 2021 ásamt Gagnamagninu. Ég er alveg að verða búinn með lagið en ég þarf ykkar hjálp. Ég vil hafa stóran kórkafla í laginu, en ég hef ekki aðgang að kór akkúrat núna. Þess vegna þarf ég þig í kórinn,“ segir Daði í myndbandi sem hann birti á Twitter síðu sinni. I need your voice!I'm putting together a choir for the @Eurovision 2021 song. Here are the voices I will need:https://t.co/3kPNXWH8M8Please send your audio files to gagnamagnidchoir@gmail.comDeadline is January 11thThank you <3 pic.twitter.com/gvcNWE7xFz— Daði Freyr 🥑 (@dadimakesmusic) January 4, 2021 Með myndbandinu er að finna slóð á leiðbeiningar um sönginn sem óskað er eftir, en alls vantar Daða sjö mismunandi raddir í kórinn. Þá biður hann áhugasama um að senda upptöku af sér að syngja eina rödd eða fleiri á netfangið gagnamagnidchoir@gmail.com, fyrir 11. janúar næstkomandi. Í myndbandinu er svo að finna nánari leiðbeiningar um hvernig best er að skila upptökum til Daða, en viðbúið er að honum berist margar upptökur frá aðdáendum, sem marga hverja þyrstir eflaust í að vera hluti af Eurovision-lagi Daða og Gagnamagnsins. Eurovision 2021 fer fram í Rotterdam í Hollandi, þar sem Holland bar sigur úr býtum í keppninni árið 2019. Engin eiginleg Eurovision keppni fór fram árið 2020, en sökudólgurinn í þeim efnum, líkt og svo mörgu öðru, er kórónuveirufaraldurinn sem geisað hefur um heiminn síðan snemma á síðasta ári. Eurovision Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Sjá meira
„Hæ, ég heiti Daði Freyr. Ég tek þátt í Eurovision 2021 ásamt Gagnamagninu. Ég er alveg að verða búinn með lagið en ég þarf ykkar hjálp. Ég vil hafa stóran kórkafla í laginu, en ég hef ekki aðgang að kór akkúrat núna. Þess vegna þarf ég þig í kórinn,“ segir Daði í myndbandi sem hann birti á Twitter síðu sinni. I need your voice!I'm putting together a choir for the @Eurovision 2021 song. Here are the voices I will need:https://t.co/3kPNXWH8M8Please send your audio files to gagnamagnidchoir@gmail.comDeadline is January 11thThank you <3 pic.twitter.com/gvcNWE7xFz— Daði Freyr 🥑 (@dadimakesmusic) January 4, 2021 Með myndbandinu er að finna slóð á leiðbeiningar um sönginn sem óskað er eftir, en alls vantar Daða sjö mismunandi raddir í kórinn. Þá biður hann áhugasama um að senda upptöku af sér að syngja eina rödd eða fleiri á netfangið gagnamagnidchoir@gmail.com, fyrir 11. janúar næstkomandi. Í myndbandinu er svo að finna nánari leiðbeiningar um hvernig best er að skila upptökum til Daða, en viðbúið er að honum berist margar upptökur frá aðdáendum, sem marga hverja þyrstir eflaust í að vera hluti af Eurovision-lagi Daða og Gagnamagnsins. Eurovision 2021 fer fram í Rotterdam í Hollandi, þar sem Holland bar sigur úr býtum í keppninni árið 2019. Engin eiginleg Eurovision keppni fór fram árið 2020, en sökudólgurinn í þeim efnum, líkt og svo mörgu öðru, er kórónuveirufaraldurinn sem geisað hefur um heiminn síðan snemma á síðasta ári.
Eurovision Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Sjá meira