Á nýársdag kom út nýtt myndband við þetta hressa lag þar sem þau fara bæði með hlutverk í og er það nokkuð vel heppnað og mikill hressleiki við völd.
Daði Freyr mun keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision í Rotterdam á þessu ári en hann átti að taka þátt í síðustu keppni sem var að lokum afslýst.
Daði á eftir að gefa út framlag Íslands í keppnina í ár og ætti það að koma út á næstu vikum.
Lagið Feel The Love er samið af þeim ÁSDÍSI, Daða Frey, Jonas Shandel & Marcus Brosch.