Rúmlega tíu milljónir barna við hungurmörk Heimsljós 4. janúar 2021 11:05 UNICEF Óttast er um velferð rúmlega tíu mílljóna barna í fimm heimshlutum. Mikil þörf á mannúðaraðstoð vegna yfirvofandi hungursneyðar. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, óttast mjög um heilsu og velferð rúmlega tíu milljóna barna sem að óbreyttu draga fram lífið við hungurmörk á þessu ári í fimm heimshlutum, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, norðausturhluta Nígeríu, miðhluta Sahel-svæðisins – Búrkina Fasó, Níger og Malí, Suður Súdan og Jemen. Í öllum þessum ríkjum er mikil þörf á mannúðaraðstoð og síaukinn matvælaskortur, auk banvænnar farsóttar og yfirvofandi hungursneyðar. „Fyrir þjóðir sem búa við afleiðingar stríðsátaka, hamfara og loftslagsbreytinga hefur COVID-19 breytt næringarskorti í yfirvofandi stórslys,“ segir Henrietta Fore framkvæmdastýra UNICEF í frétt frá samtökunum. „Fjölskyldur eru þegar í erfiðleikum með að fæða börnin sín og allir í fjölskyldunni lifa við hungurmörk. Við getum ekki látið þau vera gleymdu fórnarlömb ársins 2020.“ UNICEF hvetur alþjóðasamfélagið og mannúðarsamtök á vettvangi að auka stuðning við lífsnauðsynlega þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra í þessum heimshlutum og víðar þar sem þörf á aðhlynningu varðandi næringu, heilsu, vatn og hreinlæti. UNICEF hefur kallað eftir rúmlega einum milljarði Bandaríkjadala til að styðja lífsbjargandi aðgerðir á þessu ári fyrir börn í þeim heimshlutum þar sem ástandið er alvarlegast. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent
UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, óttast mjög um heilsu og velferð rúmlega tíu milljóna barna sem að óbreyttu draga fram lífið við hungurmörk á þessu ári í fimm heimshlutum, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, norðausturhluta Nígeríu, miðhluta Sahel-svæðisins – Búrkina Fasó, Níger og Malí, Suður Súdan og Jemen. Í öllum þessum ríkjum er mikil þörf á mannúðaraðstoð og síaukinn matvælaskortur, auk banvænnar farsóttar og yfirvofandi hungursneyðar. „Fyrir þjóðir sem búa við afleiðingar stríðsátaka, hamfara og loftslagsbreytinga hefur COVID-19 breytt næringarskorti í yfirvofandi stórslys,“ segir Henrietta Fore framkvæmdastýra UNICEF í frétt frá samtökunum. „Fjölskyldur eru þegar í erfiðleikum með að fæða börnin sín og allir í fjölskyldunni lifa við hungurmörk. Við getum ekki látið þau vera gleymdu fórnarlömb ársins 2020.“ UNICEF hvetur alþjóðasamfélagið og mannúðarsamtök á vettvangi að auka stuðning við lífsnauðsynlega þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra í þessum heimshlutum og víðar þar sem þörf á aðhlynningu varðandi næringu, heilsu, vatn og hreinlæti. UNICEF hefur kallað eftir rúmlega einum milljarði Bandaríkjadala til að styðja lífsbjargandi aðgerðir á þessu ári fyrir börn í þeim heimshlutum þar sem ástandið er alvarlegast. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent