Vinsælustu uppskriftir ársins 2020 Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. janúar 2021 10:01 Það var mikil fjölbreytni í uppskriftunum sem slógu í gegn á Vísi á árinu 2020. Samsett mynd Á Vísi birtist fjöldi uppskrifta í hverjum mánuði og hér er samantekt yfir vinsælustu uppskriftirnar á vefnum á árinu sem var að líða. Sumar þeirra eru klassískar uppskriftir sem virka alltaf jafn vel, ár eftir ár og aðrar eru nýjar og spennandi. Vinsælustu uppskriftir ársins á Vísi koma meðal annars frá Stöð 2 og Stöð 2 Maraþon þáttunum okkar Jólaboð Evu og Lífið er ljúffengt. Uppskriftirnar sem voru mest lesnar á árinu 2020 má finna hér fyrir neðan en allar uppskriftir sem birtast á Vísi má finna undir flokknum Uppskriftir. Lykilatriðin á bak við sykurbrúnaðar kartöflur Í fyrsta þættinum af Lífið er Ljúffengt á Vísi og Stöð 2 fór matgæðingurinn Albert Eiríksson ítarlega yfir það hvernig matreiða skal fullkomnar sykurbrúnaðar kartöflur. Uppskrift sem sló í gegn á vefnum fyrir þessi jólin. Graflax, lambarifjur, kartöflugratín og eftirréttir Í fyrsta þættinum af Jólaboð Evu, sem sýndir eru á Stöð 2, eldaði Eva Laufey Kjaran nokkra girnilega hátíðarrétti. Fyrir aðalréttin eldaði hún lambarifjur með öllu tilheyrandi, kartöflugratín og rauðvínssósu. Í eftirrétt varð hinn klassíski Ris a la Mande fyrir valinu. Auk þess bakaði hún rjómaostatoppa og gaf hugmynd að súkkulaðipinnum sem eru frábær gjöf á aðventunni. Laufabrauðstaco frá Hvammstanga Sumir steikja laufabrauð á hefðbundna mátann og svo eru aðrir sem hugsa út fyrir kassann og úr verður laufabrauðstaco. Andri P. Guðmundsson frá Hvammstanga birti í dag mynd af tilraunastarfsemi sinni í Húnaþingi vestra og ekki stóð á viðbrögðunum. „Þetta var bara ljómandi gott,“ segir Andri um réttinn sem samanstóð af laufabrauði, hangikjötshakki, heitu rauðkáli, grænbaunasalsa og uppstúf. Svo kreisti hann mandarínu yfir. Ristaðar möndlur fyrir hátíðarnar Í Jólaboð Evu gerði hún einnig ristaðar möndlur sem hún kallar þær einföldustu í heimi. Jólalegar möndlur eru bæði fallegar á borðið og einnig sniðug gjöf. Ristaðar möndlurEva Laufey Eftirrétturinn fyrir ketófólkið um jólin Í þáttunum Lífið er ljúffengt á Vísi og Stöð 2 Maraþon deila nokkrir af helstu ástríðukokkum landsins litlum sem stórum ráðleggingum varðandi matargerð fyrir jólin. Ketó-drottningin Hanna Þóra fór ítarlega yfir það hvernig maður reiðir fram ketó ostakökumús. Ómótstæðileg Snickers hrákaka. Ein helgaruppskriftin okkar í október var Snickers hrákaka frá matgæðingnum okkar Evu Laufey Kjaran. Þessa er frábært að eiga í kælinum og hún passar einstaklega vel með góðum kaffibolla. Eva Laufey Kjaran á heiðurinn að þessari girnilegu "Snickers" hráköku.www.evalaufeykjaran.is Tillögur að páskamatnum frá Evu Laufey Matgæðingurinn og þáttastjórnandinn Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir tók saman fyrir okkur nokkrar uppskriftir sem væri tilvalið að prófa yfir páskahelgina. Hugmyndirnar hafa allar komið fram í þáttum hennar á Stöð 2, eða birst á Vísi eða á matarblogginu hennar. Hátíðarvegansteik sem gefur Beef Wellington ekkert eftir Í fimmta þættinum fór Júlía Sif yfir það hvernig maður reiðir fram vegan hátíðarsteik sem gefur Beef Wellington ekkert eftir. Buffalo blómkáls taco með gráðostasósu Matgæðingurinn og þáttastjórnandinn Eva Laufey heldur Taco-Tuesday hátíðlegan í hverri viku. Hér gefur hún uppskrift að girnilegu buffalo blómkáls taco með gráðostasósu. Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Í Jólaboð Evu eldaði Eva Laufey kalkúnabringur, með sætkartöflumús, fyllingu, Waldorf salati og villisveppasósu. Klassískar uppskriftir sem klikka ekki. Í þættinum viðurkennir Eva að hafa ekki gert aðra kalkúnauppskrift eftir að hún uppgötvaði þessa. Chili Con Carne „Chili Con Carne er einn af þessum réttum sem er fullkominn á haustin, vinnuframlagið er nánast ekki neitt en útkoman dásamleg,“ segir Eva Laufey Kjaran um þessa uppskrift. Dökkur bjór mikilvægur í hinni fullkomnu humarsúpu „Ég er algjör tilraunakokkur, súpur og sósur í sérstöku uppáhaldi. Sósur eiga að vera þannig að þú viljir drekka þær,“ segir tilraunakokkurinn Andrés Bertelsen um þessa uppskrift. Einfaldar en ómótstæðilegar súkkulaðibitakökur Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir sýnir reglulega frá bakstri og eldamennsku á Instagram og er þar með yfir 28 þúsund fylgjendur. Í apríl ákvað hún að fá fólk með sér í bakstur og birti uppskriftina deginum áður án þess að taka fram hvað hún ætlaði að baka. Næsta dag bakaði hún svo í beinni á Instagram. Leyniuppskriftin reyndist vera ómótstæðilegar súkkulaðibitakökur. Grillaður lax, brokkolíní og súkkulaðimús með myntu úr Garðabæ Matreiðslumaðurinn Davíð Örn Hákonarson sá um þættina Allt úr engu á Stöð 2 í haust. Í fyrsta þætti eldaði hann grillaðan lax, brokkolíní og súkkulaðimús. Í þáttunum fjallaði hann um allt sem tengist mat og hvernig við getum nýtt hráefnið sem best og spornað við matarsóun í framhaldinu. Allar uppskriftirnar úr þáttunum Allt úr engu má finna hér á Vísi. Hvít klessukaka að hætti Lindu Ben „Þessi hvíta klessukaka er í stuttu máli alveg tryllt og ein af mínum uppáhalds uppskriftum. Kantarnir eru stökkir en miðjan silkimjúk og klessuleg. Sítrónan og hindberin skapa síðan dásamlega ferskan blæ,“ segir Linda Ben um þessa girnilegu uppskrift. Uppskriftir Matur Fréttir ársins 2020 Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól
Vinsælustu uppskriftir ársins á Vísi koma meðal annars frá Stöð 2 og Stöð 2 Maraþon þáttunum okkar Jólaboð Evu og Lífið er ljúffengt. Uppskriftirnar sem voru mest lesnar á árinu 2020 má finna hér fyrir neðan en allar uppskriftir sem birtast á Vísi má finna undir flokknum Uppskriftir. Lykilatriðin á bak við sykurbrúnaðar kartöflur Í fyrsta þættinum af Lífið er Ljúffengt á Vísi og Stöð 2 fór matgæðingurinn Albert Eiríksson ítarlega yfir það hvernig matreiða skal fullkomnar sykurbrúnaðar kartöflur. Uppskrift sem sló í gegn á vefnum fyrir þessi jólin. Graflax, lambarifjur, kartöflugratín og eftirréttir Í fyrsta þættinum af Jólaboð Evu, sem sýndir eru á Stöð 2, eldaði Eva Laufey Kjaran nokkra girnilega hátíðarrétti. Fyrir aðalréttin eldaði hún lambarifjur með öllu tilheyrandi, kartöflugratín og rauðvínssósu. Í eftirrétt varð hinn klassíski Ris a la Mande fyrir valinu. Auk þess bakaði hún rjómaostatoppa og gaf hugmynd að súkkulaðipinnum sem eru frábær gjöf á aðventunni. Laufabrauðstaco frá Hvammstanga Sumir steikja laufabrauð á hefðbundna mátann og svo eru aðrir sem hugsa út fyrir kassann og úr verður laufabrauðstaco. Andri P. Guðmundsson frá Hvammstanga birti í dag mynd af tilraunastarfsemi sinni í Húnaþingi vestra og ekki stóð á viðbrögðunum. „Þetta var bara ljómandi gott,“ segir Andri um réttinn sem samanstóð af laufabrauði, hangikjötshakki, heitu rauðkáli, grænbaunasalsa og uppstúf. Svo kreisti hann mandarínu yfir. Ristaðar möndlur fyrir hátíðarnar Í Jólaboð Evu gerði hún einnig ristaðar möndlur sem hún kallar þær einföldustu í heimi. Jólalegar möndlur eru bæði fallegar á borðið og einnig sniðug gjöf. Ristaðar möndlurEva Laufey Eftirrétturinn fyrir ketófólkið um jólin Í þáttunum Lífið er ljúffengt á Vísi og Stöð 2 Maraþon deila nokkrir af helstu ástríðukokkum landsins litlum sem stórum ráðleggingum varðandi matargerð fyrir jólin. Ketó-drottningin Hanna Þóra fór ítarlega yfir það hvernig maður reiðir fram ketó ostakökumús. Ómótstæðileg Snickers hrákaka. Ein helgaruppskriftin okkar í október var Snickers hrákaka frá matgæðingnum okkar Evu Laufey Kjaran. Þessa er frábært að eiga í kælinum og hún passar einstaklega vel með góðum kaffibolla. Eva Laufey Kjaran á heiðurinn að þessari girnilegu "Snickers" hráköku.www.evalaufeykjaran.is Tillögur að páskamatnum frá Evu Laufey Matgæðingurinn og þáttastjórnandinn Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir tók saman fyrir okkur nokkrar uppskriftir sem væri tilvalið að prófa yfir páskahelgina. Hugmyndirnar hafa allar komið fram í þáttum hennar á Stöð 2, eða birst á Vísi eða á matarblogginu hennar. Hátíðarvegansteik sem gefur Beef Wellington ekkert eftir Í fimmta þættinum fór Júlía Sif yfir það hvernig maður reiðir fram vegan hátíðarsteik sem gefur Beef Wellington ekkert eftir. Buffalo blómkáls taco með gráðostasósu Matgæðingurinn og þáttastjórnandinn Eva Laufey heldur Taco-Tuesday hátíðlegan í hverri viku. Hér gefur hún uppskrift að girnilegu buffalo blómkáls taco með gráðostasósu. Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Í Jólaboð Evu eldaði Eva Laufey kalkúnabringur, með sætkartöflumús, fyllingu, Waldorf salati og villisveppasósu. Klassískar uppskriftir sem klikka ekki. Í þættinum viðurkennir Eva að hafa ekki gert aðra kalkúnauppskrift eftir að hún uppgötvaði þessa. Chili Con Carne „Chili Con Carne er einn af þessum réttum sem er fullkominn á haustin, vinnuframlagið er nánast ekki neitt en útkoman dásamleg,“ segir Eva Laufey Kjaran um þessa uppskrift. Dökkur bjór mikilvægur í hinni fullkomnu humarsúpu „Ég er algjör tilraunakokkur, súpur og sósur í sérstöku uppáhaldi. Sósur eiga að vera þannig að þú viljir drekka þær,“ segir tilraunakokkurinn Andrés Bertelsen um þessa uppskrift. Einfaldar en ómótstæðilegar súkkulaðibitakökur Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir sýnir reglulega frá bakstri og eldamennsku á Instagram og er þar með yfir 28 þúsund fylgjendur. Í apríl ákvað hún að fá fólk með sér í bakstur og birti uppskriftina deginum áður án þess að taka fram hvað hún ætlaði að baka. Næsta dag bakaði hún svo í beinni á Instagram. Leyniuppskriftin reyndist vera ómótstæðilegar súkkulaðibitakökur. Grillaður lax, brokkolíní og súkkulaðimús með myntu úr Garðabæ Matreiðslumaðurinn Davíð Örn Hákonarson sá um þættina Allt úr engu á Stöð 2 í haust. Í fyrsta þætti eldaði hann grillaðan lax, brokkolíní og súkkulaðimús. Í þáttunum fjallaði hann um allt sem tengist mat og hvernig við getum nýtt hráefnið sem best og spornað við matarsóun í framhaldinu. Allar uppskriftirnar úr þáttunum Allt úr engu má finna hér á Vísi. Hvít klessukaka að hætti Lindu Ben „Þessi hvíta klessukaka er í stuttu máli alveg tryllt og ein af mínum uppáhalds uppskriftum. Kantarnir eru stökkir en miðjan silkimjúk og klessuleg. Sítrónan og hindberin skapa síðan dásamlega ferskan blæ,“ segir Linda Ben um þessa girnilegu uppskrift.
Uppskriftir Matur Fréttir ársins 2020 Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól